Lögmannablaðið - 01.06.2009, Síða 31

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Síða 31
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 > 31 Þegar Páll S. Pálsson varð formaður LMFÍ 1973 ákvað hann að ráða skrif- stofustjóra til félagsins. Ragnar Aðalsteinsson benti honum á Arnbjörgu Eddu Guðbjörnsdóttur sem hann réði til starfsins en Arnbjörg Edda var lögmannsritari á skrifstofa Ágústs Fjeldsted á 7. áratugnum. Lögmanna Edda, eins og hún var kölluð, gjörbreytti skrifstofu LMFÍ og gerði hana að alvöru tæki fyrir félagið. Edda var seinna framkvæmdastjóri Verkfræðingafélags Íslands og Félags löggiltra endurskoðenda. Á myndinni er Arnbjörg Edda ásamt stjórn LMFÍ árið 1975-1976. F.v: Sveinn Haukur Valdimarsson, Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir, Páll S. Pálsson, Guðjón Steingrímsson, Ragnar Aðalsteinsson og Skúli Pálsson. Skrifstofa félagsins var á þeim tíma á Óðinsgötu 4. Heimild: Ragnar Aðalsteinsson. Ljósmynd: Ljósmyndastofa Vigfúsar Sigurgeirssonar. Arnbjörg Edda ráðin til félagsins Úr myndasafni Framhald af málstofu V bls. 13. sem stigveldi, með æðsta vald hjá ráðherra. Fyrirmyndina að þessu væri að finna í Danmörku. Agnes hélt því fram að þar sem mikil völd ráðherra fylgdu þessu fyrirkomulagi ætti að fylgja jafnmikil ábyrgð, bæði lagaleg og pólitísk. Agnes gerði ábyrgð viðskiptaráðherra á Fjármálaeftirlitinu að sérstöku umtals- efni og sagði m.a. að ráðherra væri eftir lits skyldur skv. lögum um Stjórnar- ráð Íslands, nánar til tekið 9. grein. Benti hún á skýrslu um starfsskilyrði stjórnvalda, sem unnin var fyrir forsætisráðuneytið árið 1999 og lögð fyrir Alþingi, þar sem fjallað var um þetta. Agnes sagði að samkvæmt skýrslunni léki vafi á því hvort sjálf- stæðar stofnanir falli undir eftirlit ráðherra, en þar sem lögin um Stjórnar- ráð Íslands tækju til allra stjórnarmálefna ríkisins, þ.m.t. þeirra sem heyra undir sjálfstæðar stofnanir, sé það nærtækast að eftirlitsskyldan taki til allra stjórn- valda. Orðalag stjórnarskrárinnar um völd ráðherra styddu einnig þá niður- stöðu. Ef svo væri hlyti pólitísk ábyrgð ráðherra að vera einhver, hafi Fjármála- eftirlitið brugðist á einhvern hátt. Að loknum framsögum og stuttum erindum þátttakenda í pallborði var tíminn því miður á þrotum. Lögmenn munu þó sjálfsagt fá mörg tækifæri til að ræða um neyðarlögin í framtíðinni, hvort sem er á þessum vettvangi eða öðrum.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.