Fréttablaðið - 17.12.2014, Page 46
17. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 38
BAKÞANKAR
Ragnheiðar
Tryggvadóttur
Einn virtasti tónlistarmaður
R&B-heimsins, D’Angelo, gaf út
fyrstu plötu sína í fjórtán ár síð-
astliðið sunnudagskvöld.
Platan ber nafnið Black Mess-
iah og er að sögn D’Angelo sú
pólitískasta sem hann hefur gert.
„Hún fjallar um fólk að rísa upp
í Ferguson, Egyptalandi og á
Occupy Wall Street-mótmælunum
og um alla þá staði þar sem íbú-
arnir fá sig fullsadda og ákveða
að láta af breytingum verða,“
segir hann.
Questlove, trommari The
Roots og einn þeirra sem lögðu
sitt af mörkum á plötunni, hafði
þetta um hana að segja: „Þetta
er ástríðuverkefni og þetta er
allt. Ég vil virkilega ekki tala um
hana með ýkjum eða mikillæti en
platan er allt. Hún er falleg, hún
er ljót, hún er sannleikur, hún er
lygar. Hún er allt.“
D’Angelo gefur
út nýja plötu
D’ANGELO Tónlistarmaðurinn hefur
gefið út sína fyrstu plötu í fjórtán ár.
Vefsíðan leikhus.is er nú komin
með nýjan og endurbættan vef
en þar er hægt að finna allt um
leikhús á Íslandi á einum stað. Á
vefnum er hægt að nálgast upp-
lýsingar um allar leiksýningar á
landinu, bæði áhuga- og atvinnu-
leikhússýningar.
Í tilkynningu
frá síðunni, sem
stofnuð var af
Gunnari Andra
Þórissyni frá
Söluskóla Gunn-
ars Andra, segir
að á næsta ári
verði síðan vett-
vangur lifandi
skoðanaskipta
um leikhús og
leikhúsmál, þar sem hægt verði
að lesa umfjallanir, gagnrýni og
fleira.
Vefurinn var upprunalega
stofnaður til að færa leikhúsið
nær almenningi og auka mögu-
leika áhuga- og atvinnuleikhúsa
og hópa til að kynna sig.
Uppfærður
leikhúsvefur
GUNNAR ANDRI
ÞÓRISSON
Eigandi vefsins
leikhús.is
„Það var nú bara haft samband
við mig frá auglýsingastofu og
ég beðinn að búa til sketsa,“ segir
Ólafur Ásgeirsson leiklistarnemi,
sem sló í gegn í auglýsingum fyrir
Orville-popp.
„Ég var settur með leikstjór-
anum Eilífi Erni Þrastarsyni í
verkefnið og við áttum að semja
sketsana saman. Það versta var
að við þekktumst ekkert svo það
tók okkur alveg góðan mánuð að
kynnast áður en við gátum farið að
vinna að handritinu,“ segir Ólafur.
Samstarfið gekk þó á endanum
vonum framar og tveimur mán-
uðum síðar varð karakterinn Orri
Redenbacher til, en hann átti að
vera erfingi popprisans. „Orri lifir
í einhverri bólu og er alveg sama
um annað fólk,“ segir Ólafur, sem
fór með hlutverk Orra. Með honum
í sketsunum er körfuboltamaður-
inn Ragnar Nathanaelsson sem
spilar með Sundsvall Dragons í
Svíþjóð. Í auglýsingunum ber hann
Orra um, þar sem hann telur sig
yfir það hafinn að ganga sjálfur.
„Þetta var mjög fyndið því
hann er miklu stærri en ég. Hann
á þakkir skilið því hann skróp-
aði á körfuboltaæfingum til þess
að vera með í sketsunum,“ segir
hann. Ólafur er þessa dagana að
sýna trúðasýningu nema í leiklist
í Listaháskóla Íslands og stefnir að
því að útskrifast í vor. - asi
Sló í gegn sem popperfi ngi
Leiklistarneminn Ólafur Ásgeirsson hefur vakið athygli fyrir leik í auglýsingu.
