Fréttablaðið - 17.12.2014, Side 24
17. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
PÁLÍNA MAGNÚSDÓTTIR
frá Reykjum í Fnjóskadal,
lést á dvalarheimilinu Hlíð 4. desember.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
18. desember kl. 13.30.
Guðmundur Hafsteinsson Karítas Erla Jóhannesdóttir
Sólrún Hafsteinsdóttir Sigurður B. Jónsson
Lára Hafsteinsdóttir Fjölnir Sigurjónsson
Gunnar M. Guðmundsson Erna H. Gunnarsdóttir
Þóra K. Guðmundsdóttir Magnús Hallur Sævarsson
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
Þakka af alhug þá vináttu og samúð sem
mér var sýnd við andlát og útför hjartkærs
eiginmanns míns,
HALLDÓRS VEIGARS
GUÐMUNDSSONAR
(DÚDDA)
skipstjóra hjá Eimskip,
Lindarseli 1, Reykjavík,
sem lést þann 6. október síðastliðinn. Þá vil ég þakka hina
frábæru umhyggju og alúð sem hann naut hjá starfsfólki
Landspítalans og hjá Antonio Grave sjúkraþjálfara. Þess mun ég
og fjölskyldan minnast um ókomin ár. Guð veri með ykkur.
Sigríður Gestrún Halldórsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og elskulegur sambýlismaður,
JÓNAS ÞÓRIR DAGBJARTSSON
fiðluleikari,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag,
miðvikudaginn 17. desember kl. 14.00.
Margrét Þórisdóttir Guðmundur Þórðarson
Kristín Þórisdóttir Karl Jóhannes Karlsson
Jónas Þórir Þórisson Rósa Einarsdóttir
Laufey Karlsdóttir
barnabörn og langafabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EYSTEINN LEÓ JÓNSSON
Látraseli 11,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
fimmtudaginn 11. desember. Útförin fer fram
frá Lindakirkju í Kópavogi föstudaginn
19. desember kl. 13.00.
Sigríður Guðmunda Jónsdóttir
Jóhanna Eysteinsdóttir Pétur Steinn Sigurðsson
Jón Björn Eysteinsson Margrét Káradóttir
Sigrún Eysteinsdóttir Hlynur Geir Guðmundsson
Sigríður Eysteinsdóttir Sigurður Gunnar Markússon
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
BALDVIN STEINDÓRSSON
rafvirkjameistari,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir
laugardaginn 13. desember, verður
jarðsunginn föstudaginn 19. desember frá
Háteigskirkju kl. 13.00. Blóm og kransar
vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Kristniboðssambandið.
Lilja Magnúsdóttir
Lilja Baldvinsdóttir Þorbjörn Viggósson
Kristján Baldvinsson Bryndís Ottósdóttir
Magnús Baldvinsson Bettina Wilhelmi
Halldór Baldvinsson Katrín Garðarsdóttir
Guðbjörn Baldvinsson Ingibjörg Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Auðkúlu í Arnarfirði,
Sólvangsvegi 2, Hafnarfirði,
lést á Sólvangi, Hafnarfirði, 12. desember.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 19. desember kl. 13.00.
F. h. fjölskyldunnar,
María Gunnarsdóttir
Innilegar þakkir til ykkar allra, sem komuð
til að vera með okkur fjölskyldunni,
þegar við kvöddum
HLAÐGERÐI ODDGEIRSDÓTTUR
frá Grenivík og Raufarhöfn.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins í
Furugerði 1, Reykjavík.
Börn Hlaðgerðar og fjölskyldur þeirra.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
INGEY ARNKELSDÓTTIR
Grindavík,
lést mánudaginn 1. desember. Útförin hefur
farið fram að ósk hinnar látnu.
