Lögmannablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 15
lÖgmaNNaBlaÐIÐ tBl 02/11 15 lagi þar sem umfang rannsóknaraðgerða (leitanna) hefur í einhverjum tilvikum verið meira og ómarkvissara en nauðsyn krefur að mati félagsins. Þetta atriði varðar beint hugmyndir okkar um réttarríki og hlutverk lög- manna í því. Það eru því í reynd tvö atriði sem hér þarf að taka tillit til. Fyrra atriðið er nauðsyn þess að upplýsa um refsiverða háttsemi og hið síðara er hlutverk lögmanna í réttarríkinu; til þess að lögmenn geti rækt skyldu sína gagnvart skjólstæðingum verður að ríkja trúnaður á milli þeirra. Þetta er mikilvæg grundvallarregla. ef brotið er gegn þessari trúnaðarskyldu, og skjólstæðingar lögmanna geta ekki lengur treyst á að yfirvöld virði þagnarskyldu lögmanna, getur það haft afdrifaríkar afleiðingar til að mynda á möguleikann á að fá réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Á þetta hefur verið bent af Lögmannafélaginu og að ef nauðsyn er að gera slíka leit þurfi hún að vera afmörkuð en ekki almenn. auk þess er alger nauðsyn að hlutlaus aðili sé viðstaddur slíka leit sem geti metið hvort skjöl, sem óskað er haldlagningar á, varði það tilefni sem til rannsóknar er hverju sinni.“ áhyggjur af dómskerfinu Í lokin ræddir þú stöðu dómara og dómstóla á Íslandi. Hverjar eru áhyggjur Lögmannafélagsins varðandi þennan málaflokk? „Ég reifaði áhyggjur Lögmannafélagsins almennt af stöðu dómara og dómstóla hér á landi. Í fyrsta lagi hefur lögum verið breytt og dómurum verið fjölgað vegna aukins álags á dómstóla, nú síðast með lögum nr. 12/2011. nú eru tólf dómarar skipaðir við Hæstarétt Íslands og hafa þeir aldrei verið fleiri. Jafnvel þótt auknu álagi sé mætt að hluta til með skipun fleiri dómara hefur því ekki verið fylgt úr hlaði með nægilegri fjárveitingu. auk þess skapar aukið vinnuálag hættu á að mistök eigi sér stað og að mál safnist upp. Þá veldur fjölgun dómara áhyggjum og á það hefur verið bent í opinberri umræðu, m.a. af dómara Hæstaréttar, að til þess geti komið að Hæstaréttur dæmi á mismunandi hátt um svipað sakarefni. Þetta gefur tilefni til þess að hafa áhyggjur af stöðu dómstóla og réttarríkisins almennt, hlutverki Hæstaréttar Íslands sem áfrýjunardómstóls og hvort langvarandi álag á dómstólana geti haft áhrif á störf þeirra þegar fram í sækir. Ég benti enn fremur á að á sama tíma og álag á dómara hefur aukist hafi laun þeirra verið lækkuð. Í því ljósi má velta því fyrir sér hvort það muni hafa áhrif á umsóknir um embætti við dómstólana þegar skipað verður í nýjar stöður dómara. Svo fór ég yfir nýlega breytingar sem gerðar hafa verið á reglum um skipun dómara, með lögum nr. 45/2010. Frá þeim tíma sem lögin tóku gildi hefur ráðherra skipað dómara í þrjú skipti og í öllum tilvikum hefur hann farið að áliti dómnefndar. Þó er rétt að benda á að þessar nýju reglur gilda eingöngu um skipun dómara við héraðsdóm og Hæstarétt Íslands en ekki dómara Íslands á alþjóðavettvangi, svo sem íslenska dómarann í eFta og við mannréttindadómstólinn. Ofangreind atriði skipta okkur öll máli, en þau kosta auðvitað líka sitt. Á niðurskurðartímum verðum við samt sem áður að velta því fyrir okkur hvort það sé yfirleitt hægt sé að veita afslátt frá þessum grunnsjónarmiðum. Með öðrum orðum hvort við höfum efni á því sem samfélag. Það voru í hnotskurn þau skilaboð sem ég vildi koma á framfæri fyrir hönd lögmanna.“ UMGJöllUn ása Ólafsdóttir.

x

Lögmannablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2689
Tungumál:
Árgangar:
30
Fjöldi tölublaða/hefta:
116
Skráðar greinar:
699
Gefið út:
1995-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Lögmannablaðið inniheldur greinar um lagaleg málefni, fréttir og tilkynningar frá Lögmannafélagi Íslands og er sent til allra félagsmanna. Útgáfudagar blaðsins eru í mars, júní, október og desember

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2011)
https://timarit.is/issue/384295

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2011)

Aðgerðir: