Fréttablaðið - 17.12.2014, Side 28
FÓLK|FERÐIR
Alda Margrét fór með foreldrum sínum til Kanaríeyja um jólin 1977, þá unglingur, og fannst notalegt að
vera í birtunni og góða veðrinu. Núna er
hún með stóra fjölskyldu og börnin upp-
komin. „Tvö þau yngstu, 19 og 23 ára, fara
með í sólina. „Við fórum til Kanaríeyja um
jól 2009 og 2012. Mér finnst mjög notalegt
að vera í sólinni og finnst skemmtilegt að
stunda útiveru. Þarna er yndislegt um-
hverfi og góðar strendur. Við söknum
ekki íslenskra jóla, enda njótum við alls
þess sem aðventan hefur upp á að bjóða
hér heima. Við erum þegar búin að halda
hangikjötsveislu fyrir fjölskylduna og
síðan borðum við íslenska jólamatinn,
hamborgarhrygg, þegar við komum aftur
heim,“ segir Alda Margrét en fjölskyldan
flýgur út á föstudag með Sumarferðum.
SANNUR JÓLAANDI
Gran Canaria er þriðja stærsta eyjan í
Kanarí eyjaklasanum en eyjarnar eru sjö.
Á Kanaríeyjum er hlýtt árið um kring og
draga eyjarnar að sér mikinn fjölda ferða-
manna frá Norðurlöndum, Þýskalandi
og Englandi auk Spánverja. Alda Margrét
segir að hún hafi fundið fyrir nokkurri
fjölgun ferðamanna á eyjunni þegar hún
kom þangað 2012 miðað við árið 2009 en
þá hafi verið mikill samdráttur. Hún segist
vita til þess að fjölgunin verði enn meiri
núna og flestar ferðir uppseldar.
Alda Margrét segist taka með sér smá
jólastemningu til Kanarí. „Við tökum
með okkur jólastyttur af Jesú, Maríu og
hirðingjunum og setjum upp. Einnig hef
ég jóladúk og kerti með mér. Það þarf ekki
meira til að gera jólalegt. Við erum sam-
mála um að jólin eru innra með manni en
ekki ytra,“ segir Alda en allir taka með sér
tvo pakka til að taka upp á aðfangadags-
kvöld. Við hlustum líka á íslenskt útvarp í
gegnum tölvuna. „Á aðfangadag förum við
út að borða, síðast fórum við á Íslendinga-
hitting þar sem boðið var upp á þrjá jóla-
lega rétti. Við erum ekki búin að ákveða
hvort við förum þangað núna eða prófum
eitthvað annað í þetta skiptið.“
MARGT BREYST
Fjölskyldan ætlar að njóta sólarinnar í
sautján daga og koma til baka 5. janúar.
„Við borðum jólamatinn okkar á þrett-
ándanum,“ segir Alda. „Þegar ég fór til
Kanarí sem unglingur héldu Spánverjar
jól á þrettándanum sem tengist þeirra
siðum. Það hefur margt breyst og í dag
skreyta þeir í okkar anda. Maður sér
jólasveininn hanga á svölum og jólaserí-
ur eru líka sjáanlegar. Vissulega er þó
margt ólíkt og það er bara gaman að upp-
lifa það. Mér finnst þetta vera yndisleg
tilbreyting sem styttir veturinn mikið.
Við verðum með íbúð rétt við ströndina,
erum dugleg að fara í göngutúra, spila
minigolf eða keyra um og skoða eyj-
una. Það er margvísleg afþreying í boði.
Við höfum líka farið í enska kirkju sem
Norðurlandabúar og Englendingar sækja
yfir hátíðirnar og það er mjög hátíðlegt,“
segir Alda Margrét sem var byrjuð að
pakka sumarfötunum í töskur.
■elin@365.is
Í SÓL OG BLÍÐU Á KANARÍ UM JÓLIN
ÖÐRUVÍSI JÓL Stór hópur sólþyrstra Íslendinga ætlar að verja jólum og áramótum á Kanaríeyjum. Alda Margrét Hauksdóttir er að
fara í þriðja skiptið ásamt fjölskyldu sinni og hlakkar mikið til. Hún fór reyndar fyrst árið 1977 og segir margt hafa breyst síðan þá.
