Lögmannablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 25
lÖgmaNNaBlaÐIÐ tBl 02/11 25 Aðsent efni kosningasigur flokksins árið 1946 varð auður því bæjarfulltrúi í reykjavík og sat hún sinn fyrsta fund í bæjarstjórn reykjavíkur 2. febrúar 1946. Frami auðar í borgar- og landsmála- pólitíkinni var engu líkur. auður var ekki einungis brauðryðjandi í stétt lögfræðinga heldur einnig í stjórnmálum. Hún var kjörin forseti bæjarstjórnar árið 1954, fyrst kvenna, og gegndi því starfi næstu 16 árin með einungis einu hléi, þ.e. þegar hún var borgarstjóri. auður gegndi embætti borgarstjóra fyrst kvenna frá 19. nóvember 1959 fram í októbermánuð 1960 en hún deildi embættinu með Geir Hallgrímssyni. Á sama tíma var auður kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eða árið 1959 og sat hún á alþingi fram til ársins 1974. við sviplegt andlát Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Þingvöllum árið 1970 tók auður sæti í ríkisstjórn sem ráðherra fyrst kvenna, það var 10. október 1970 eftir að Jóhann Hafstein myndaði nýja ríkisstjórn. auður var dómsmálaráðherra og gegndi því starfi fram yfir kosningar sumarið 1971. frumkvöðull og fyrirmynd við undirbúning málþingsins var ég þeirrar ánægju aðnjótandi að ræða við nokkrar konur sem voru samtíða auði og kynntust henni í starfi. Þær eru sammála um að auður hafi verið fyrirmynd að öllu leyti. Hún var vinnusöm, klár, dugleg og traust. Hún hreykti sér ekki af verkum sínum heldur lét verkin tala. Hún lét ekki pólitískar skoðanir þvælast fyrir sér í samstarfi og gat starfað með hverjum sem er, væri málefnið gott og þarft. Hún vann ötullega að réttindum kvenna, m.a. með hjá Mæðrastyrksnefnd, en auk þess sat hún í stjórn kvenréttindafélags Íslands í áratugi og var í sendinefnd Íslands til Sameinuðu þjóðanna á þeim tíma sem Yfirlýsing SÞ um afnám alls misréttis gagnvart konum varð til og kvennaáratugur SÞ leit dagsins ljós. auður kom jafnframt til leiðar mikilvægum lagasetningum er vörðuðu rétt kvenna. Má þar nefna ný hjúskaparlög sem urðu að lögum 1972 og jöfnuðu rétt kvenna til jafns við karla til eigna í hjúskap og hún beitti sér mjög fyrir lögum um launajöfnuð karla og kvenna. í lokin vert er að hafa í huga að LMFÍ var stofnað árið 1911, sem er einmitt fæðingarár auðar auðuns. Sem fyrr segir útskrifaðist auður fyrst kvenna úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1935 en það liðu 14 ár þar til næsta kona útskrifaðist úr lagadeildinni. Það var rannveig Þorsteinsdóttir. rannveig fékk málflutningsréttindi árið 1952 fyrst kvenna og var þ.a.l. fyrsta konan sem varð aðili að LMFÍ, rúmum 40 árum eftir stofnun þess. rannveig stofnaði eigin málflutningsskrifstofu í reykjavík 1949, fékk réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi 1952 og fyrir Hæstarétti 1959. Hún var kjörin heiðursfélagi LMFÍ 1979 og er eina konan í þeim hópi. Það er von undirritaðrar að konum í LMFÍ, bæði frumkvöðlum og fyrirmyndum sem og þeim sem nú eru í félaginu, verði gert hátt undir höfði á afmælisári félagsins. Heimild: Björg einarsdóttir: „auður auðuns“ andvari 2004, 11-76. Þyrí Halla Steingrímsdóttir hdl. auður auðuns frá vinstri: guðrún erlendsdóttir, guðrún sesselja arnardóttir, ragna árnadóttir, þóranna Jónsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og þyrí Halla steingrímsdóttir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.