Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2014, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 17.12.2014, Qupperneq 4
17. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 REYKJAVÍKURBORG Skrifstofa eigna og atvinnu þróunar Reykjavíkur hefur fengið heim- ild borgarráðs til að semja við Faxaflóahafnir um kaup á 20 hekturum lands í Gufunesi. Fyrir vari er um endanlegt kaupverð. Viðræður hafa verið um kaup- in á landinu sem skiptist á þrjár lóðir, meðal annars lóð Áburðar- verksmiðjunnar. Borgin á öll hús á landinu. Lóðamat landsins er 211 milljónir króna. „Kaupin eru liður í áformum Reykjavíkurborgar að breyta landnotkun á svæðinu í sam- ræmi við núgildandi aðalskipu- lag,“ segir í greinar gerð til borgarráðs. - gar Ræða við Faxaflóahafnir: Borgin eignast Gufuneslandið GUFUNES Breyta á notkun landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJÖLMIÐLAR Stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, hefur ráðið Harald Johannes- sen, ritstjóra blaðsins, í starf framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins frá næstu áramótum. Haraldur gegnir áfram starfi ritstjóra samhliða fram- kvæmdastjórastarfinu, sam- kvæmt mbl.is. Óskar Magnús- son, útgefandi blaðsins, hættir um áramótin og staða útgefanda verður lögð niður. - hg Breytingar á Morgunblaðinu: Ritstjóri stýrir rekstri blaðsins AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá VINDASAMT Í dag má víða búast við strekkingi eða allhvössum vindi en hvasst verður um tíma syðst. Úrkomulítið NA-til en annars snjókoma eða éljagangur og rigning allra syðst. Á morgun lægir en áfram verður strekkingur á Vestfjörðum. -1° 7 m/s 0° 15 m/s 0° 12 m/s 4° 18 m/s 10-15 m/s NV-til, annars víða hæg breytileg átt. 13-18 m/s á Vest- fj örðum og syðst, annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 10° 21° -1° 12° 13° 2° 8° 5° 5° 21° 13° 16° 16° 15° 9° 6° 5° 8° -1° 11 m/s 3° 15 m/s 0° 8 m/s 0° 7 m/s 1° 11 m/s 0° 10 m/s -6° 9 m/s 1° 0° -2° -2° -1° -3° -2° -1° -3° -1° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FÖSTUDAGUR Á MORGUN ALÞINGI Þingmenn stjórnarand- stöðunnar gagnrýndu stjórnar- meirihlutann harðlega í gær fyrir hugmyndir um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Stofnunin var ekki á fjárlögum þegar drögin voru kynnt og var reyndar ekki bætt inn fyrr en við þriðju umræðu um fjár- lagafrumvarpið. Samkvæmt frumvarpi sem er í smíðum í fjármálaráðuneytinu stendur til að fella Bankasýsluna undir fjármála- og efnahagsráðu- neytið. Oddný G. Harðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, segir þetta óásættanlegt fyrirkomulag, þegar til stendur að selja eignarhluti ríkisins á næsta ári. „Slík ráðstöf- un er auk þess ekki til þess fallin að auka traust og trúverðugleika hvað varðar meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum með nein- um hætti. Auk þess hefur engum starfsmanni Bankasýslunnar verið sagt upp og því óvíst hvaðan eigi að greiða laun starfsmannanna á árinu 2015,“ sagði Oddný. Hún gagnrýndi það sem hún kallaði „lausatök um meðferð eignarhluta ríkisins í fjár- málafyrirtækjum“. Oddný sagði að síðdegis í fyrrakvöld hefði minni- hlutinn beðið um fund vegna mál- efna Bankasýslunnar og þurft að ganga svolítið eftir þeim fundi þegar allt útlit var fyrir að það ætti að fella stofnunina inn í fjármála- og efnahagsráðuneytið án þess að það væri til lagaumgjörð um það. „Nú liggur hér fyrir breytingar- tillaga þar sem gert er ráð fyrir að Bankasýslan starfi í að minnsta kosti hálft ár,“ sagði Oddný. Hún vildi vita hvað hefði gerst á fundi fjárlaganefndar síðdegis í fyrra- kvöld sem varð til þess að ákveðið var að leggja áfram pening í Banka- sýsluna og halda áfram með hana. Bryndís Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók undir með Oddnýju. Hún gagnrýndi að ekki hefði verið gert ráð fyrir framlagi til Bankasýslunnar á fjárlögum og sagði vinnubrögðin ekki til eftir- breytni. