Fréttablaðið - 17.12.2014, Qupperneq 48
Ég var alveg hættur
að geta haldið andliti
þarna undir lokin.
Lárus Helgi Ólafsson, markvörður HK
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
REYKJAVÍK • Fiskislóð 1
AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3
ellingsen.is
Munið
gjafabréfi
n!
Gefðu
góða skó
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
4
4
1
5
9
SOREL WINTER CARNIVAL
Brúnir og grænir.
Stærðir 36,5–41
24.990 KR.
ZAMBERLAN TREK LITE
Stærðir 40–48
36.990 KR.
SOREL YOOT PAC
BARNAKULDASKÓR
Blá og bleik. Stærðir 25–39
18.990 KR.
SOREL CHEYANNE
Svartir og brúnir. Stærðir 41–46
34.990 KR.
Jólagjöfin fæst
í Ellingsen
SPORT 17. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR
HANDBOLTI Lárus Helgi Ólafsson,
markvörður HK í Olís-deild karla
í handbolta, fór á kostum í leik HK-
inga gegn FH á mánudagskvöldið.
Hann varði ríflega 20 skot í leikn-
um, þar af sjö vítaköst. Því miður
fyrir Lárus tapaði HK leiknum
með þremur mörkum.
„Þetta var að sjálfsögðu gaman,
en að sama skapi hrikalega svekkj-
andi að tapa leiknum. Við skorum
náttúrlega bara átta mörk í seinni
hálfleik,“ segir Lárus Helgi í sam-
tali við Fréttablaðið.
Varnarmenn HK stóðu vakt-
ina ekki alveg nægilega vel enda
fengu gestirnir úr Hafnarfirðinum
heil átta vítaköst. „Það var svekkj-
andi að verja þau ekki öll,“ segir
Lárus Helgi, en Daníel Matthías-
son, línumaður FH, var sá eini
sem fann leiðina fram hjá Lárusi
af vítalínunni. „Ég var í þeim bolta
líka,“ segir hann.
En hvernig fara menn að því að
verja sjö vítaköst? „Maður var í
stuði og svo er þetta smá heppni
líka. Bara samspil nokkurra þátta.
Ég var alveg hættur að geta hald-
ið andliti þarna undir lokin. Við
og FH-ingarnir hlógum bara að
þessu.“
Sebastian á metið
Ótrúlegt en satt er þetta ekki met
í efstu deild karla því Sebastian
Alexandersson, markvörðurinn
þrautreyndi sem er enn að spila í 1.
deildinni, varði átta vítaköst gegn
Haukum árið 1998.
Fram kemur í Morgunblaðinu
í grein um þann leik að Sebasti-
an hafi bætt met ÍR-ingsins Guð-
mundar Gunnarssonar sem varði
sjö vítaköst gegn Val árið 1971.
HK-ingar, sem tæknilega séð
féllu úr deildinni í fyrra eftir
ömurlegt tímabil þar sem þeir
unnu aðeins einn leik, eru einnig
rótfastir við botninn þennan vet-
urinn með fjögur stig eftir fimm-
tán umferðir.
„Það er farið að reyna á okkur
að tapa svona mörgum leikjum,
sérstaklega að tapa leik eins og
gegn Stjörnunni í bikarnum með
tólf mörkum. Það er nóg eftir af
mótinu en liðin fyrir ofan okkur
hafa verið að vinna leiki á meðan
við höfum verið að slaka á ef eitt-
hvað er. Við verðum að fara að rífa
okkur í gang,“ segir Lárus Helgi.
Bræðurnir spila saman
Þorgrímur Smári Ólafsson, skytta
HK-inga og bróðir Lárusar, er
markahæstur í liðinu þannig að
synir Ólafs Björns Lárussonar
verða seint sakaðir um að gera
ekki sitt fyrir HK. Þeir spiluðu
einnig saman hjá Gróttu og Val.
„Það er hrikalega gaman að
vera að æfa með honum. Það ger-
ist örsjaldan að við rífumst. Þá
öskrum við aðeins hvor á annan
en svo er það búið. Við förum sam-
ferða á flestar æfingar og svona.
Við erum bara orðnir pakkadíll,“
segir Lárus Helgi Ólafsson.
tomas@365.is
Svekkjandi að verja ekki öll
Lárus Helgi Ólafsson, markvörður HK í Olís-deild karla, gerði sér lítið fyrir og varði sjö víti af þeim átta sem
hann fékk á sig gegn FH í tapleik. HK-ingar eru rótfastir við botn deildarinnar og þurfa að taka sér tak.
VÍTABANI Lárus Helgi Ólafsson jafnaði árangur Guðmundar Gunnarssonar frá árinu
1971 en Sebastian Alexandersson á metið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KÖRFUBOLTI Það verða örugglega
ánægjulegir endurfundir hjá Önnu
Maríu Sveinsdóttur og félögum
hennar úr Íslandsmeistaraliði Kefla-
víkur frá 1998 þegar hin bandaríska
Jenny Boucek kemur til Íslands í
janúar. Boucek heillaði alla fyrir
tæpum sautján árum og heillaðist
sjálf af landi og þjóð. Nú snýr hún
aftur og heldur æfingabúðir fyrir
stelpur á aldrinum átta til sautján ára.
