Fréttablaðið - 17.12.2014, Síða 22
17. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 22
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
Akureyri • Sími 461 1099
www.heimsferdir.is
Kanarí
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Dorotea
Frá kr. 77.900
Netverð á mann frá kr. 77.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð.
5. janúar í 10 nætur.
Parquesol
Frá kr. Frá kr. 95.900
Netverð á mann frá kr. 95.900 m.v. 2 fullorðna í smáhýsi.
5. janúar í 10 nætur.
Los Tilos
Frá kr. 69.900
Netverð á mann frá kr. 69.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð.
5. janúar í 10 nætur.
Roque Nublo
Frá kr. 76.900
Netverð á mann frá kr. 76.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð.
5. janúar í 10 nætur.
Sjá fleiri 2fyrir1 tilboð á heimsferdir.is
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
66
42
4
44.950
Flugsæti frá kr.
Í nútímasamfélagi er
mikilvægt að upplýsingar
séu almenningi aðgengi-
legar á einfaldan hátt. Á
Íslandi hefur almenning-
ur ríkan rétt til að afla sér
upplýsinga á eigin spýtur
en flestir reiða sig þó á
upplýsingamiðlun sem fer
fram í gegnum fjölmiðla.
Þar vinnur mikið af hæfu
og áreiðanlegu fólki sem
tekur alvarlega það hlut-
verk sitt að miðla hlut-
lægum staðreyndum. Þetta fólk
reynir að leggja eigin skoðanir til
hliðar og telur sig ekki hafið yfir
málefnalega umræðu um verk
sín.
Á tæplega 30 ára ferli mínum
sem blaðamaður fékk ég ósjald-
an símtöl frá lesendum sem vildu
ræða um efnistök og áherslur í
mínum skrifum. Slíkt hefur ávallt
þótt eðlilegt í blaðamannastétt
og ef efnisleg rök gefa tilefni til,
t.d. ef rangar upplýsingar rata í
skrif, þykir flestum sjálfsagt að
leiðrétta mistökin. Það þekki ég
af eigin raun og engin eftirgjöf á
ritstjórnarlegu frelsi felst í því að
taka tillit til sjónarmiða annarra.
Síðustu 15 mánuði hef ég
starfað sem upplýsingafulltrúi
ríkisstjórnar Íslands. Hluti þess
starfs felst í samskiptum við fjöl-
miða, innlenda sem erlenda. Ég
hef lagt áherslu á að fjölmiðla-
fólk hafi greiðan aðgang að mér
og hef reynt að greiða götu þeirra
eins og unnt er. Í því felst að oft
er skipst á símtölum og stundum
skoðunum. Í einhverjum tilvikum
hef ég bent á bein rangindi, sem
blaðamenn hafa yfirleitt verið
þakklátir fyrir, enda vilja flestir
greina rétt frá. Fram til þessa
hefur þetta vinnulag ekki verið
sérstakt vandamál.
Ábendingar
Síðastliðinn föstudag hafði ég
samband við ritstjórn
vikublaðsins Grapevine.
Á vefsíðu miðilsins hafði
birst frétt þar sem frétta-
skrifara virtist ókunnugt
um mikilvæg efnisatriði.
Fréttaskrifarinn sjálf-
ur var ekki viðlátinn en
af efnistökum þeirra að
dæma virtust skrifin vera
byggð á umræðu á sam-
félagsmiðlum og frétta-
skrifum hins ágæta mið-
ils DV. Um samskiptin er
í sjálfu sér ekki margt að segja.
Ég kom mínum ábendingum á
framfæri við fulltrúa fjölmið-
ilsins - sem að mestu fólust í að
benda á tilvist og slóð áðurbirtrar
leiðréttingar um fjölda aðstoðar-
manna forsætisráðherra, sem eru
tveir en ekki sjö eins og Frétta-
blaðið og fleiri héldu fram í síð-
ustu viku. Að venju lét ég honum
eftir að ákveða hvernig fjölmið-
illinn myndi bregðast við. Í því
fólust engin fúkyrði, og hvorki
hótanir né dónaskapur. Niður-
staða Grapevine var sú að breyta
efnislega engu í sinni frásögn og í
lokasvari frá ritstjóranum, Hauki
S. Magnússyni, segir m.a.: „Varð-
andi orðalagið „ditches“ er það
vissulega kersknislegt, en merk-
ingin stendur engu að síður og er
í samræmi við stíl þann sem við
höfum tileinkað okkur við frétta-
flutning, sem er oft á gamansöm-
um nótum.“ Sá ég að þarflaust
var að lengja þessa orðræðu og
taldi málinu þar með lokið.