Brynja Kristjánsdóttir Knútur Aadnegard
Soffía Kristjánsdóttir Jóhann Guðmundsson
Sigurður Kristjánsson Guðlaug Metúsalemsdóttir
Jón Kristjánsson Íris Kristjánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
dóttir, systir og frænka,
ANNA RÖGNVALDSDÓTTIR
kennari og listmeðferðarfræðingur,
Þverási 53, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans 11. desember
sl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 19. desember kl. 13.00. Sérstakar þakkir fá læknar
og hjúkrunarfólk krabbameinslækningadeilda LSH, 11 B og 11 E,
og líknardeildar LSH fyrir góða umönnun og hlýju.
Þórarinn Sigurgeirsson
Ragnar Þórarinsson
Hulda Ósk Ágústsdóttir
Ragna Rögnvaldsdóttir
Gunnlaugur Rögnvaldsson
María Eyþórsdóttir
Móðir mín, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN HARALDSDÓTTIR
saumakona,
lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn
11. desember. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju föstudaginn 19. desember
kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Krabbameinsfélagið eða Styrktarfélag barna með einhverfu.
Bragi S. Ólafsson Sigþrúður Bergsdóttir
Marlín Birna Haraldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn,
AGNAR TÓMASSON
Brekkugötu 36, Akureyri,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn
7. desember. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir
færum við starfsfólkinu í Hlíð fyrir góða
umönnun.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sigurfljóð Káradóttir
Vegna stærðar blaðsins á morgun, fimmtudag,
verður Fréttablaðið prentað í tvennu lagi.
Frestur til að skila inn dánarauglýsingum í
fimmtudagsblaðið færist því fram til kl. 13.30.
Í dag verður hinn árlegi jólabasar
gallerísins Kunstschlager á Rauðar-
árstíg opnaður. Þetta er í þriðja
skiptið sem basarinn er haldinn en
verður því miður síðasti viðburður-
inn í galleríinu þar sem Kunstschla-
ger bætist í hóp þeirra sem hrökkl-
ast burt úr miðbænum vegna
hækk andi húsaleigu. „Það er gaman
fyrir fólk að koma og kynnast þessu
áður en það lokar,“ segir Helga
Páley Friðþjófsdóttir, einn aðstand-
enda gallerísins. „Þetta er síðasti
séns til að kíkja þarna inn á þess-
um stað,“ segir Helga og ítrekar að
ábendingar séu vel þegnar varðandi
mögulegt húsnæði fyrir framtíðina.
„Við viljum halda áfram sem hópur
á næsta ári og erum enn að leita að
húsnæði,“ segir Helga.
Á Jólabasarnum í fyrra voru yfir
70 listamenn sem seldu verk. „Ég
taldi ekki hvað þetta voru margir
listamenn þegar við vorum að setja
upp í fyrradag en ég er sjálf enn að
taka við verkum. Það koma oft verk
á síðustu stundu,“ segir Helga.
Að sögn Helgu hefur basarinn
hjálpað starfseminni mikið í gegn-
um tíðina. „Þetta hefur verið okkar
helsta tekjulind fyrir árið. Það er
líka svo skemmtilegt að sjá hvað hér
er fjölbreytt og mikið af verkum á
basarnum. Þarna er öll flóran og
mikið af fjölbreyttum lista mönnum.
Þetta er list á góðu verði og góð
fjárfesting.“
Húsið verður opnað klukkan 18.00
í dag og verður jólaglögg í boði og
heitt á könnunni. Fram að jólum
verður opið aðra daga frá klukkan
16.00 til 20.00.
thorduringi@frettabladid.is
Síðasti jólabasar í bili
Kunstschlager heldur sinn þriðja jólabasar í dag en galleríið missir húsnæði sitt eft ir ár.
AÐSTANDENDUR KUNSTSCHLAGER FRÁ VINSTRI: Sigmann Þórðarson, Kristín Karólína Hel-
gadóttir, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Þorgerður Þórhallsdóttir, Helgi
Þórsson, Hrönn Gunnarsdóttir og Ásta Fanney Sigurðardóttir. Þarna er líka kötturinn Pommes,
sem er því miður ekki til sölu.