Fréttablaðið - 17.12.2014, Síða 26

Fréttablaðið - 17.12.2014, Síða 26
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 „Microlax er hægðalyf sem eykur vatnsinnihald í hægðum og mýkir þær. Microlax endaþarmslausn fæst án lyfseðils og er ætluð til meðhöndlunar við hægðatregðu,“ segir Jódís Brynjarsdóttir, markaðstengill hjá Vistor. Helstu einkenni hægðatregðu eru harðar hægðir sem erfitt er að losna við og tilfinning um að ná ekki að tæma við hægðalosun. Önnur einkenni geta verið magaverkir, uppþemba og óþægindi við hægðalosun. Jódís útskýrir að brotthvarf innihaldsefnanna verði í hægðum og þau hvorki frásogist, dreifist né umbrotni með altækum hætti (systemic). „Þá er ekki búist við neinni óæskilegri verkun hjá fóstrum eða nýburum sé lyfið notað eins og mælt er fyrir um á meðgöngu og við brjóstagjöf þar sem frásog Microlax er takmark- að,“ segir hún og bætir við að Microlax hafi verið í klínískri notkun í meira en 25 ár án nokkurra vandkvæða hvað varðar öryggi við notkun. MICROLAX: • Virkar hratt, á aðeins um 15 mínútum • Túpan inniheldur aðeins 5 ml af vökva, sem jafn- gildir einni teskeið • Staðbundin verkun í endaþarmi og skilst út með hægðum • Áhrifin eru fyrirsjáanleg (þú ræður tíma og stað- setningu hægðalosunar) NOTKUNARLEIÐBEININGAR: • Snúið innsiglið af enda túpusprotans, smyrjið enda sprotans með einum dropa af innihaldi túpunnar – þá mun verða auðveldara að setja túpusprotann inn í endaþarminn. • Færa skal allan túpusprotann inn í endaþarminn, hjá börnum yngri en þriggja ára skal þó einungis færa sprotann inn að hálfu (sjá merki á sprotanum). • Tæmið túpuna alveg – einnig hjá börnum – og haldið henni samanklemmdri á meðan sprotinn er dreginn út. • Hægðalosun verður eftir um 15 mínútur. ÞJÁIST ÞÚ AF HÆGÐATREGÐU? VISTOR KYNNIR Microlax-endaþarmslausn til staðbundinnar notkunar við hægðatregðu. Microlax-endaþarmslausn (inniheldur natríumsítrat og natríumlárilsúlfóasetat) fæst án lyfseðils og er notað við hægðatregðu og til þarmahreinsunar fyrir skurðaðgerð, endaþarmsspeglun eða röntgenmyndatöku. Skammtar: Full- orðnir og börn: 1 túpa í endaþarm u.þ.b. 15 mín. áður en áhrifa er óskað. Snúið enda túpusprotans af og smyrjið endann með dropa af innihaldinu. Færið allan sprotann inn í endaþarm, hjá börnum yngri en 3 ára skal einungis færa sprotann inn að hálfu. Tæmið túpuna alveg og haldið samanklemmdri á meðan sprotinn er dreginn út. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna. Varnaðarorð: Gætið varúðar við notkun hjá börnum yngri en 3 ára. Notið ekki ef einstaklingur þjáist af blæðandi eða særandi gyllinæð, þarmabólgu eða bráðum maga- eða þarmasjúkdómi. Má aðeins nota daglega í skamman tíma. Óeðlilega mikil notkun getur valdið niðurgangi og vökvatapi. Ef þörf er á hægðalyfjum daglega skal kanna ástæður hægðatregðunnar. Tíð eða endurtek- in notkun í meira en viku getur valdið ávanabindingu. Ef blæðir frá endaþarmi eða ef engin hægðalosun verður eftir notkun getur ástæðan verið alvarleg. Skal þá meðferð hætt og leitað læknis. Inniheldur sorbínsýru sem getur valdið staðbundnum útbrotum. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki er búist við óæskilegri verkun hjá fóstrum/nýburum sé lyfið notað eins og mælt er fyrir um. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., sími: 535-7000. Söfn og minnismerki eru aðalsmerki Washing-ton borgar en Lonely Planet velur hana sem eina af heitustu áfangastöðum næsta árs. Þar ber helst að nefna Smithsonian-söfnin. Söfnin eru vel heimsóknarinnar virði en þau eru 19 talsins. Þar er að finna allt frá 3,5 milljarða gömlum stein- gervingum til geimferðabúnaðar Apollo. Það er ókeypis inn á söfnin og flest þeirra eru á sama skik- anum og göngufæri milli þeirra. Minnismerkið um Abraham Lincoln er tilkomu- mikið að sjá og eitt af því sem ætti að festa á mynd í ferðalagi. Á næsta ári eru 150 ár síðan Abraham Lincoln var skotinn til bana og verður af því tilefni sett upp sýning þar sem meðal annars má berja augum byssuna sem notuð var til verksins. Georgetown er sögulegt hverfi sem áhugavert er að skoða og ku víst einnig vera verslunarparadís. Þar er einnig að finna spennandi veitingastaði í röðum með matseld frá öllum heimshornum. Gönguferð í gegnum Old Town Alexandria er líka spennandi fyrir söguáhugafólk. SPENNANDI BORG ÁFANGASTAÐIR Undir lok árs er tilvalið að skipuleggja ferðalög næsta sum- ars. Á vef Lonely Planet er búið að taka saman heitustu áfangastaðina 2015 og auðvelda okkur þar með valið. Washington DC trónir þar í fyrsta sæti. VINSÆL Washington DC er sögð ein af þeim tíu borgum sem spennandi er að heimsækja á næsta ári. ÁHUGAVERÐ SÖFN Mörg áhugaverð söfn og minnismerki er að finna í borginni. Smithsonian-söfnin tróna þar efst en þar er að finna allt frá milljarðagömlum stein- gervingum til búnaðar sem notaður var í geimferðum Apollo. FORSETI Minnismerkið um Abraham Lincoln, 16. forseta Bandaríkjanna er eitt af helstu kenni- leitum borgarinnar. Á næsta ári eru 150 ár síðan Lincoln var skotinn. Af því tilefni verður opnuð sýning þar sem meðal annars verður hægt að skoða byssuna sem notuð var til verksins. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.