Fréttablaðið - 24.12.2014, Side 28
24. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar
SIGURBJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR
Viðarrima 4, Reykjavík.
Megið þið eiga gleðilega jólahátíð.
Jakob Jónsson
Guðjón Árni Eggertsson Helena Karlsson
Anna Sóley Eggertsdóttir Gísli Gíslason
Eggert Smári Eggertsson Katharina Snorradóttir
Kristín Björg Eggertsdóttir Jens Ólafsson
barnabörn og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
VILHELMÍNA SIGRÍÐUR
BJARNADÓTTIR
sem lést laugardaginn 20. desember
verður jarðsungin frá Hafnarkirkju
laugardaginn 27. desember klukkan 11.00.
Hulda Valdís Þórarinsdóttir Jón Bjarnason
Guðrún Jóhanna Þórarinsdóttir Birgir Björnsson
Ásbjörn Þórarinsson Vigdís Halldóra Vigfúsdóttir
Elma Stefanía Þórarinsdóttir Hafsteinn Esjar Stefánsson
Olga Þórarinsdóttir Jón Skeggi Ragnarsson
Birna Þórarinsdóttir Guðmundur Hjaltason
Sigurborg Þórarinsdóttir
ömmu- og langömmubörn.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
SIGÞÓR SIGURJÓNSSON
Kirkjulundi,
Garðabæ,
sem lést laugardaginn 6. desember, verður
jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ
mánudaginn 29. desember kl. 15.00. Blóm
og kransar eru afþakkaðir. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Umhyggju, félag langveikra barna.
Sigrún Valgerður Guðmundsdóttir
Gauti Sigþórsson Vera Júlíusdóttir
Börkur Sigþórsson
Hanna Ýr Sigþórsdóttir Dagur Bærings Bjarnason
Viktor, Aron, Kári og Egill.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
amma, systir og frænka,
BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR
Drekavöllum 18,
Hafnarfirði,
lést mánudaginn 15. desember á Land-
spítala við Hringbraut. Hún verður jarðsungin
frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
mánudaginn 29. desember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir,
en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg.
Kristinn Sveinn Axelsson
Elísabet Margrét Kristinsdóttir
Svanhvít Mjöll Aradóttir
Hekla Marín Eiríksdóttir
Hafsteinn Máni Eiríksson
Magnús Þórður Guðmundsson Sólveig Jónína Karlsdóttir
Íris Hrönn Magnúsdóttir
Jólasálmurinn Heims um ból var frum-
fluttur í bænum Oberndorf í Austurríki, í
námunda við Salzburg, á aðfangadag árið
1818. Fáa hefur líklega grunað hversu
vinsæll sálmurinn átti eftir að verða um
allan heim næstu árhundruðin.
Sveinbjörn Egilsson þýddi sálminn
yfir á íslensku en upprunalega textann
samdi Joseph Mohr árið 1816. Mohr
þessi var þá prestur í Mariapfarr, af-
skekktu þorpi í Austurríki. Hann varð
síðan aðstoðarprestur í Oberndorf, og að
morgni aðfangadags árið 1818 á hann
að hafa komið að máli við Franz Gruber,
sem var tónlistarkennari á staðnum, og
beðið hann að semja lag við textann
fyrir tvo einsöngvara, kór og gítar. Þeir
fluttu svo lagið ásamt öðrum við messu
í Nikulásarkirkjunni um kvöldið. Lagið
skipar enn þann dag í dag stóran sess
í hjörtum margra, bæði fullorðinna og
barna.
ÞETTA GERÐIST: Í BÆNUM OBERNDORF Í AUSTURRÍKI, Í NÁMUNDA VIÐ SALZBURG, Á AÐFANGADAG ÁRIÐ 1818:
Jólasálmurinn Heims um ból var frumfl uttur
MERKISATBURÐIR
1801 Gufuvagni Trevihicks ekið upp brekku í Cornwall með sjö
farþega. Þetta var eiginlega fyrsti bíllinn.
1865 Ku Klux Klan stofnað í Pulaski í Tennessee.
1903 Fyrsta bílnúmerið í Bretlandi, A-1, gefið út. Eigandinn var
Russell lávarður, bróðir Bertrands Russell.
1922 Ava Gardner fæðist í Smithfield í Norður-Karólínu.
1934 Jólakveðjur lesnar í fyrsta sinn í Ríkisútvarpinu, klukkan
20.30.
1942 Útsendari Frjálsra Frakka drepur Darlan aðmírál í Alsír.
Jólalagið sígilda Snjókorn falla í flutn-
ingi Ladda hefur ýtt laginu Bahama
í flutningi Ingólfs Þórarinssonar úr
fyrsta sæti karókí-vinsældalista Sjón-
varps Símans. Í byrjun desember komu
fimmtán íslensk jólalög inn í karókí
Sjónvarps Símans.
