Fréttablaðið - 24.12.2014, Page 8

Fréttablaðið - 24.12.2014, Page 8
24. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 GLEÐILEGA HÁTIÐ TIL SJÁVAR OG SVEITA OG FARSÆLT KOMANDI ÁR NORÐUR-KÓREA Norður-Kórea missti internetaðgang sinn í um níu tíma aðfaranótt þriðjudags og átti í vandræðum í gærmorgun með að halda tengingunni við int- ernetið. Orsökin virtist vera utan- aðkomandi truflun sem ekki hefur fengist útskýring á. Matthew Prince, formaður fyrir tækisins CloudFlare sem er internetöryggisfyrirtæki, sagði að það hefði verið sem allar leið- ir að internetkerfi Norður-Kór- eu hefðu horfið. „Það var eins og Norður-Kórea hefði verið þurrk- uð út af internetheimskortinu.“ Prince sagði mögulegt að þetta væri verk einstaklings en sagðist ekki geta fullyrt hvort um árás hefði verið að ræða. Spjótin beindust um leið að yfirvöldum í Bandaríkjunum en Norður-Kórea hefur átt í rit- deilum við Bandaríkin að undan- förnu vegna kvikmyndarinnar The Interview sem kvikmynda- verið Sony Entertainment frum- sýnir á jóladag. Vegna árása á tölvukerfi Sony, sem FBI hefur lýst yfir að hafi komið frá Norð- ur-Kóreu, og vegna hótana tölvu- þrjótanna gegn hverjum þeim sem myndi sjá myndina var hætt við sýningu hennar en í gær var ákveðið að henni yrði haldið til streitu. Norður-Kórea hefur þvertek- ið fyrir að hafa átt aðild að tölvu- árásinni á Sony. Barack Obama Bandaríkjaforseti leit árásina á Sony alvarlegum augum og gaf það út að Bandaríkin myndu bregðast við með einhverjum hætti. Tals- kona stjórnvalda vestanhafs sagði þó að almenningur yrði viðbragð- anna ekki endilega var. Dan Holden, sem er yfirmaður viðbragðsteymis internetöryggis- mála hjá Arbor Networks, segist telja það ólíklegt að Bandaríkin hafi staðið á bak við tímabundið internetleysi Norður-Kóreu. Hann teldi þetta einum of augljóst bragð. „Þú myndir ekki vita af við- brögðum frá Bandaríkjunum fyrr en það væri of seint. Þetta lítur ekki út fyrir að vera verk stjórn- valda.“ Kína liggur einnig undir grun en nær allur internetaðgangur Norður-Kóreu fer þar í gegn. Kína hefur neitað að hafa haft nokkuð með málið að gera. Því hefur einnig verið velt upp hvort yfirvöld í Norður-Kóreu hafi af einhverjum ástæðum sjálf tekið upp á því að leggja niður aðgang að interneti sínu. Þá hafa hinir ýmsu hópar aðgerðasinna, á borð við Anonymus eða Lizard Squad, verið nefndir sem mögulegir orsaka- valdar. nanna@frettabladid.is Óljóst hver olli því að inter- net Norður-Kóreu lá niðri Norður-Kórea hafði ekki aðgang að internetinu í um níu tíma í fyrrinótt. Einungis æðstu yfirmenn landsins hafa aðgang að internetinu vegna strangrar ritskoðunar. Spjótin beinast að Bandaríkjunum eða Kína. NETLAUS Norður-Kóreu- menn voru netlausir í níu tíma aðfarar- nótt þriðju- dags. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Fæstir Norður-Kóreubúar fundu fyrir því þegar lokað var fyrir internet landsins þar sem almenningur hefur takmarkaðan aðgang að því. Í landinu er aðeins eitt IP-net með 1.024 IP-tölum. Mörg tæki geta tengst sömu IP-tölunni að vísu en þrátt fyrir það teljast Norður-Kóreubúar til þeirra þjóða sem hafa hvað minnstan aðgang að interneti í heiminum. Til saman- burðar má nefna að hér á landi er RHnetið eitt og sér, en það er hið íslenska háskóla- og rannsóknarnet, með yfir 65 þúsund IP-tölur samkvæmt upplýsingum frá netstjóra ISNIC. Internetið í Norður-Kóreu er einungis í boði fyrir fáa útvalda; æðstu stjórn- endur, nokkra sendiherra, nemendur í herþjálfun og örfáa aðra. Jafnvel sendiráð í Pyongyang hafa verið látin takmarka internetaðgang sinn þar sem hætta er á að borgarbúar nái tengingu við veraldarvefinn með því að koma sér fyrir fyrir utan byggingar þeirra. Almenningur hefur hins vegar aðgang að sérstöku landlægu innra neti, „gervi-interneti“, sem kallast Kwangmyong. Þetta innra net hefur í mesta lagi um 5.500 vefsíður og fá notendur aðeins að sjá síður sem yfir- völd í landinu hafa ákveðið að leyfa þeim að sjá. Hvernig er internetmálum háttað í Norður-Kóreu? SVEITARSTJÓRNIR Meirihluti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps segir óskiljanlegt að fulltrúar minnihluta M-listans hafi setið hjá þegar ákveðið var að áfrýja héraðsdómi um eignarrétt í Dyrahólaey til Hæstaréttar. Með dómnum var viðurkennd sam- tals 18,3 prósent eignarhlutdeild þriggja einstaklinga í Dyrhóla- ey. Meirihlutinn segir það vera skyldu kjörinna fulltrúa að gæta almannahagsmuna. „Í því sam- bandi bendir meirihluti sveitar- stjórnar á sveitarstjórnarlög og siðareglur kjörinna fulltrúa Mýr- dalshrepps.“ - gar Sátu hjá við áfrýjun: Minna fulltrúa á siðareglurnar DYRHÓLAEY Áfrýja töpuðu máli. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.