Fréttablaðið - 17.12.2014, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 17. desember 2014 | SKOÐUN | 21
Verðandi landlæknir hljóp
á sig í sinni fyrstu opinberu
yfirlýsingu. Áður en hann
er tekinn við embætti. Það
er ekki góðs viti. Ber merki
um fljótfærni og skort á
fagmennsku. Apar upp full-
yrðingar um 50% launa-
kröfur lækna, sem samn-
ingamenn læknafélaganna
höfðu borið til baka. Setti
sig ekki inn í málið áður
en hann tjáði sig. Þjóðin á
öðru að venjast frá þeim
sem hafa setið í embættinu.
Hellti sér í pólitískan hráskinnaleik
sitjandi á erlendri grundu. Skyldi
þetta vera hin nýja lína stjórnvalda?
Að heilbrigðisstéttir skuli leita sam-
þykkis landlæknis áður en þær fara
fram með kröfur á hendur ríkinu í
kjarabaráttu sinni? Munu sjúkra-
liðar, sálfræðingar, félagsráðgjafar
og hjúkrunarfræðingar sætta sig
við slíkt? Maðurinn virðist að þessu
leyti ekki skilja hlutverk embættis-
ins sem hann er að taka við.
Nú er erfitt að fá lækna til að
koma til starfa á Íslandi vegna
launakjara og læknaskortur þegar
orðinn vandamál á nokkrum svið-
um. Það virðist líka gilda um land-
læknisembættið. Við tekur læknir
sem er hættur að vinna í Svíþjóð
vegna aldurs. Kannski verður það
viðmiðið í framtíðinni. Að íslensk-
ir læknar fáist til að koma til starfa
á Íslandi þegar þeir verða 67 ára.
Hafa eftirlaunastuðning erlendis
frá. Er virkilega svona komið fyrir
íslensku heilbrigðiskerfi?
Á móti straumnum
Verðandi landlæknir syndir á móti
straumnum. Flyst heim
þegar straumurinn er út.
Við vildum að yngri læknar
fylgdu fordæmi hans. Hann
á e.t.v eftir að átta sig á því
hvers vegna svo er ekki.
En út á það gengur bar-
átta lækna fyrir leiðrétt-
ingu á grunnlaunum sínum
til samræmis við almenna
launaþróun í landinu og sér-
staklega aðrar heilbrigðis-
téttir. Verðandi landlæknir
getur líklega upplýst stjórn-
völd um hvaða laun bjóðast
íslenskum læknum sem vilja starfa
í Skandinavíu fyrst hann er í þess-
um ham.
Unglæknum með lækninga-
leyfi sem fara til framhaldsnáms
í Svíþjóð bjóðast a.m.k. 38 þúsund
sænskar krónur í dagvinnulaun
á fyrsta ári. Það gera um 620 þús-
und íslenskar krónur á mánuði á
fyrsta ári í framhaldsnámi miðað
við gengi í dag. Á Íslandi geta 55
ára og eldri sérfræðilæknar með
áralanga starfsreynslu og þjálfun
vænst þess að fá slík grunnlaun
skv. kjarasamningi Læknafélags
Íslands, ef þeir halda áfram að taka
vaktir fram í rauðan dauðann á við
sér yngri menn. Afsala sér réttind-
um til vaktahvíldar.
Byrjunarlaun sérfræðinga á
Íslandi eru 530 þúsund eða um 100
þúsund krónum lægri en þegar
framhaldsnám hefst erlendis. Í Sví-
þjóð voru meðallaun sérfræðilækna
á sjúkrahúsum árið 2012 um 1.100
þúsund á mánuði fyrir dagvinnu.
Svo bætast vaktagreiðslur ofan á
fyrir nætur- og helgarvaktir. Svipað
er að segja frá Noregi þar sem kjör
eru heldur betri. Fín frí þar að auki í
boði. Eflaust gildir sama um flestar
aðrar starfstéttir. Að þær hefðu það
betra í erlendu starfsumhverfi.
Raunverulegt umboð
Hins vegar búa læknar við það að
þeir hafa þegar flutt utan til fram-
haldsnáms og sjá hvaða kjör útlærð-
um sérfræðingum bjóðast þar. Þeir
vilja ekki koma heim. Það er stað-
reynd sem verður ekki horft fram
hjá. Það er vandamálið sem þarf að
finna lausn á, ef veita á viðunandi
læknisþjónustu í landinu. Það ger-
ist ekki með óbreyttu ástandi og
þriggja prósenta launahækkun. Þar
þarf að lyfta grettistaki. Er eitthvað
annað til ráða fyrir utan að fá elli-
lífeyrisþega sænska ríkisins í stöð-
urnar til skamms tíma í senn? Lög-
málið um framboð og eftirspurn
virðist vefjast fyrir talsmönnum
frelsis í viðskiptum og samninga-
frelsis á vinnumarkaði þegar kemur
að læknum og fjölskyldum þeirra.