„Björg (Hafsteinsdóttir) fékk þessa
hugmynd í haust þegar við settumst
niður og fórum yfir það hvernig fjár-
öflun vetrarins yrði. Okkur datt í
hug að athuga það hvort hún væri til
í að koma,“ segir Anna María Sveins-
dóttir, sem var spilandi þjálfari
Keflavíkurliðsins fyrir sautján árum.
„Þegar hún var hérna þá varð hún
alveg heilluð af landi og þjóð. Fannst
allt æðislegt, fiskurinn og allt þetta.
Mamma hennar og pabbi komu og afi
hennar og amma komu líka. Það kom
öll fjölskyldan til hennar og þetta var
mjög sérstakt fyrir erlendan leik-
mann og öðruvísi en við áttum að
venjast,“ segir Anna María.
Jenny Boucek hefur ekki komið
til Ísland allan þennan tíma en Anna
María segir að þær hafi haldið sam-
bandi við hana. „Okkur datt því í hug
að spyrja hana hvort hún hefði áhuga
á því að koma, setja upp æfingabúðir
og jafnvel þjálfarafundi og eitthvað
svoleiðis. Hún var meira en lítið til í
það,“ segir Anna María.
Leikir Jenny Boucek með Keflavík
voru síðustu leikir hennar á atvinnu-
mannaferlinum en hún meiddist um
sumarið og var ekkert með Cleve-
land Rockers í WNBA-deildinni eins
og árið áður.
Jenny Boucek fór strax út í þjálf-
un. Hún var aðalþjálfari WNBA-
liðsins Sacramento Monarchs frá
2007 til 2009 en hefur lengst af verið
aðstoðar þjálfari hjá Seattle Storm og
sinnir því starfi í dag.
Jenny Boucek kom til Keflavíkur í
nóvember 1997 og spilaði alls 18 leiki
í öllum keppnum. Keflavík vann 16
af þessum 18 leikjum og varð bæði
Íslands- og bikarmeistari. Boucek
skoraði 27 stig í bikarúrslitaleiknum
og var með 18,2 stig, 5 stolna bolta
og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í
úrslitakeppninni.
„Þetta var algjör sigurvegari sem
leikmaður og hún er frábær karakt-
er og algjör liðsleikmaður. Þó að hún
hafi verið svakalega góð hjá okkur þá
var liðið alltaf í fyrsta sæti hjá henni.
Þetta er svakalega flottur karakter.
Ég var spilandi þjálfari á þessum
tíma og hún hjálpaði mér helling. Hún
var oft að grípa inn í og koma með
hugmyndir. Ég sá því strax þjálfara-
takta hjá henni,“ segir Anna María
sem hefur engar áhyggjur af ein-
hverjum stjörnustælum hjá WNBA-
þjálfaranum.
„Við vorum að spyrja hana út í það
hvort hún væri með einhverjar kröf-
ur. Nei það var ekkert svoleiðis. Hún
vildi bara vera með okkur og okkar
fjölskyldum og komast síðan í rækt-
ina einu sinni á dag. Það voru einu
skilyrðin sem hún setti. Hún er enn
á fullu að æfa og þegar ég talaði við
hana á Skype um daginn þá var eins
og hún hefði verið geymd í formalíni
því það var eins og ég hefði hitt hana
í gær,“ segir Anna María í léttum tón.
Anna María mælir með því að
lauma námskeiðinu í jólapakkann
fyrir upprennandi körfuboltakonur.
„Krakkar eiga nú allt í dag þannig
að okkur fannst það mjög sniðugt að
geta boðið þetta sem jólagjöf. Þess
vegna vorum við að auglýsa þetta
svona snemma og gefum út gjafa-
bréf fyrir þá sem vilja,“ segir Anna
María.
Æfingabúðirnar verða í Keflavík
10. til 11. janúar og er hægt að skrá
sig á kvennarad@keflavik.is. Jenny
Boucek er yfirþjálfari búðanna og
stýrir þeim ásamt fjölda valinkunnra
þjálfara og leikmanna úr körfubolta-
hreyfingunni. - óój
Eins og hún hefði verið geymd í formalíni
Jenny Boucek vann tvöfalt með Kefl avík 1998 og snýr nú aft ur sautján árum síðar til að stýra æfi ngabúðum.
ÍSLANDS- OG BIKARMEISTARAR 1998 Jenny Boucek með liðsfélögum sínum í Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/BRYNJAR GAUTI
HJÁLPAÐI KEFLAVÍK AÐ
VINNA TVÖFALT Jenny
Boucek í leik með Kefla-
víkurliðinu vorið 1998.
FRÉTTABLAÐIÐ/BRYNJAR GAUTI