Fréttablaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 10
17. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Magimix matvinnsluvélar, blandarar og safapressur. Kaffivélar fyrir Nespresso og kaffi frá Caffé Vergnano fyrir Nespressovélar. Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is JÓLATILBOÐ Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann. Kortið er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út. VEÐUR Óveður gekk yfir landið í gær með tilheyrandi ofankomu. Um tíma var öllum leiðum til og frá höfuðborginni lokað. Nær öllu innanlandsflugi var aflýst snemma morguns en vonast er til þess að það geti hafist á ný í dag. „Það er fyrirtækjanna að meta hvort þau lendi eður ei,“ segir Guðni Sigurðsson, tals- maður Isavia, en þrjú erlend félög felldu niður flugferðir til landsins. Fólki gekk þó illa að koma sér til og frá flugvellinum þar sem Reykjanesbrautin var lokuð fram eftir degi. „Flugi til Kaupmannahafnar seinkaði mjög þar sem áhöfnin átti í erfiðleikum með að ferðast á völlinn,“ segir Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir að öll flug félagsins hafi farið af stað en talsvert hafi verið um tafir en þó ekkert umfram það sem viðbúið er þegar færðin er slík. Færð var slæm í efri byggð- um höfuðborgarsvæðisins og brugðu einhverjir á það ráð að skilja bíla sína eftir mannlausa eftir að hafa fest þá í fönninni. Tafði það snjómokstur talsvert. Á annað hundrað björgunar- sveitarmenn sinntu út köllum sem flest sneru að því að að- stoða ökumenn sem lent höfðu í klandri og að aðstoða lögreglu við lokanir á vegum. Þó var eitt- hvað um útköll vegna fjúkandi hluta og björgunarmenn aðstoð- uðu leikskólabörn í Guðríðar- skóla við að komast leiðar sinn- ar. johannoli@frettabladid.is Færð á vegum spilltist og flug lá niðri í gær Allar leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu voru lokaðar fram eftir gærdeginum. Innanlandsflug féll niður og röskun varð á millilandaflugi. Margir ökumenn lentu í erfiðleikum og var fjöldi yfirgefinna ökutækja snjóruðningsmönnum til trafala. FASTUR Fjöldi ökumanna lenti í klandri sökum ófærðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FERÐAMENN Þessir ferðamenn skemmtu sér í veðurofsanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á LEIÐ ÚR SKÓLA Foreldrar voru beðnir um að láta börn sín ekki fara fylgdarlaus heim úr skólum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNSÝSLA Ekki þykir sannað að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hafi látið ómálefnaleg eða ólögmæt sjónar- mið ráða þegar ákveðið var að skipa Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur sem framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Skipanin var umdeild á sínum tíma enda hafði stjórn LÍN kom- ist að þeirri niðurstöðu að Kristín Egilsdóttir, ein af umsækjendum, væri hæfari en Hrafnhildur Ásta til að gegna embættinu. Kristín stefndi íslenska ríkinu vegna skip- anarinnar. Fyrir dómi hélt lög- maður íslenska ríkisins því hins vegar fram að ráðherra hefði lagt meiri áherslu en hann teldi stjórn Lánasjóðsins hafa gert á þekkingu á stjórnsýslulögum og stjórnsýslu ríkisstofnana. Ráðherra hefði lagt meiri áherslu á þekkingu á fjár- málum í ríkisrekstri, þar á meðal fjárlagagerð og stefnumótun. Dómari féllst á málatilbúnað rík- isins og kvað upp sýknudóm sinn í málinu í gær. - jhh Ríkið var sýknað vegna framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna: Ráðherrann mátti skipa í starf Save the Children á Íslandi EFTIR DÓMINN Lögmaður ríkisins, til hægri á myndinni, taldi að ráðherra hefði mátt leggja meiri áherslu á þekk- ingu á stjórnsýslulögum en stjórn LÍN gerði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.