Fréttablaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 16
17. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 16 Þúsundir landsmanna stunda skotveiði sér til ánægju og yndisauka. Í þessari bók, sem er sjálfstætt framhald af Skotveiði í máli og myndum sem kom út árið 2009, er komið víða við og stemmning skot veið innar svífur yfir vötnum. Nokkrir af snjöllustu skotveiði mönnum landsins segja sögur, rifja upp skemmtileg atvik og miðla af reynslu sinni. Einnig eru í bókinni eldri frásagnir og greinar sem sýna breytta tíma. Bókin er ríkulega myndskreytt. LITRÓF ÓF Skotveiðií máli og myndum 2 Sk ð l d 176 Einn sprækur og tilbúinn. Mynd Dúi Landmark. Aðgerð um borð. Mynd Dúi Landmark. Pétur Alan Guðmundsson á heiðagæsaslóðum. 177 132 Karri á spjalli við bergbúann. Mynd Pétur Alan Guðmundsson. 133 Margir skotveiðimenn, ekki síst byrje ndur standa óklárir á stærðum haglaskota. Í stuttum pistli ætlum v ið að reyna að útskýra mun á stærð haglaskota. Það er bæði þyngd, h leðslu, hraða og síðast en ekki síst haglastærð. Í fyrstu er rétt að hafa í huga að þe gar talað er um þyngd og hleðslu skota er átt við þyngd á höglu m en ekki púðri eins og sumir halda. Blý er algengasta efnið í höglum hé r á landi og víðar. Fram- leiðendur hafa valið blý þar sem það er heppilegast með tilliti til þyngdar, dreifingar og ákomu. Allr a síðustu ár hefur blý verið bannað sumstaðar erlendis sér í lag i þar sem veitt er í votlendi (Waterfowl Hunting). Til „Waterfowl hunting“ mætti telja andaveiði og heiðagæsaveiði hér á landi eða með öðrum orðum þar sem skotið er við vötn og ár. Í Bandaríkjunum e r blý víðast hvar leyft þar sem stundaðar eru „Upland Hunting“ ve iðar en svo gætum við kallað grágæsa- og rjúpnaveiði hérlendis. Fyrri hluta hausts í gæsaveiði eru alg eng skot 2¾“ með um 40 gramma hleðslu en þegar líður á veiði tíma, fugl verður varari um sig og skjóta þarf jafnvel á lengri færum , færa f leiri veiðimenn sig í þyngri hleðslur sem gjarnan eru kalla ðar Magnum hleðslur og velja 3“ skot og þá oftar stærri högl. Í r júpnaveiði velja menn léttari hleðslur svo sem 32, 36 eða 42 gramm a hleðslur og smærri högl. Oft er rætt um hraða skota og þykir m örgum hraði skipta megin- máli við val á skotum. Hraði getur vi ssulega skipt máli þegar veiða skal hraðfleyga fugla svo sem endur, en við gæsaveiði skiptir hraði minna máli. Gott er að hafa í huga a ð skot með léttari hleðslu, svo sem 32 eða 36 gramma, eru að öllu jö fnu mun hraðari en skot með þyngri hleðslu svo sem 42 eða 50 gram ma. Haglastærð skota vefst fyrir mörgum veiðimanninum enda ekki skrítið þar sem enginn alþjóðlegur st aðall er til. T.a.m. nota enskir framleiðendur eitt númerakerfi á með an bandarískir framleiðendur nota annað. Réttast væri að nota milli metramál. Við vonum að þessi pistill hjálpi sk otveiðimönnum við val á stærð haglaskota. Ólafur Vigfússon. Ýmislegt um haglaskot Mynd Pétur Alan Guðmundsson. 156 Aflinn sóttur. Veiðimaður er Harpa Hlín Þórðardóttir, mynd Stefán Sigurðsson. 157 Stórglæsileg bók um skotveiði í máli og myndum SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 08.12.14 - 14.12.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Náðarstund Hannah Kent Kamp Knox Arnaldur Indriðason Sveitin í sálinni Eggert Þór Bernharðsson DNA Yrsa Sigurðardóttir Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason Orðbragð Brynja Þorgeirsdóttir/Bragi Valdimar Ljónatemjarinn Camilla Läckberg Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson Öræfi Ófeigur Sigurðsson Saga þeirra, sagan mín Helga Guðrún Johnson PAKISTAN Hópur vopnaðra manna réðst inn í skóla í borginni Pes- hawar í Pakistan í gærmorgun, tók að skjóta á börn og kennara og drap fjölda fólks. Sjö mannanna voru með sprengjur festar við föt sín og sprengdu sig í loft upp. Alls fórust þarna nærri 150 manns, þar af meira en 130 börn. Hátt í 120 manns særðust í árás- inni og þurftu á læknisaðstoð á sjúkrahúsi að halda. Hermenn komu fljótlega á stað- inn og hófst þá skotbardagi milli árásarmanna og hermanna. Ekki var að sjá að árásarmennirnir hafi ætlað að taka gísla, heldur hafi ætlunin einungis verið sú að valda sem mestu manntjóni. „Eini tilgangur þeirra virðist hafa verið sá að drepa þessi sak- lausu börn. Það gerðu þeir,“ sagði Asim Bajwa, yfirmaður í pakist- anska hernum. „Þeir eru ekki bara óvinir Pakistans, heldur alls mannkyns.“ Pakistanska talibanahreyfing- in Tahreek-e-Taliban lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Hreyfingin vill setja bönd öfgatrúar á íbúa lands- ins og er meðal annars sérlega uppsigað við skólagöngu stúlkna. Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, fordæmdi árásina. Hið sama gerði Barack Obama Banda- ríkjaforseti og fjöldi annarra þjóð- höfðingja. „Ég er harmi lostin vegna þessa tilgangslausa og miskunnarlausa hryðjuverks í Peshawar,“ sagði pakistanska stúlkan Malala Yous- afzai, sem fyrir fáeinum dögum tók á móti friðarverðlaunum Nób- els í Noregi. Hún varð sjálf fyrir árás talibana í október árið 2012, eftir að hafa vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir réttindum kvenna til skólagöngu. „Enginn málstaður getur rétt- lætt hrottaskap af þessu tagi,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna. Herinn í Pakistan brást strax í gær við með harðvítugum loft- árásum á talibana í ættbálka- héruðunum í norðvesturhluta landsins, nálægt landamærum Afganistans. Tahreek-e-Taliban er í samstarfi við afgönsku talibanahreyfinguna en beinir spjótum sínum sérstak- lega að stjórnvöldum í Pakistan. Hreyfingin stóð í sumar fyrir árás á alþjóðaflugvöllinn í Karachi. gudsteinn@frettabladid.is Drápu hátt á annað hundrað skólabarna Pakistanska talibanahreyfingin lýsti yfir ábyrgð sinni á fjöldamorðum í skóla í Peshawar. Pakistanski herinn hóf í kjölfarið harðar loftárásir á talibana í norð- vestur hluta landsins. Árásin hefur verið fordæmd af þjóðarleiðtogum víða um heim. LIFÐU AF HILDARLEIK- INN Foreldrar fylgja börnum sínum úr skólanum í Peshawar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.