POPPERFINGINN Ólafur í
hlutverki Orra. Með honum í mynd-
bandinu er körfuboltamaðurinn
Ragnar Nathan aelsson.
Það má alltaf deila um hvenær fólk er orðið fullorðið eða hvenær má kalla
að það sé orðið ráðsett. Sumir telja sig í
fullorðinna tölu á fermingardaginn, aðrir
miða við bílpróf, lögráða aldur eða dag-
inn sem þeir ganga inn í vínbúð án þess að
horfa flóttalega í kringum sig. Stundum
eru þeir kallaðir eilífðarunglingar, þessir
sem vilja ekki fullorðnast. Þeir sem kalla
þá eilífðarunglinga eru stundum kallaðir
gamlar sálir. Þegar fólk eignast börn
verður það óneitanlega að láta af ýmsum
barnalegum siðum sjálft. Kannski má þá
telja það fullorðið. En stundum er eins og
það renni skyndilega upp fyrir okkur að
við erum orðin fullorðin, kannski við ein-
hverjar sérstakar aðstæður.
ÉG er ekki frá því að ég hafi upplifað
þess konar uppljómun fyrir stuttu.
Það að ég fylli fjóra tugi á næsta
ári hafði ekkert með hana að gera.
Þessu laust bara skyndilega niður
í kollinn á mér.
Á tíunda áratugnum var ég nefni-
lega hugfangin af rokkhljómsveit
einni og öllum meðlimum hennar.
Síðhærður söngvarinn átti hug minn og
hjarta í nokkur ár, jafnvel eftir að hljóm-
sveitin leystist upp og kenna mætti honum
um hvernig fór. Æ síðan hef ég fengið
sérstakan sting í magann þegar ég heyri
lögin. Gítarsólóin gátu meira að segja
komið fram tárum, ég segi það satt.
OG nú var von á gítarleikara þessarar
hljómsveitar til landsins þar sem hann
myndi trylla lýðinn með fingralipurð sinni.
Reyndar yrði hann sá eini úr þessari ein-
stöku hljómsveit en með einvala lið með sér
hafði ég heyrt. Þetta yrði magnað kvöld.
ÞEGAR þetta einstaka kvöld rann loks upp
var ég vissulega á tónleikum. Tónarnir
sem ómuðu í eyrunum komu meira að segja
fram tárum við og við. Það voru þó ekki
síðhærðir eilífðarunglingar við hliðina á
mér, öskrandi um græna grasið í Paradísar-
borginni. Ég sat í brakandi baststól við hlið
tengdamóður minnar í tilkomumiklum sal
Hallgrímskirkju og hlustaði á aðventusöng
Mótettukórsins. Þetta var magnað kvöld.
OG þá rann það upp fyrir mér. Ég er orðin
fullorðin.
Paradísarborgin
EXODUS 3D KL. 5.45 – 9
MOCKINGJAY– PART 1 KL. 8 – 10.40
DUMB AND DUMBER TO KL. 5.30 – 8 – 10.30
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 5.30
NIGHTCRAWLER KL. 8 – 10.30
ST. VINCENT KL. 5.30
EXODUS 3D KL. 4.30 – 8 – 11
EXODUS 2D KL. 8 – 11
EXODUS 3D LÚXUS KL. 4.30 – 8 – 11
MOCKINGJAY – PART 1 KL. 8 – 10.45
BIG HERO 6 3D KL. 3.15 – 5.30
BIG HERO 6 2D KL. 3.15 – 5.30
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 3.15
DUMB AND DUMBER TO KL. 5.30 – 8 – 10.30
- EMPIRE
JÓLAMYNDIN Í ÁR
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
EMPIRENEW YORK POST
siAMS
HOLLYWOOD REPORTER
EMPIRE ROLLING STONE
EMPIRE
Jólamyndin 2014
Jólamyndin 2014
HARÐSNÚINN
blandari
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
7, 10(P)
4:30
4:30
7, 10
4:30
10