Eiga sér enga stoð
Það kom mér þess vegna á óvart
að sjá Grapevine gera þessi sam-
skipti að sérstöku umræðuefni
á vef sínum síðar sama dag og
gefa í skyn að undirritaður hafi
farið fram með ógnunum og hót-
unum. Það eru stór orð sem eiga
sér enga stoð. Í fréttum nokkurra
annarra miðla af samskiptunum
er þeim líkt við tilraun til ritskoð-
unar! Slíkt er auðvitað fjarri lagi
og ekkert hefur verið lagt fram
sem rennir stoðum undir slíkt.
Leiðarahöfundur Fréttablaðs-
ins, Friðrika Benónýsdóttir, gerir
svo samskiptin að umfjöllunar-
efni í gær undir fyrirsögninni
„Fyndnu strákarnir í Stjórnar-
ráðinu.“ Í leiðurum Fréttablaðs-
ins birtast fyrst og fremst skoðun
þess sem heldur á penna hverju
sinni og í því samhengi skipta
staðreyndir litlu máli. Það er
engu að síður miður þegar sterk-
ar skoðanir byggja á hæpnum
forsendum. Í stuttu máli snýst
leiðarinn um að í Stjórnarráðinu
starfi hrokafullir strákar sem
láti sér mannréttindi og lýðræði
í léttu rúmi liggja, traðki á rétt-
indum blaðamanna og vilji ráða
öllu. Því verð ég að mótmæla,
sem og fullyrðingum um að á
vegum Stjórnarráðsins sé grip-
ið til „refsiaðgerða gegn þeim
fréttamiðlum sem ekki eru þeim
nógu hliðhollir“. Slíkt er fráleitt
og dregur úr trúverðugleika þess
sem skrifar.
Gagnrýnin umræða er þörf
en það er ástæðulaust að reyna
að búa til grýlur þar sem engar
eru. Hlutlæg blaðamennska sem
byggir á staðreyndum og sann-
girni gegnir mikilvægu sam-
félagshlutverki og það minnk-
ar enginn blaðamaður við það
að leiðrétta það sem rangt er
sagt. Eftir stendur sú spurning;
telja einstaka fjölmiðlamenn að
við þeirra verk megi ekki gera
athugasemdir?
Af meintum ógnunum
Sum okkar muna eftir
því að í febrúar árið 2000
setti nýr iðnaðarráðherra
Framsóknarflokksins
fram tillögu um að flytja
aðalstöðvar Rarik til Akur-
eyrar.
Kallað var til ráðgjafa-
fyrirtæki sem fékk það
verkefni að gera úttekt
sem skyldi sýna fram á
að flutningurinn yrði hag-
kvæmur. Í úttektinni var
til dæmis ekki eitt orð um
dýrari rekstur aðalskrifstofu eftir
flutning. Þrátt fyrir athugasemdir
og mótmæli okkar starfsmanna í
Reykjavík, sem bentum á falsað-
ar tölur og slæleg vinnubrögð við
úttektina, var málið keyrt áfram
og allt virtist stefna í flutning.
Á sama tíma var verið að þvinga
Byggðastofnun með sömu aðferð-
um til Sauðárkróks og skömmu
áður höfðu Landmælingar fengið
að flytja til Akraness.
Hér er útdráttur úr mínum
athugasemdum frá 2.2.2000, en
svona upplifðum við starfsmenn
Rarik í Reykjavík viðhorf ráðu-
neytisins til okkar:
„Fólkið sem vinnur á aðalskrif-
stofu RARIK er flest gamalt og
afdankað stofnanalið sem eng-
inn missir er að, ef það skyldi nú
heltast úr lestinni við flutninginn,
enda skapar það ný störf á Akur-
eyri. Starfsmennirnir sem flytj-
ast með til Akureyrar sýna það
hins vegar í verki að vinnan er
þeim meira virði en fjölskyldan og
vinar tengslin, slíkur vinnukraft-
ur sýnir þjónustulund sem ekki má
forsmá!“
Sem betur fer valdi þáverandi
iðnaðarráðherra að ræða við
starfsmenn og skoða fleiri hliðar
málsins áður en ákvörðun væri
tekin, og fallið var frá flutningi
höfuðstöðva Rarik árið 2000, enda
augljóst orðið að mikið hagræði er
fólgið í nálægð aðalstöðv-
anna við aðalhöfn landsins
og alla birgjana auk þess
sem meira en fimmtung-
ur viðskiptamanna Rarik
er búsettur á höfuðborgar-
svæðinu.
