Hagskýrslur um skólamál - 01.01.1967, Page 7

Hagskýrslur um skólamál - 01.01.1967, Page 7
FORMiLI . Preface. Hagstofan gaf á sínum tíma át skýrslur um bamafncðslu árin 1909-14, 1914-15 og 1916-20 (hagskýrsluhefti nr. 16, 30 og 34). Slðan hafa ekki komið skýrslur frá henni um þessi efni fyrr en nú, að birtar eru í þessu hefti yfirlitstöflur um barnafræðslu frá hausti 1920 og fram að skdlaári 1966/67. Efniviður í barnafræðsluskýrslur 1920-66 er að meginhluta til fenginn úr árlegum skýrslum bamaskdla til fræðslumálastjdra á þar til gerðum eyðublöðum. Töflur fyrir árin 1920-30 voru gerðar á sínum tíma á Fiæðslumálaskrifstofunni, og þær voru siðar fullunnar á Hagstofunni. Frá ogmeð skólaárinu 1950/31 hefur Fræðslumálaskrifstofan fært niðurstöður árlegra skýrslna bamaskóla inn í þar til gerðar bækur, og hafa birtingartöflur verið samdar eftir þeim á Hagstofimni. Tafla 20, um rekstrarkostnað bamaskóla 1956-65, er byggð á gögnum, sem f jármála- eftirlitsmaður skóla lét Hagstofunni í tá. I spamarskyni og vegna ýmissa annmarka á að koma út prentuðum ritum, hefur verið ákveðið að stofna til nýs útgáfuflokks ("aukaflokks") Hagskýrslna Islands, sem í eru fjöl- rituð rit £ lcvartbroti. Rit í þessum nýja útgáfuflokki eru vélrituð á Hagstofunni, ýmist beint á prentspjöld ("master") til fjölritunar, eða á pappírsörk, ef smækka þarf síðu nið- ur 1 hið fastákveðna brot. Fer sú sinækkun fram um leið og síðan er færð á prentspjald til fjölritunar. - Fjölritun, hefting o.fl. er hins vegar unnið á fjölritunarstofu. Rit í aukaflokki Hagskýrslna verða ekki frábrugðin ritum í aðalflokki að öðru leyti en því, að þau em fjölrituð og í öðm broti. Uppsetning efnis og önnur tilhögun verður sem nasst því, sem er í ritum í aðalflokknum. Rit, sem gefin hafa verið út í Hagskýrslum Islands á undanfömum árum, halda áfram að koma út í því formi. I nýja útgáfuflokknum verða því aðallega rit um efni, sem hefur ekki verið fjallað um áður í hagskýrsluhefti. Þetta hefti er fyrsta ritið í hinum nýja útgáfuflokki Hag3kýrslna Tslands. Upplag er 1300 eintök og verð hvers heftis kr. 60,00. Hagstofa Islands, í ágdst 1967 Klemens Tryggvason

x

Hagskýrslur um skólamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um skólamál
https://timarit.is/publication/1133

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.