Fréttablaðið - 17.12.2014, Page 50

Fréttablaðið - 17.12.2014, Page 50
17. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 42 FÓTBOLTI „Ég sit bara og bíð,“ segir Hannes Þór Halldórsson, lands- liðsmarkvörður í knattspyrnu, við Fréttablaðið um stöðu sína. Hann- es lauk sínu fyrsta ári í atvinnu- mennsku fyrr í vetur þegar hann féll með norska liðinu Sandnes Ulf úr úrvalsdeildinni þar í landi á ævintýralegan hátt. Hannes átti mjög gott tímabil þrátt fyrir fall liðsins, en hann fékk gríðarlega góða dóma allt árið og sagði í umsögn Verdens Gang um hann undir lok tímabils að liðið væri fyrir löngu fallið hefði hans ekki notið við. Hannes fékk á sig 53 mörk í 30 leikjum með Sandnes og hélt hreinu í fyrstu þremur leikj- um undankeppni EM 2014 þar sem strákarnir eru í góðum málum. „Það er einhver áhugi hér og þar en liðin eru ekkert að drífa sig í að koma með tilboð. Ég er bara að bíða og sjá hvað gerist. En þang- að til get ég ekkert annað gert en undirbúið mig fyrir æfingu hjá Sandnes 5. janúar,“ segir Hannes. Hann vill helst ekki spila með Sandnes í B-deildinni en neyðist til þess berist ekki tilboð í hann. „Ef ekkert annað gerist þá er ég náttúrlega samningsbundinn Sandnes og þá er ekkert annað í stöðunni en að spila þar áfram. En ég er búinn að segja mönnum þar sem og öllum að ég vilji spila í betri deild, með fullri virðingu fyrir Sandnes. Ég er líka alveg vongóður um að það gerist. Mér finnst líklegra en ekki að ég fái tilboð,“ segir Hannes. Landsliðsmarkvörðurinn er hér heima á Íslandi þessa dagana og heldur sér í formi. „Ég er að æfa með KR og fara í ræktina,“ segir Hannes sem er að safna orku fyrir átök næsta árs þar sem hann verð- ur í eldlínunni í atvinnumennsk- unni og með íslenska landsliðinu á því sem verður vonandi sögu- legt ár. „Ég hef það bara huggulegt hérna heima í góða veðrinu,“ segir hann og hlær við. „Ég var að koma heim með fjölskylduna úr Smára- lindinni. Við börðumst í gegnum storminn. Maður er bara aðeins að taka fótinn af bensíngjöfinni til að geta komið inn í nýtt ár af krafti,“ segir Hannes Þór Halldórsson. - tom Hannes vongóður um að tilboð berist Landsliðsmarkvörðurinn fer á æfi ngu hjá Sandnes í byrjun nýs árs ef ekkert gerist fyrir áramót. EINBEITTUR Hannes Þór hélt hreinu gegn Hollandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Þegar 16 af 26 umferðum dönsku úrvalsdeild- arinnar í handbolta er lokið trónir Íslendingur á toppi eins lista þegar litið er yfir tölfræði deildar innar. Varnartröllið og landsliðs- maðurinn Vignir Svavarsson, leikmaður HC Midtjylland, hefur fengið flestar tveggja mínútna brottvísanir í deildinni. Hann hefur fengið 16 brottvísanir í 16 leikjum eða eina að meðaltali í leik sem þykir nú ekki slæmt fyrir mann sem spilar fasta vörn og er ansi harður í horn að taka. Hann er einni brottvísun á undan Ásbirni Madsen hjá Mors- Thy og Stefan Hundstrup sem leikur með Bjerringbo-Silkeborg. Vignir hefur einnig spilað sóknarleikinn í Danmörku af meiri krafti en undanfarin ár og er markahæsti Íslendingurinn í úrvalsdeildinni. Hann er búinn að skora 48 mörk í 16 leikjum, fimm mörkum meira en hornamaður- inn Guðmundur Árni Ólafsson hjá Mors-Thy. - tom Vignir fær fl est- ar brottvísanir VARNARTRÖLL Vignir er harður í horn að taka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KOSNING Lesendum Vísis gefst færi á að útnefna íþróttamann ársins 2014 nú um áramótin. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar og er öllum frjálst að senda inn. Tekið er við tilnefningum á net- fanginu ithrottamadurarsins@visir. is en frestur til að tilnefna rennur út næstkomandi sunnudag, þann 21. desember. Ritstjórn Vísis fer yfir innsendar tilnefningar og í kjölfarið hefst atkvæðagreiðsla. Einstaklingurinn verður heiðraður í byrjun nýs árs. Í tilnefningunni þarf nafn viðkom- andi að koma fram auk upplýsinga um hvers vegna viðkomandi á skilið að vera útnefndur sem Íþróttamaður ársins 2014. Farið verður yfir tilnefningar með tilliti til rökstuðnings og fjölda tilnefninga sem hver og einn fær. Atkvæðagreiðsla fer svo fram á Vísi yfir jólin. Tilnefndu þína konu eða þinn mann á netfanginu ithrottamadur- arsinss@visir.is með fullu nafni við- komandi og stuttum rökstuðningi. Veldu íþróttamann ársins 2014 á Vísi Nurofen Apelsin Íbúprófen mixtúra fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 12 ára Fæst í Lyfjum & heilsu Nurofen Apelsin 40 mg/ml mixtúra, dreifa. Inniheldur Íbúprófen. Til skammtímameðferðar gegn vægum til miðlungi alvarlegum verkjum eða hita. Skammtar og lyfjagjöf: Til inntöku. Dagsskammtur af Nurofen er 20-30 mg/kg líkamsþyngdar tekin inn í 3-4 aðskildum skömmtum á u.þ.b. 6 til 8 klst. fresti. Mælt er með því að sjúklingar sem eru viðkvæmir í maga taki Nurofen með mat. Ekki ráðlagt fyrir börn yngri en 6 mánaða eða undir 8 kg. Aðeins til skammtímanotkunar. Leita skal til læknis ef einkenni versna. Ef lyfið er notað án lyfseðils og einkenni barnsins eru viðvarandi í meira en 3 daga skal leita til læknis. Lágmarka má aukaverkanir með því að nota lægsta virka skammt í eins stuttan tíma og hægt er til að meðhöndla einkenni. Ekki má taka lyfið ef þú: Hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni, bólgueyðandi gigtarlyfjum, hveiti eða einhverju innihaldsefnanna, sögu um berkjukrampa, astma, nefslímubólgu eða ofsakláða í tengslum við inntöku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja, sögu um blæðingar eða rof í meltingarvegi í tengslum við fyrri meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum, virk sár, eða sögu um endurtekin sár/blæðingar í maga, virka blæðingu í heila eða annars staðar, alvarlega lifrarbilun, alvarlega nýrnabilun, alvarlega hjartabilun, storkuvandamál, óútskýrðar truflanir á blóðmyndun svo sem blóðflagnafæð, ert á síðasta þriðjungi meðgöngu, tekur önnur bólgueyðandi gigtarlyf eða meira en 75 mg af acetýlsalicýlsýru daglega, ert með hlaupabólu, hefur nýlega gengist undir stóra skurðaðgerð, hefur ofþornað. Gæta skal sérstakrar varúðar og ræða við lækni eða lyfjafræðing ef þú ert með, hefur einhvern tíman fengið eða átt hættu á að fá: Bandvefssjúkdóm, þarmasjúkdóm, hjarta og/eða æðasjúkdóm, skerta nýrnastarfsemi, lifrarsjúkdóm, óþol fyrir sykrum eða ef þú tekur önnur lyf. Regluleg notkun verkjalyfja getur leitt til varanlegra truflana á nýrnastarfsemi. Andþyngsli geta komið fyrir ef barnið hefur astma, langvinnt nefrennsli, sepa í nefi eða ofnæmissjúkdóma. Örsjaldan hefur verið greint frá alvarlegum viðbrögðum í húð í tengslum við notkun bólgueyðandi gigtarlyfja. Hætta skal notkun Nurofen Apelsin strax við fyrstu merki um útbrot á húð, sár á slímhúðum eða önnur einkenni ofnæmisviðbragða. Lyf svo sem Nurofen Apelsin geta tengst aukinni hættu á hjartaáfalli eða heilaslagi. Ekki nota meira en ráðlagðan skammt og ekki lengur en ráðlagt er. Ef blæðing eða sár koma fram í meltingarvegi ætti að hætta meðferð strax. Hættan á blæðingum, sáramyndun eða rofi í meltingarvegi eykst við notkun stærri skammta af bólgueyðandi gigtarlyfjum, hjá sjúklingum með sögu um sár í meltingarvegi, einkum ef þeim hafa fylgt blæðingar eða rof og hjá öldruðum. Lyfið getur dulið einkenni sýkinga og hita. Sjúklingar með sögu um aukaverkanir í meltingarfærum, sérstaklega aldraðir, ættu að hafa samband við lækni án tafar og greina frá öllum óvenjulegum einkennum frá meltingarvegi. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. • Hitalækkandi • Verkjastillandi • Bólgueyðandi Sýnt hefur verið fram á að Nurofen apelsin slær á hitann eftir aðeins 15 mínútur og áhrifanna gætir í allt að 8 klukkustundir www.lyfogheilsa.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.