Fréttablaðið - 17.12.2014, Side 18

Fréttablaðið - 17.12.2014, Side 18
17. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 18 FLÓTTAMENN „Aðstæður eru orðn- ar betri en þær voru en þær eru ekki eins og best verður á kosið.“ Þetta sagði Pia Prytz Phiri, svæðis- stjóri Flóttamannahjálpar Samein- uðu þjóðanna um dvalarstað flótta- manna á Suðurnesjum, Fit Hostel, á fundi með fréttamönnum í gær. Svæðisstjórinn, sem heimsækir Ísland reglulega og ræðir þá við hælisleitendur og stjórnvöld, nefndi sérstaklega erfiðleikana sem fylgja því að hafa ekkert við að vera á meðan beðið er í flóttamanna- búðum eftir ákvörðun yfirvalda um dvalarleyfi mánuðum og jafn- vel árum saman. Hún sagði hælis- leitendur hafa áhyggjur af fjöl- skyldum sínum og að þeim liði illa vegna aðgerðaleysis á meðan á bið- inni stendur. Það væri hins vegar ánægjuefni að íslensk stjórnvöld hefðu stytt afgreiðslutíma dval- arleyfa þannig að hann verði ekki lengri en 90 dagar. Einn þeirra hælisleitenda sem bíða þurftu lengi eftir ákvörðun stjórnvalda er Wali Safi. Hann kom til Íslands í júní 2008 og er nú meðal þeirra 34 umsækjenda sem lagt er til að fái íslenskan ríkis- borgararétt. Wali Safi segist hafa þurft að bíða í eitt ár og ellefu mán- uði áður en tekin var ákvðrðun um að veita honum dvalarleyfi. „Þá fyrst gat ég farið að vinna. Ég fékk vinnu sem skólaliði í Salaskóla í Kópavogi og starfa þar enn.“ Að sögn Safi var biðin eftir dval- arleyfi erfið. „Ég mátti ekkert gera og einangrunin var slæm.“ Hann hafði flust á milli nokkurra landa áður en hann kom til Íslands. „Ég fór frá föðurlandi mínu, Afgan- istan, 1997 og bjó meðal annars í Grikklandi.“ Að vera orðinn hluti af íslensku samfélagi finnst honum gott. Phiri lagði áherslu á mikilvægi þess að flóttamenn fengju fjöl- skyldur sínar til sín. Þeir hefðu misst margt, líka starfið sitt, og þeir þyrftu tækifæri til að verða hluti af samfélaginu. Hún gat þess að framfarir hefðu orðið á ýmsum sviðum í afgreiðslu málefna flóttamanna hér á landi. Fangelsun þeirra sem koma með fölsuð eða útrunnin skilríki eða skilríkjalausir, eins og tíðkast hefur hér á landi, ætti alltaf að vera allra síðasta úrræðið og þá bara við alveg sérstakar aðstæður. Svæðis- stjórinn kvaðst vona að Ísland yrði innan tíðar meðal þeirra landa þar sem málsmeðferð flóttamanna væri réttlát. ibs@frettabladid.is Málsmeðferð flótta- manna verði réttlát Pia Prytz Phiri, svæðisstjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Norður- Evrópu, fagnar framförum í málefnum flóttamanna á Íslandi. Fangelsun þeirra sem koma með ógild skilríki eða skilríkjalausir ætti alltaf að vera síðasta úrræðið. FLÓTTAMANNA- HJÁLP Pia Prytz Phiri, svæðisstjóri Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna í Norður- Evrópu, hvetur íslensk stjórnvöld til aukinnar samvinnu við að aðstoða flóttamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁSTRALÍA, AP Umsátri áströlsku lög- reglunnar um kaffihús í Sydney á mánudag lauk fljótlega eftir að eig- andi kaffihússins sá sér færi og greip um byssu gíslatökumannsins. Þetta varð kaffihúsaeigandanum, sem hét Tori Johnson, að bana því skot hljóp úr byssunni. Það varð hins vegar til þess að lögreglan réðst til inngöngu, og lauk málum með því að flestir gíslanna sautján sluppu lifandi eftir sextán klukku- stunda umsátur. Kona að nafni Katrina Dawson lést einnig, ásamt gíslatökumann- inum Man Haron Monis. - gb Yfirmaður á kaf ihúsinu stöðvaði gíslatökuna: Greip í byssu Monis TIL MINNINGAR UM HIN LÁTNU Fjöldi fólks kom í gær til að leggja blóm á gang- stéttina við kaffihúsið í Sydney. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR Hröð og mikil verðlækkun á olíu hefur orðið þess valdandi að norska krónan tapar verðgildi sínu jafnt og þétt. Á síðustu sex mánuðum hefur hún lækkað um fjórðung gagnvart Bandaríkjadal, og er nú orðin nokk- urn veginn jöfn sænsku krónunni að verðgildi. Norðmenn eru strax farnir að finna fyrir því að innflutningsvörur hækka í verði, en útflutningsgreinum gengur að sama skapi betur. Lækkun olíuverðs hefur einnig valdið Rússum miklum hremmingum síðustu mán- uðina, með verðlækkun rúblunnar. - gb Norska krónan orðin jafngild þeirri sænsku: Gengið hefur sigið hratt SIV JENSEN Efnahagsráð- herra Noregs. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.