Fjármálaráðherra hefur lausnina
í hendi sér. Hann verður að veita
samninganefnd sinni raunverulegt
umboð. Vonandi reynist nýr land-
læknir honum ráðagóður þegar
hann hann hefur sett sig inn í málin
og skilur alvöruþunga og samstöðu
lækna til að bæta heilbrigðiskerfið
nú en ekki síðar. Hann verður von-
andi ekki dragbítur á þá endurreisn.
Frumhlaup
verðandi landlæknis
Engar nýjar kjarabætur
til handa öldruðum er að
finna í fjárlagafrumvarp-
inu fyrir árið 2015. Aðeins
er í frumvarpinu eðlileg
leiðrétting vegna fjölgunar
bótaþega lífeyristrygginga
milli ára og vegna hækkun-
ar á frítekjumarki lífeyris-
sjóðstekna ellilífeyrisþega
samkvæmt samkomulagi,
sem stjórnvöld gerðu við
Landssamtök lífeyrissjóða
2010. Í rauninni hefur rík-
isstjórnin ekki látið aldraða
fá neinar kjarabætur frá því á sum-
arþinginu 2013. Það sem ríkisstjórn-
in lét af hendi rakna þá var rýrt í
roðinu: Hætt var að láta grunnlíf-
eyri skerðast vegna greiðslna úr líf-
eyrissjóði. Það gagnaðist þeim betur
settu á meðal eldri borgara, þ.e.
þeim, sem höfðu góðan lífeyrissjóð.
Frítekjumarki vegna atvinnutekna
aldraðra var breytt þannig að frí-
tekjumarkið var hækkað úr 40 þús-
und kr. á mánuði í 110 þúsund kr. á
mánuði. Það kom þeim til góða sem
voru á vinnumarkaðnum.
Ríkisstjórnin gerði hins vegar
ekkert á sumarþinginu fyrir þá
verr settu meðal eldri borgara, þ.e.
þá sem höfðu lélegan lífeyrissjóð
eða gátu ekki verið á vinnumark-
aðnum vegna heilsubrests. Stjórnar-
flokkarnir gáfu eldri borgurum og
öryrkjum stór kosningaloforð fyrir
þingkosningarnar 2013. Því var
lofað, að kjaragliðnun frá kreppu-
tímanum yrði leiðrétt, það er líf-
eyrir aldraðra og öryrkja hækkaður
til að vega upp gliðnunina sl. fimm
ár en á því tímabili hækkuðu lág-
markslaun miklu meira en líf eyrir.
Til þess að jafna metin þarf
að hækka lífeyri um a.m.k.
20%. Ríkisstjórnin hefur
ekkert gert í því að efna
þetta loforð. Auk þess lof-
uðu stjórnarflokkarnir að
afturkalla alla kjaraskerð-
inguna frá 1. júlí 2009. Þar
var um sex atriði að ræða.
Tvö þeirra, sem ég gat um
hér að framan, hafa verið
afturkölluð. Eitt rann út af
sjálfu sér, þar eð lögin voru
tímabundin. En þrjú atriði
hafa ekki verið afturkölluð.
Á flokksþingi Framsóknarflokks-
ins 2013 var eftirfarandi sam-
þykkt: „Kjaraskerðing aldraðra og
öryrkja, sem tók gildi 1. júlí 2009,
verði afturkölluð. Lífeyrir aldraðra
og öryrkja verði hækkaður vegna
kjaraskerðingar þeirra (og kjara-
gliðnunar) á krepputímanum.“ Sjálf-
stæðisflokkurinn samþykkti að
aftur kalla ætti kjaraskerðinguna
frá 2009 tafarlaust. Miðað við þess-
ar ákveðnu samþykktir komast
flokkarnir ekki hjá því að efna þessi
kosningaloforð. Það verður að efna
þau strax.
Þrátt fyrir að aðeins lítill hluti
kosningaloforða við aldraða hafi
verið efndur lét ríkisstjórnin sér
sæma að minnka hækkun á lífeyri,
sem aldraðir og öryrkjar áttu að fá
samkvæmt fjárlagafrumvarpinu
um áramót. Lífeyrir átti að hækka
um 3,5%. En nú hefur verið ákveð-
ið að að hækkunin verði aðeins
3%. Þetta gerist þótt lífeyrir hafi
um tíma verið frystur í krepp-
unni þegar laun voru að hækka. Ég
skora á ríkisstjórnina að leiðrétta
þetta aftur.
Engar nýjar kjara-
bætur fyrir aldraða
KJÖR ALDRAÐRA
Björgvin
Guðmundsson
formaður kjara-
nefndar Félags eldri
borgara
KJARAMÁL
Reynir
Arngrímsson
varaformaður
Læknafélags
Reykjavíkur
Ómissandi um jólin
➜ Skyldi þetta vera hin nýja
lína stjórnvalda? Að heil-
brigðisstéttir skuli leita sam-
þykkis landlæknis áður en
þær fara fram með kröfur …