Hagskýrslur um skólamál - 01.01.1967, Side 34
32
er tala nemenda á kennara að meðaltali yfirleitt 25-30 í kaupstöðum, en I hreppum er hán mun
lœgri, og lægst er hiín 9,7 nemendur skálaárið 1965/66 í farskdlum. Hver fastráðinn kennari
hefi-ir að sjálfsögðu nokkru fleiri nemendur en þessar tölur sýna.
I töflum 13-18 er tilgreindur kennslustundafjöldi hvers fastráðins kennara að meöaltali
á hverri viku kennslutímans. Samkvæmt frrsðslulögunum skal hver kennari með fulla kennslu-
skyldu kenna að jafnaði 36 kennslustundir á viku, en á því skólaári, sern kennari verður 55
ára, má fækka skyldustundum hans um 6 á viku, og um aðrar 6, er hann verður sextugur. fótt
margir fastir kennarar taki að sér að kenna fleiri stundir en þeim er skylt, er vikumeðal-
tal stundafjölda fastra kennara töluvert undir 36 stundum, eins og fram kemur í töflunum.
15. Kostnaður við bamafiæðslu 1956-65.
I töflu 20 er yfirlit um rekstrarkostnað opinberra bamaskóla hvert áranna 1956-65, og
þar kemur einnig fram skipting hans á ríkissjóð og sveitarfélög. Upplýsingar þessar eru frá
fjárraálaeftirlitsmanni skóla. Hliðstætt yfirlit fyrir 1948-55 liggur ékki fyrir, en í töflu
6 eru hins vegar upplýsingar um kostnað bamafræðslu 1920-48. Sundurliðun átgjalda er þar
talsvert meiri en í töflu 20. Að öðru leyti eru upplýsingar í þessum 2 töflum aðallega frá-
brugðnar í tvennu: Miðað er við almanaksár í töflu 20, en við skólaár í töflu 6. Og í töflu
20 eru talin öll kennaralaun, en í töflu 6 er sá hluti kennaralauna, er ríkissjóður greiddi,
ekki meðtalinn. Þetta kemur einnig fram í því, að framlag ríkissjóðs er hlutfallslega miklu
stærri hluti í töflu 20 en í töflu 6. I hvorugri töflunni er talinn nokkur byggingakostnað-
ur skóla eða nokkur annar kostnaður, sem eignfærður er sveitarfélögum. Afskriftir eru ekki
heldur reiknaðar.
I liðnum "annar kostnaður" eru m.a. innifaldar greiðslur fyrir heiraavinnu kennara,
vinnu í kaffitlma o.þ.h., kostnaður við heilbrigðiseftirlit, þar með tannlæknaþjónusta,
o.fl.