Lögmannablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 19
lÖgmaNNaBlaÐIÐ tBl 02/11 19 UMfJöllUn þrOtaBú í VarÐVeIslu þJÓÐsKJalasafNs Samkvæmt lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti á að skila þrotabúum til Þjóðskjalasafns Íslands, en miðað er við að skjölin séu afhent þegar skiptum er lokið. Sérstakar reglur gilda um frágang, skráningu og afhendingu þrotabúa og má nálgast þær á vef Þjóðskjalasafns. Í drögum að nýjum lögum um Þjóðskjalasafn sem nú liggja hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að skiptastjóri taki frá fjármuni til að sjá um frágang þrotabúa og varðveislu í sjö ár. ásamt öðrum skjölum óopinberra aðila sem ekki hafa skilaskyldu til safnsins. Öruggari geymslustað fyrir skjalasöfn er vart hægt að finna sem óviðkomandi hafa ekki aðgang að. Úr skjölunum er afgreitt samkvæmt afhendingarsamningi og skjöl sem varða viðkvæm mál einstaklinga eru lokuð. Þá geta fyrrum skjólstæðingar fengið afrit af gögnum ef þeir þurfa og afkomendur lögmanns eru lausir allra mála. ekki má gleyma því að skjalasöfn lögmanna eru heimild um starfsemi þeirra á hverjum tíma og segja sögu lögmannsins og jafnvel lögmannsstarfsins í gegnum tíðina. Eyrún Ingadóttir útskrift hdl. þaNN 13. maí s.l. útskrifuðust 33 lögmannsefni af námskeiði til öflunar réttinda til að vera héraðsdómslögmaður, en af þessum fjölda voru 16 konur og 17 karlar. til fróðleiks má geta þess að alls hafa nú 563 lögfræðingar lokið námskeiði til öflunar réttinda til að vera héraðsdómslögmaður á þeim tólf árum sem þessi námskeið hafa verið við líði. af þessum fjölda þátttakenda eru 327 karlar (58,1%) og 236 konur (41,9%). sigrún guðmundsdóttir, einn prófnefndarmanna, óskar Inga frey ágústssyni til hamingju.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.