Lögmannablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 20
20 lÖgmaNNaBlaÐIÐ tBl 02/11 Á léttUM nÓtUM FÖStUDaGinn 20. MaÍ 2011 fór fram meistaramót LMFÍ í utanhússknattspyrnu. eins og glöggir lesendur Lögmanna- blaðsins átta sig sjálfsagt á voru einungis liðnir sjö mánuðir frá síðasta meistaramóti sem fram fór 22. október 2010. ekki er þó ætlunin að halda utanhússmótið svo oft á komandi árum heldur verður það framvegis haldið að vori og innanhússmótið að hausti. Þrátt fyrir norðan garra þetta vorið voru keppendur meistaramótsins svo heppnir að sól skein í heiði þennan eina dag þótt smávægilegar vindkviður inn á milli hafi ruglað hárgreiðsluna. að venju fór mótið fram á gervigras- velli Frammara í Safamýri. alls tóku 6 lið þátt í mótinu og var leikið í tveimur riðlum: Riðill 1 veritas og vinir Logos FC Mörkin / Lr Riðill 2 reynsla og léttleiki (r&L) S18 Opus / ergo Hver leikur var 2 x 12 mínútur og voru leikirnir dæmdir af dómurum frá kSÍ. Úrslit í riðlakeppninni urðu sem hér segir: Riðill 1 veritas og vinir – Logos FC 1-1 Mörkin / Lr – veritas og vinir 1-0 Logos FC – Mörkin / Lr 0-1 1. Mörkin / Lr 2-0 6 stig 2. Logos FC 1-2 1 stig* 3. veritas og vinir 1-2 1 stig* * Logos FC komst áfram eftir vítaspyrnukeppni. Riðill 2 r&L – S18 3-2 Opus / ergo – r&L 2-1 S18 – Opus / ergo 0-1 1. Opus / ergo 3-1 6 stig 2. r&L 4-4 3 stig 3. S18 2-4 0 stig Í undanúrslitum mættust því annars vegar lið Markarinnar / Lr og r&L og hins vegar lið Opus / ergo og Logos FC. Úrslit urðu eftirfarandi: Mörkin / Lr – L&r 2-2* Opus / ergo – Logos FC 2-0 *L&r bar sigur úr býtum eftir víta spyrnu- keppni. meistaramót lmfí 2011 í utanhússknattspyrnu mót vítaspyrnukeppninnar Vítaspyrnukeppni þurfti til að skera úr um meistarana þetta árið.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.