Lögmannablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 14
14 lÖgmaNNaBlaÐIÐ tBl 02/11
UMfJöllUn
þaNN 10. maí sótti ása Ólafsdóttir hrl.
fund hjá stækkunar skrif stofu evrópu-
sambandsins, fyrir hönd stjórnar
lögmannafélags íslands. fundurinn er
hluti af óformlegu samráði við félaga-
samtök, í tengslum við stækkun esB
og var lögmannafélaginu boðið að
senda þangað fulltrúa sinn. ása fór
með ýmislegt í pokahorninu sem lög-
manna blaðinu lék forvitni á að vita
meira um.
„Í fyrsta lagi vakti ég athygli eSB á
að lögmenn hefðu vaxandi áhyggjur
af aðgengi almennings að dómstólum,
í öðru lagi að stöðu fangelsismála
á Íslandi, þriðja lagi leit lögreglu á
lögmannsstofum og fjórða og síðasta
lagi um stöðu dómara og dómstóla,“
sagði Ása.
Ef við byrjum á aðgengi almennings
að dómstólum, hvað hafðir þú við það
að athuga?
„Í fyrsta lagi hefur lögum um meðferð
einkamála verið breytt (nr. 7/2005) sem
skerða mjög möguleika einstaklinga
til þess að fá gjafsókn til höfðunar
einkamála. Með 9. gr. reglugerðar
nr. 45/2008 var gjafsóknarnefnd enn
fremur veitt heimild til þess að fastsetja
fjárhæð gjafsóknar í tilteknum málum og
dugar til að mynda almennt sú fjárhæð
sem ákvörðuð er af gjafsóknarnefnd í
forsjármálum skammt. Í öðru lagi benti
ég á að ekki er að finna neinar almennar
reglur um gjafsókn eða reglur um
endurgreiðslu kostnaðar þegar um er að
ræða ágreiningsmál á stjórnsýslustigi. Í
þriðja lagi voru dómsmálagjöld hækkuð
verulega með lögum nr. 130/2009, auk
þess sem tekin var upp ný aðferð við
útreikning gjaldanna en röksemd fyrir
hækkun gjaldanna var meðal annars
vaxandi kostnaður dómstóla auk þess
sem gjöldin áttu að fækka dómsmálum
þar sem hagsmunir voru ekki miklir.
að lokum benti ég á að tímagjald
verjenda í sakamálum var lækkað (rgl.
nr. 715/2009) auk þess sem dómstólar
hefðu ítrekað ákvarðað lægri þóknun
fyrir störf verjenda og réttargæslumanna
en krafa er gerð um, jafnvel þótt hún
hefði verið ítarlega rökstudd með
tímaskýrslum. Þetta gæti leitt til þess
að efnameiri einstaklingar fengju í
reynd betri lögfræðiaðstoð en þeir
efnaminni við meðferð sakamála. Öll
þessi atriði eru til þess fallin að grafa
undan réttarríkinu og okkur þótti rétt
að benda eSB á það.“
staða fangelsismála veldur
áhyggjum
Hvað með stöðu fangelsismála?
„Fangelsismálayfirvöld á Íslandi búa
ekki yfir nægu fangarými til þess að
afplánun geti hafist fljótlega í kjölfar
dóms. Haldinn er listi yfir þá einstaklinga
sem dæmdir hafa verið til refsivistar og
á hann er forgangsraðað. Þeir sem lenda
neðarlega á listanum þurfa að bíða,
svo dæmi sé tekið, allt upp í tvö ár
og í einhverjum tilvikum lengur. ekki
er útlit fyrir að úr þessu muni rætast
á komandi árum þegar mál í kjölfar
bankahrunsins flæða yfir. Ég benti
fulltrúum eSB einnig á að á Íslandi væru
ekki sérstök gæsluvarðhaldsfangelsi
og þeir einstaklingar sem úrskurðaðir
væru í gæsluvarðhald því oftast vistaðir
í almennum fangelsum. Dæmi væru um
að einstaklingar í gæsluvarðhaldi hefðu
verið vistaðir í fangaklefum lögreglu allt
upp í tólf daga þótt slíkt sé í reynd ekki
heimilt að lögum. Þessi atriði geta grafið
undan réttarríkinu og eru mikilvæg bæði
fyrir þann einstakling sem á hlut að máli
og fyrir samfélagið í heild.“
Nú hafa stjórnvöld viðurkennt þennan
vanda, ekki rétt?
„Jú, það hafa þau gert og innanríkis-
ráðherra tilkynnti nýlega áform ráðu-
neytisins um að byggja nýtt fangelsi. Það
mun hins vegar taka langan tíma. auk
þess hefur ráðherra einnig mælt fyrir
nýju frumvarpi þar sem lagðar eru til
rýmkaðar heimildir til samfélagsþjónustu
og teknir upp möguleikar á rafrænu
eftirliti. Bæði skrefin eru mikilvæg en
mun ekki leysa þetta mál eins skjótt
og þarf.“
Hugmyndir um hlutverk lög-
manna í réttarríkinu
„Á fundinum lýsti ég einnig áhyggjum
Lögmannafélags Íslands á því að færst
hefur í aukana að heimiluð sé leit á
skrifstofum lögmanna í tengslum við
rannsókn sakamála. einkum og sér í
Höfum við efni á að veita afslátt af
grundvallarreglum?