KLÖRUBAR Fjölskyldan, Alda, maður hennar, Grettir Sigurjónsson, og börnin, Nanna, Einar og Kári, á hinum
víðfræga Klörubar þar sem Örvar Grétarsson lék oft íslensk jólalög fyrir gesti. MYND/EINKASAFN
BÚIN AÐ PAKKA Alda Margrét er hér með barna-
barnið, Unu Björt, sem verður án ömmu sinnar þessi
jól. MYND/EINKASAFN
Á GÖNGU Alda Margrét og fjölskylda hennar fara daglega í göngu eftir ströndinni en þar er fjölbreytt mannlíf.
Þriðja árið í röð býður Veiðiportið upp á glæsilegt fluguhnýtingarsett handa byrjendum sem inniheldur
efni í flugur sem hafa sannað sig í ís-
lenskum ám og vötnum undanfarin ár.
Settið er sett saman af íslenskum flugu-
hnýtingarmönnum og inniheldur efni í 20
vinsælustu flugur landsins, bæði ætlaðar
til lax- og silungsveiða. Að sögn Tómasar
Skúlasonar, framkvæmdastjóra Veiðiports-
ins, eru allar þessar flugur löngu búnar að
sanna sig gegnum árin hér á landi. „Við
köllum þetta „íslenska fluguhnýtingar-
settið“ vegna þess að það er sett saman
sérstaklega fyrir flugur sem hafa sannað
sig hérlendis. Flugurnar eru þó bæði inn-
lendar og erlendar og má þar nefna þekkt-
ar flugur á borð við Snælduna, Francis,
Mýsluna, Nobbler, Krókinn, Black Ghost,
Peter Ross Peacock og Black Killer svo
einhverjar séu nefndar sem allir reyndir
veiðimenn þekkja. Með settinu fylgir einn-
ig efnislisti með númerum sem búið er að
þýða yfir á íslensku.“ Í fluguhnýtingarsett-
inu má einnig finna öngulklemmu, lakknál,
keramik-keflisheldu, skæri, fjaðurklemmu
og hátt í 100 öngla.
Að sögn Tómasar hefur fluguhnýtingar-
settið fengið mjög góð viðbrögð en versl-
unin hefur selt rúmlega 200 sett undan-
farin tvö ár. „Settið er eðlilega stílað inn á
byrjendur og hefur vakið mikla lukku. Það
hentar fyrir veiðimenn á öllum aldri og
meira að segja börn niður í átta ára aldur
hafa nýtt það. Svona sett er náttúrulega
tilvalið í jólagjafapakkann til veiðimanns-
ins. Það er nefnilega fátt notalegra en að
ylja sér við heitan kaffibolla á köldum
vetrardegi og hnýta nokkrar flugur. Þeir
sem eru lengra komnir leyfa oft sköpunar-
gáfunni að njóta sín og breyta þekktum
flugum örlítið og gera sínar eigin útgáfur.
Þær reynast oft betur en frumgerðin og
verða í kjölfarið sannarlegar leyniflugur
sem enginn fær að sjá nema kannski nán-
ustu aðstandendur veiðimannsins.“
Fluguhnýtingarsettið frá Veiðiportinu
kostar einungis 14.950 kr. en verðið hefur
haldist óbreytt í þrjú ár.
Allar nánari upplýsingar má finna á
www.veidiportid.is og á Facebook-síðu
Veiðiportsins.
FLUGUHNÝTINGARSETT Í JÓLAGJÖF
VEIÐIPORTIÐ KYNNIR Fluguhnýtingarsettið sem Veiðiportið hefur selt undanfarin ár hefur notið mikilla vinsælda enda hentar það
veiðimönnum á öllum aldri. Settið inniheldur efni í 20 vinsælustu laxa- og silungaflugur landsins.
SÍGILDAR Tvær þekktar flugur, rauður Francis og
svartur Nobbler. MYND/ÚR EINKASAFNI
VINSÆLASTAR Fluguhnýtingarsettið inniheldur efni í 20 vinsælustu flugur landsins. MYND/GVA