Fréttablaðið - 15.12.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.12.2014, Blaðsíða 10
15. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 www.volkswagen.is Volkswagen atvinnubílar Einstakt tækifæri Nú í desember gefst einstakt tækifæri til að kaupa sýningar- og reynsluakstursbíla hjá VW atvinnubílum á góðum kjörum. Kynntu þér málið hjá sölufulltrúum okkar á Laugavegi 174. Atvinnubílar Til afgreiðslu strax Takmarkað magn Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Ljós og hiti Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ SHA-207 Vinnuljóskastari á telescope fæti 400W ECO pera 5.690 SHA-218-28E Vinnuljóskastari ECO perur 2x400W tvöfaldur á fæti 6.890 SHA-0203 Vinnuljóskastari m handf 400W ECO pera 1,8m snúra 3.490 T38 Vinnuljós 5.290 Rafmagnshita- blásari 3Kw 1 fasa 8.990 SHA-8083 3x36W Halogen16.990 SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár. 1,8 m snúra 6.990 Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu um til dæmis hæ nu, geit, brunn, matjurtagarð, menntun eð a aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis. GEFÐU GJÖF SEM GEFUR www.gjofsemgefur.is P IP A R \T B W A • S ÍA PERÚ Loftslagsráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Líma, höfuðborg Perú, lauk í gær. Lok ráðstefnunn- ar drógust um tvo daga þar sem fulltrúum þjóðanna á fundinum gekk illa að komast að samkomu- lagi um hvernig takast eigi á við loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Í kjölfar samkomulagsins þurfa ríki heimsins að leggja fram áætl- anir fyrir apríl á næsta ári um hvernig þau ætli sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innan lands. Þau plön munu leggja grunninn að nýjum loftslagssamn- ingi Sameinuðu þjóðanna sem undir rita á í París að ári. Samningurinn sem undirrita á að ári markar tímamót að því leyti að í fyrsta sinn í sögunni verða allar þjóðir skikkaðar til að draga úr útblæstri. Það er töluverð breyting frá Kyoto-bókuninni, sem undirrit- uð var árið 1997, en hún einblíndi aðeins á fjáð ríki. Bandaríkin eiga til að mynda enn eftir að undir- rita bókunina en aðeins Kína losar meira af gróðurhúsalofttegundum en Bandaríkin. „Þrátt fyrir þessa lendingu er enn langur vegur eftir í nýjan samning að ári,“ segir Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakk- lands. Fundurinn í Líma lengdist Samkomulagi náð á framlengdum fundi Fulltrúar 194 þjóða funduðu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Líma í Perú. Illa gekk að komast að niðurstöðu og dróst fundarhald um tvo daga. Fundar- menn segjast sáttir en umhverfisverndarsinnar telja ekki nógu langt gengið. FUNDARMENN 194 þjóðir tóku þátt í Líma. Hér sést fólk lesa yfir plagg það er síðar var samþykkt. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP um tvo daga þar sem óralangt var á milli sjónarmiða ríkra og fátækra þjóða. Upphafleg markmið þóttu of íþyngjandi fyrir smærri þjóðir. „Við erum sátt. Við fengum það sem við vildum,“ segir Prakash Javedekar, umhverfisráðherra Ind- lands. Hann segir að enn séu ríkar skyldur á herðum ríkra þjóða að fara fyrir í baráttunni gegn lofts- lagsbreytingum. Ábyrgðin á hnatt- rænni hlýnun sé þeirra og það eigi að koma í þeirra hlut að laga skað- ann sem þær ollu. „Þetta er ágætis veganesti fyrir fundinn í París,“ segir Miguel Arias Canete, loftslags- og orku- málastjóri Evrópusambandsins. Vonast sé til að næstu skref muni minnka öfgar í veðri og hægja á hækkun sjávaryfirborðs. Umhverfisverndarsamtök segja ekki nógu langt gengið og frekari breytinga þörf sé ef ekki á að fara illa. Tillagan sem lagt var upp með í upphafi hafi verið veik og orðið veikari eftir því sem á leið. Fjölmargir aðgerðasinnar lögðu leið sína til Perú til að þrýsta á fundarmenn að bregðast við. Þeirra á meðal var hópur frá Greenpeace sem kom fyrir skilaboðum á Nazca- línunum. Línurnar eru um 1.500 ára gamlar og á heimsminjaskrá UNESCO. Málið vakti töluverða reiði og báðust meðlimirnir loks afsökunar á athæfinu. johannoli@frettabladid.is VEÐUR Djúp lægð gekk yfir Norð- ur- og Austurland í gær. Þar sem veðrið var verst náði vindhraði fellibylsstyrk og ofankoma var töluverð. Veðurofsinn var mestur í Ham- arsfirði en þar mældust vindhviður upp á 67 m/sek. áður en sjálfvirkur veðurmælir gaf sig. Meðalvindhraði í firðinum var tæpir 40 m/sek. Björgunarsveitarmenn víða um land þurftu að fara í útköll sökum veðursins. Aka þurfti með barns- hafandi konu frá Dalvík inn á Akureyri. Einnig þurfti að aðstoða ökumenn á Steingrímsfjarðar- heiði, í Námaskarði, Víkurskarði og Mikladal og við Reynisfjall svo einhverjir staðir séu nefndir. Á Akureyri gekk illa að ryðja götur og sáu björgunarsveitarbílar því um að koma heilbrigðisstarfs- fólki í og úr vinnu. Sömu sögu er að segja frá Egilsstöðum og á Reyðar- firði var starfsfólk ferjað í álverið. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var enn kolófært á þessum slóðum og mokstur hvergi hafinn. - jóe Vegir eru enn ófærir eftir að ofsaveður gekk yfir Norður- og Austurland í gær: Veðurmælir gaf sig vegna vinds AKUREYRI Ófært er norðan- og austan- lands. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.