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár laganefndar, sagði það alveg skýrt hvað hefði breytt afstöðu meiri- hlutans í málinu. Það hefði komið fram í máli fulltrúa fjármálaráðu- neytisins. „Það var ekki komið fyrir þingið það frumvarp sem verið var að vonast eftir um niðurlagningu Bankasýslunnar. Eða það frumvarp sem breytir raunverulega hlutverki Bankasýslunnar,“ sagði Vigdís. Til að hafa breytingarnar á Bankasýslunni réttar samkvæmt lögum hefði verið lögð fram tillaga um að farið yrði í vinnu við frum- vörp um breytingar á Bankasýsl- unni, en stofnunin framlengd til 1. júní á meðan verið væri að koma þeim frumvörpum í gegnum þingið sem þyrfti. jonhakon@frettabladid.is Bankasýsla ríkisins starfar áfram í hálft ár til viðbótar Stjórnarliðar voru harðlega gagnrýndir í gær fyrir því hvernig staðið hefur verið að málefnum Bankasýsl unnar. Verkefni hennar munu færast inn í fjármálaráðuneytið á miðju næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Bankasýsla ríkisins var stofnuð með lögum árið 2009, eftir að íslenska ríkið hafði eignast hluti í stóru viðskiptabönkunum þremur og nokkrum sparisjóðum. Bankasýslan heldur utan um hluti ríkisins í Landsbankanum, Arion og Íslands- banka. Að auki fer stofnunin með hlut ríkisins í Sparisjóði Bolungar- víkur, Sparisjóði Norðurlands, Spari- sjóði Vestmannaeyja og Sparisjóði Norðfjarðar. Ljóst er að eignir Bankasýslunnar munu minnka innan fárra ára. Til stendur að selja hlut ríkisins í Landsbankanum og að auki hefur verið rætt um sölu á hlutum í Arion og Íslandsbanka. HVAÐ ER BANKASÝSLA RÍKISINS? Á ALÞINGI Oddný G. Harðardóttir gagnrýndi meiri- hlutann harðlega í gær vegna mál- efna Bankasýsl- unnar. 88.060.000 kíló var heildarafli íslenskra fiskiskipa í nóvember. Aflinn nú er 7,6 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra sem var þá 81.850 tonn. FJÖLMIÐLAR Magnús Geir Þórðar- son útvarpsstjóri segir það mat bæði stjórnar og framkvæmda- stjórnar RÚV að 3.680 milljónir króna sem RÚV fær frá ríkissjóði á næsta ári dugi ekki fyrir stofn- unina til að rækja lögbundið hlut- verk sitt. Framlagið muni ekki duga nema fallið verði frá lækkun útvarpsgjalds og að útvarps- gjaldið renni óskert til hennar en að teknu tilliti til verðlags- breytinga er framlag ríkisins að hækka um 209 milljónir króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. „Að sjálfsögðu er eðlilegt að allar stofnanir gæti fyllstu hag- kvæmni en eins og þjóðin hefur fylgst með á síðustu árum þá hefur gríðarlega mikið verið hag- rætt í starfsemi Ríkis útvarps- ins,“ sagði Magnús, spurður hvort RÚV þurfi ekki bara að sníða sér stakk eftir vexti. Magnús upplýsti jafnframt að tilboð hefði borist í útvarpshúsið, sem hefur verið verðlagt á fimm milljarða króna. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það en við höfum fengið fjölmargar fyrir- spurnir og óskir um viðræður. Líka tilboð, ákveðin tilboð, en við höfum svarað þeim öllum á sama veg. Að það sé ekki tíma- bært enda þegar að því kemur þá verður það gert í opnu ferli þar sem allir hafa jafnan aðgang að því að gera tilboð.“ - þþ/gb Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir 3.680 milljóna króna framlög ríkisins ekki nógu há: Dugi ekki til lögbundinna verkefna RÚV MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON Útvarps- stjóri ekki sáttur við afgreiðslu stjórn- valda á framlögum til stofnunarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það var ekki komið fyrir þingið það frumvarp sem verið var að vonast eftir um niðurlagningu Bankasýsl- unnar. Eða það frumvarp sem breytir raunverulega hlutverki Bankasýslunnar. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.