Fréttablaðið - 17.12.2014, Side 8

Fréttablaðið - 17.12.2014, Side 8
17. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 7 21 14 1 2/ 14 Hraunbær 123 | s. 550 9800 | skatar.is Gæðajólatré - sem endist ár eftir ár! Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Einföld samsetning. Fæst einnig í Hagkaupi Smáralind, Skeifunni og Garðabæ. • Ekkert barr að ryksuga • Ekki ofnæmisvaldandi • 12 stærðir (60-500 cm) • Íslenskar leiðbeiningar • Eldtraust • Engin vökvun • 10 ára ábyrgð • Stálfótur fylgir Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Laugardagar kl. 11-18 Sunnudagar kl. 12-18 Falleg jólatré SAMGÖNGUMÁL Vinna við kaup og smíði nýs Herjólfs á að hefjast í upp- hafi næsta árs samkvæmt nefndar- áliti meirihluta fjárlaganefndar. Unnið verður að fjármögnun sam- hliða undirbúningi útboðs. Fyrir- hugað er að bjóða út verkið á fyrri hluta ársins 2015. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vest- mannaeyjabæjar, segir nú vera að rofa til eftir um sex ára baráttu Vestmannaeyinga við að fá betri tengingu við fastalandið. „Frá 2008, þegar áformum um smíði nýs Herjólfs var slegið á frest, höfum við barist fyrir að fá nýja ferju inn á áætlun. Við höfum haft ákveðnar áhyggjur af þessu verkefni, eyjaskeggjar. Áformað er að smíða nýtt skip með minni flutn- ingsgetu í hverri ferð. En með því að fara fleiri ferðir mun flutningsgeta bæði á fólki og bifreiðum aukast um 70 prósent,“ segir Elliði. Nokkur vandræði hafa fylgt Landeyjahöfn síðustu ár og hefur oft og tíðum verið ófært inn í höfnina af ýmsum sökum. Hefur Herjólfur því oft þurft að sigla til Þorlákshafnar með tilheyrandi tímatapi. Ný ferja á að geta átt auðveldar um vik með að sigla til Landeyja- hafnar og því verður mikill tíma- sparnaður af nýrri ferju. Elliði segir hægt að sigla fleiri ferðir vegna þess að rekstrar- kostnaður við nýja ferju sé mun lægri en við núverandi skip. „Við fögnum því auðvitað vel og innilega að nú sé málið komið á einhvern rekspöl. Ástandið í sam- göngumálum við Vestmanna eyjar er a lgjörlega ótækt og illa farið með tæki- færin sem fyrir eru hér í Eyjum. Einnig bendir allt til þess að nýja ferjan sem verður smíðuð spari um 400 milljónir á ári í rekstrarkostnað, samanborið við gamla Herjólf,“ segir Elliði. Guðlaugur Þór Þórðarson, vara- formaður fjárlaganefndar, segir samgöngur til og frá Eyjum skipta bæði heimamenn og atvinnulífið miklu máli. „Þessi texti er kominn til af ástæðu og skiptir miklu máli að ríkis stjórnin vinni að þessu mark- miði. Auðvitað á eftir að sjá hvað kemur úr útboði en samgöngur milli lands og Eyja verða að vera í lagi. Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðar lega í Eyjum og með réttu má tala um byltingu á svæðinu. Að því sögðu, og í samhengi við að við vilj- um dreifa ferðamönnum sem mest um landið, þá verða samgöngurnar að vera í lagi,“ segir Guðlaugur Þór. sveinn@frettabladid.is Nýr Herjólfur í útboð Smíði og útboð nýs Herjólfs fer af stað á fyrri hluta næsta árs ef marka má tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Gæti sparað allt að fjögur hundruð milljónir árlega. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lagði málið fyrir ríkisstjórn í gær. Í minnisblaði ráðherra kemur fram að umtalsverður olíukostnaður sparist með því að taka í notkun nýja ferju sem gert er ráð fyrir að sigli til Landeyjahafnar árið um kring og að jafnframt lækki mjög kostnaður við dýpkun hafnarinnar. Með þessu sparast fjármunir sem falla til vegna siglinga Herjólfs til Þorlákshafnar. Reglulegar siglingar til Landeyjahafnar eru mikil samgöngubót milli lands og Eyja. Samtals er gert ráð fyrir að rekstur nýrrar ferju lækki um allt að fjögur hundruð milljónir króna. HERJÓLFUR RÆDDUR Í RÍKISSTJÓRN ELLIÐI VIGNISSON HERJÓLFUR Nýr Herjólfur mun sigla milli lands og Eyja árið 2017.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.