„Á fyrstu mánuðunum trónaði
Pollapönk á toppnum með Enga for-
dóma. Lagið Bahama sló það svo út og
hefur haldið toppsætinu þar til jóla-
lögin komu inn í upphafi mánaðarins.
Þessi vöxtur í karókíinu hefur komið
skemmtilega á óvart og gert það að
verkum að lagavalið eykst og eykst,
segir Þórir Úlfarsson tónlistarmaður,
en það var fyrir hans tilstilli sem jóla-
lögin voru sett inn.
Viðtökurnar hafa vægast sagt verið
frábærar, en samningurinn við Símann
hljóðaði upp á sextíu ný lög, og munu
tuttugu og fimm lög koma inn ár hvert.
Upphaflega stóð til að gefa lögin út í
karókí-útgáfu á DVD. „Allt sem fer á
slíka diska er stolið og auk þess eiga æ
færri og nota orðið DVD-spilara. Þegar
hugmyndin kviknaði að setja lögin inn
í Sjónvarp Símans sá ég tækifærið.
Þar er auðvelt að nálgast það á lögleg-
an máta og hægt að hafa meiri stjórn
á framboðinu,“ segir Þórir.
Yfir tuttugu þúsund sinnum hafa lög
verið spiluð í karókí í Sjónvarpi Símans
það sem af er mánuðinum. Það stefnir
í að metið verði slegið, sem er um 22
þúsund lög á mánuði.
Snjókorn falla í fyrsta sæti
Karókí í Sjónvarpi Símans hefur slegið í gegn, þá sérstaklega íslensku jólalögin.
Heimir Sindrason, tannlæknir og tón-
skáld, fagnar sjötugsafmæli sínu í
dag, aðfangadag. Hann lauk tann-
læknaprófi frá Tannlæknadeild
Háskóla Íslands árið 1973 og rak eigin
tannlæknastofu í Reykjavík uns hann
hóf störf á Tannlæknastofunni Valhöll
árið 1995, þar sem hann starfar enn
ásamt dóttur sinni og tengdasyni.
Hvort þessi afmælisdagur verði frá-
brugðinn öðrum, segir hann svo ekki
vera og ætlar að geyma veisluhöldin
örlítið. Deginum sjálfum eyðir hann
í faðmi fjölskyldunnar sem kemur
öll í mat á aðfangadagskvöld. „Þetta
verður nú bara ósköp hefðbundið hjá
okkur. Það er ekkert annað í boði en
að bjóða upp á rjúpur sem konan gerir
og svo gerir hún uppáhaldssúpu okkar
allra, aspassúpu. Hún er það góð að
börnin hafa áhyggjur af því að hún
muni fara með leyndarmálið á bak við
hana í gröfina,“ segir Heimir og hlær.
Aðspurður hvernig það sé nú að deila
afmælisdegi með frelsaranum sjálfum,
segist hann alltaf hafa haft gaman af
því að eiga afmæli þennan dag, enda
hafi hann alla tíð verið mikið jóla-
barn. „Maður er nú alltaf spurður að
þessu sama, hvort það sé ekki gaman
að eiga afmæli á aðfangadag. Ég veit
ekki til þess að einhver segi þetta við
þann sem er fæddur 3. júlí eða eitthvað
álíka. En mér hefur alltaf þótt það
gaman og sem barn var ég líka allt-
af öruggur á því að fá aukagjöf, mér
fannst ég aldrei svikinn,“ segir Heimir.
Á sunnudag hyggst Heimir halda
tónleika fyrir fjölskyldu og vini í Frí-
kirkjunni í Reykjavík, þar sem hann
flytur lög eftir sjálfan sig og á eftir er
stefnan að bjóða til veislu.
Heimir er hvað þekktastur fyrir
að hafa samið lagið við ljóð Tómasar
Guðmundssonar, Hótel Jörð. „Það er nú
gaman að segja frá því að ljóðið hans
Tómasar kom út árið 1933, en marg-
ir höfðu aldrei heyrt það fyrr en lagið
var samið við það árið 1964. Textinn
höfðar til svo margra, og það er lík-
lega ástæðan fyrir því hversu vinsælt
það var, hvort sem það var í Óskalög-
um sjómanna eða í jarðarförum,“ segir
Heimir. adda@frettabladid.is
Fannst ég aldrei svikinn
Tónskáldið og tannlæknirinn Heimir Sindrason fagnar sjötugsafmæli í dag.
BÝÐUR TIL TÓNLEIKA Heimir ætlar að halda tónleika fyrir fjölskyldu og vini í tilefni afmælisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Maður er nú alltaf
spurður að þessu sama,
hvort það sé ekki gaman að
eiga afmæli á aðfangadag.
Ég veit ekki til þess að
einhver segi þetta við þann
sem er fæddur 3.julí eða
eitthvað álíka.