Lögmannablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 11
lÖgmaNNaBlaÐIÐ tBl 02/11 11 UMfJöllUn um margt ruglingsleg. Þó mætti e.t.v. greina ákveðinn kjarna í gagnrýninni og hann væri sá að íslenskir lögfræðingar legðu ofuráherslu á þröngan lagabók- stafinn og tæknileg vinnubrögð en tækju ekki tillit til þeirra markmiða og hug- mynda sem byggju að baki lögunum. Þannig sé það hundsað sem kalla megi anda laganna. Hann taldi marga hafi dregið alltof víðtækar ályktanir af dæmum þeim sem nefnd væru í skýrslu rannsóknarnefndar alþingis. ekki þyrfti að útskýra fyrir neinum að lögfræðileg niðurstaða yrði ekki fundin út með aðferðum raun- vísindanna. Hún yrði aldrei vélræn eða mekanísk. Ástæðurnar væru ýmsar, svo sem að ekki hefðu verið sett lög um allt milli himins og jarðar og því verði að beita óskráðum réttarheimildum; orð í lagatexta væru margræð og merking þeirra breyttist með tímanum; lög væru sett um þjóðfélagsfyrirbrigði sem tækju breytingum í tímans rás, t.d. vegna tækniframfara. Litið hefði verið svo á að grundvöllur túlkunar á settum lögum væri hinn skráði texti ákvæðisins. Stæði eitthvað skýrum stöfum í lagasafninu ætti fólk almennt að geta treyst því að réttarstaða þess væri í samræmi við eðlilegan málskilning á texta ákvæðisins. Fyrir þeirri aðferð lægju mikilvæg siðferðisleg rök að láta lagalega niðurstöðu velta á orðalagi þeirrar reglu sem samþykkt hefur verið á lýðræðislegum vettvangi fremur en á réttlætis- og siðferðiskennd dómarans. Með slíku fyrirkomulagi væri réttaröryggi tryggt og fólki gert kleift að gera sér grein fyrir gildandi rétti og skipuleggja athafnir sínar í samræmi við það. Hafsteinn sagðist raunar ekki viss um að þeir sem krefðust aukinnar áherslu á anda laganna og um leið minni áherslu á bókstaf þeirra, áttuðu sig í raun á því sem þeir bæðu um. Spyrja mætti hvort það væri vilji einhvers að í Hæstarétti sætu einskonar spámenn, Gandálfar, sem strykju sítt skegg og stjórnskipun í mótun - Hlutverk alþingis og staða þess gagnvart handhöfum framkvæmdavalds framsögumenn um grunnþætti íslenskrar stjórnskipunar voru ragnhildur Helgadóttir prófessor, gunnar Helgi Kristinsson prófessor og þorsteinn Pálsson frv. ráðherra og ritstjóri en Björg thorarensen prófessor stjórnaði málstofunni. f.v. gunnar, ragnhildur og Björg. fjölmiðlar - tjáningarfrelsi og ábyrgðarreglur rætt var um ný ákvæði um lýðræðis- legar grundvallarreglur og bann við hatursáróðri í fjölmiðlum í frum - varpi til laga um fjölmiðla. f.v. Páll þórhallsson skrifstofustjóri, Ólafur stephensen ritstjóri, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Hulda árnadóttir hdl., elfa Ýr gylfadóttir deildarstjóri og Karl axelsson hrl. en hann var fundarstjóri. kæmust að niðurstöðum í samræmi við eigið hyggjuvit í stað þess að halda sig við skýran lagatextann. lagalausung í stað lagahyggju kjarni málsins væri sá að allir lögfræð- ingar vissu að hvorki væri mögulegt né æskilegt að túlka lagaákvæði bókstaflega án tillits til samhengis þess. að sama skapi væri hvorki mögulegt né æskilegt að byggja upp starfhæft réttarkerfi þar sem lagabókstafurinn væri hundsaður og einungis dæmt eftir markmiðum, meginreglum og anda laganna. Spurn- ingin væri sú hvar áherslan skyldi liggja. Hversu mikla áherslu ætti að leggja á orðanna hljóðan og hversu mikla á hin margvíslegu önnur lögskýringarsjónarmið sem almennt væru viðurkennd í íslenskri lögfræði. Svarið við þeirri spurningu væri því miður ekki til. Það færi einfaldlega eftir aðstæðum hverju sinni hversu formalistísk lagatúlkun þyrfti að

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.