Fréttablaðið - 15.12.2014, Síða 10

Fréttablaðið - 15.12.2014, Síða 10
15. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 www.volkswagen.is Volkswagen atvinnubílar Einstakt tækifæri Nú í desember gefst einstakt tækifæri til að kaupa sýningar- og reynsluakstursbíla hjá VW atvinnubílum á góðum kjörum. Kynntu þér málið hjá sölufulltrúum okkar á Laugavegi 174. Atvinnubílar Til afgreiðslu strax Takmarkað magn Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Ljós og hiti Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ SHA-207 Vinnuljóskastari á telescope fæti 400W ECO pera 5.690 SHA-218-28E Vinnuljóskastari ECO perur 2x400W tvöfaldur á fæti 6.890 SHA-0203 Vinnuljóskastari m handf 400W ECO pera 1,8m snúra 3.490 T38 Vinnuljós 5.290 Rafmagnshita- blásari 3Kw 1 fasa 8.990 SHA-8083 3x36W Halogen16.990 SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár. 1,8 m snúra 6.990 Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu um til dæmis hæ nu, geit, brunn, matjurtagarð, menntun eð a aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis. GEFÐU GJÖF SEM GEFUR www.gjofsemgefur.is P IP A R \T B W A • S ÍA PERÚ Loftslagsráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Líma, höfuðborg Perú, lauk í gær. Lok ráðstefnunn- ar drógust um tvo daga þar sem fulltrúum þjóðanna á fundinum gekk illa að komast að samkomu- lagi um hvernig takast eigi á við loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Í kjölfar samkomulagsins þurfa ríki heimsins að leggja fram áætl- anir fyrir apríl á næsta ári um hvernig þau ætli sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innan lands. Þau plön munu leggja grunninn að nýjum loftslagssamn- ingi Sameinuðu þjóðanna sem undir rita á í París að ári. Samningurinn sem undirrita á að ári markar tímamót að því leyti að í fyrsta sinn í sögunni verða allar þjóðir skikkaðar til að draga úr útblæstri. Það er töluverð breyting frá Kyoto-bókuninni, sem undirrit- uð var árið 1997, en hún einblíndi aðeins á fjáð ríki. Bandaríkin eiga til að mynda enn eftir að undir- rita bókunina en aðeins Kína losar meira af gróðurhúsalofttegundum en Bandaríkin. „Þrátt fyrir þessa lendingu er enn langur vegur eftir í nýjan samning að ári,“ segir Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakk- lands. Fundurinn í Líma lengdist Samkomulagi náð á framlengdum fundi Fulltrúar 194 þjóða funduðu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Líma í Perú. Illa gekk að komast að niðurstöðu og dróst fundarhald um tvo daga. Fundar- menn segjast sáttir en umhverfisverndarsinnar telja ekki nógu langt gengið. FUNDARMENN 194 þjóðir tóku þátt í Líma. Hér sést fólk lesa yfir plagg það er síðar var samþykkt. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP um tvo daga þar sem óralangt var á milli sjónarmiða ríkra og fátækra þjóða. Upphafleg markmið þóttu of íþyngjandi fyrir smærri þjóðir. „Við erum sátt. Við fengum það sem við vildum,“ segir Prakash Javedekar, umhverfisráðherra Ind- lands. Hann segir að enn séu ríkar skyldur á herðum ríkra þjóða að fara fyrir í baráttunni gegn lofts- lagsbreytingum. Ábyrgðin á hnatt- rænni hlýnun sé þeirra og það eigi að koma í þeirra hlut að laga skað- ann sem þær ollu. „Þetta er ágætis veganesti fyrir fundinn í París,“ segir Miguel Arias Canete, loftslags- og orku- málastjóri Evrópusambandsins. Vonast sé til að næstu skref muni minnka öfgar í veðri og hægja á hækkun sjávaryfirborðs. Umhverfisverndarsamtök segja ekki nógu langt gengið og frekari breytinga þörf sé ef ekki á að fara illa. Tillagan sem lagt var upp með í upphafi hafi verið veik og orðið veikari eftir því sem á leið. Fjölmargir aðgerðasinnar lögðu leið sína til Perú til að þrýsta á fundarmenn að bregðast við. Þeirra á meðal var hópur frá Greenpeace sem kom fyrir skilaboðum á Nazca- línunum. Línurnar eru um 1.500 ára gamlar og á heimsminjaskrá UNESCO. Málið vakti töluverða reiði og báðust meðlimirnir loks afsökunar á athæfinu. johannoli@frettabladid.is VEÐUR Djúp lægð gekk yfir Norð- ur- og Austurland í gær. Þar sem veðrið var verst náði vindhraði fellibylsstyrk og ofankoma var töluverð. Veðurofsinn var mestur í Ham- arsfirði en þar mældust vindhviður upp á 67 m/sek. áður en sjálfvirkur veðurmælir gaf sig. Meðalvindhraði í firðinum var tæpir 40 m/sek. Björgunarsveitarmenn víða um land þurftu að fara í útköll sökum veðursins. Aka þurfti með barns- hafandi konu frá Dalvík inn á Akureyri. Einnig þurfti að aðstoða ökumenn á Steingrímsfjarðar- heiði, í Námaskarði, Víkurskarði og Mikladal og við Reynisfjall svo einhverjir staðir séu nefndir. Á Akureyri gekk illa að ryðja götur og sáu björgunarsveitarbílar því um að koma heilbrigðisstarfs- fólki í og úr vinnu. Sömu sögu er að segja frá Egilsstöðum og á Reyðar- firði var starfsfólk ferjað í álverið. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var enn kolófært á þessum slóðum og mokstur hvergi hafinn. - jóe Vegir eru enn ófærir eftir að ofsaveður gekk yfir Norður- og Austurland í gær: Veðurmælir gaf sig vegna vinds AKUREYRI Ófært er norðan- og austan- lands. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.