Nú dregur aftur til tíð-
inda hjá Rarik. Forsætis-
ráðherra fann það verkefni
fyrir nokkra aðstoðarmenn
að vinna tillögur sérstak-
lega með hag Norðvestur-
lands að leiðarljósi, þó ekki
Vestfjarða, og hafa þeir komist að
þeirri niðurstöðu að höfuð stöðvar
Rarik og rekstur skipa Landhelgis-
gæslunnar eigi best heima á Sauð-
árkróki. Forsætisráðherra velur á
hefðbundinn hátt að skella þessu
framan í landsmenn án samtals
eða samráðs.
Viðbrögð sveitarstjórnarmanna
utan Norðvesturlands sýna að
þessar tillögur eru ekki til þess
fallnar að stuðla að friði í landinu,
fremur benda þau til að hreppa-
pólitíkin eflist nú sem aldrei fyrr.
Þessi aðferðafræði við virka
byggðastefnu virðist nokkuð vin-
sæl meðal framámanna Fram-
sóknarflokksins og sumra annarra
stjórnmálamanna.
Ekki hefðbundin ríkisstofnun
Mig langar til að benda þessum
hreppaflutningamönnum á nokkr-
ar hugmyndir. Væri ekki þjóðráð
að flytja aðalstöðvar Framsóknar-
flokksins á vel valinn stað á skag-
firska efnahagssvæðinu? For-
sætis ráðherrann hefði allavega
gott af vænum skammti af innri
íhugun. Nú, og hvað um stjórnar-
ráðið til Grímseyjar? Alþingi til
Þingvalla? Þingmenn gætu þá
aðstoðað við eftirlit með náttúru-
pössum ferðamanna milli funda.
Þegar betur er að gáð, væri ekki
ráð að flytja Reykjavík í heilu lagi
á Sprengisand? Nóg er nú plássið!
Hugsið ykkur friðinn sem gæti
ríkt í vinnunni. Engir útlending-
ar til þess að trufla, ekkert salt til
þess að eyðileggja bílana okkar,
þarna gætum við unað í heim-
spekilegri ró og velt fyrir okkur
hvernig leysa mætti lífsgátuna,
ótrufluð af amstri umheimsins,
sæl í okkar einangrun, sambands-
laus og áhyggjulaus.
Varðandi Rarik langar mig
reyndar til að spyrja hvort það
sé eðlilegt að ríkisstjórn Íslands
skipti sér af staðsetningu á aðal-
skrifstofu fyrirtækisins. Árið 2006
var Rarik nefnilega gert að hluta-
félagi og er fyrirtækið því ekki
lengur hefðbundin ríkisstofnun.
Í lögunum nr. 25 2006 um stofnun
hlutafélagsins Rarik ohf. stendur
í 2. grein: „Ákvæði laga um hluta-
félög gilda um félagið ef ekki er
kveðið á um annað í lögum þess-
um.“ Hvergi er í lögunum minnst
á rétt eigenda til að skipta sér af
rekstri fyrirtækisins á þennan
hátt. Það kann vel að vera svo að
meirihluti hluthafa geti þvingað
fram slíkar breytingar á rekstri
hlutafélags með tillögum á aðal-
fundum, en er það eðlilegt?
Hreppafl utningar
STJÓRNSÝSLA
Guðmundur
Karlsson
starfsmaður Rarik
ohf.
➜Mig langar til að benda
þessum hreppafl utninga-
mönnum á nokkrar hug-
myndir. Væri ekki þjóð-
ráð að fl ytja aðalstöðvar
Framsóknarfl okksins á vel
valinn stað á skagfi rska
efnahagssvæðinu? Forsætis-
ráðherrann hefði allavega
gott af vænum skammti af
innri íhugun. Nú, og hvað
um stjórnarráðið til Gríms-
eyjar? Alþingi til Þingvalla?
➜ Gagnrýnin umræða er
þörf en það er ástæðulaust að
reyna að búa til grýlur þar sem
engar eru.
FJÖLMIÐLAR
Sigurður Már
Jónsson
upplýsingafulltrúi
ríkisstjórnarinnar