Fréttablaðið - 24.12.2014, Síða 32

Fréttablaðið - 24.12.2014, Síða 32
24. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 28 SKYLDU ÞAÐ VERA LJÓÐAJÓL? Ljóðabókaútgáfa stóð með miklum blóma á árinu sem fer að kveðja. Konur áttu þar stóran þátt og hver skáldkonan á fætur annarri sendi frá sér magnaðan skáldskap. Við grípum niður í nokkrar þessara ljóðabóka í tilraun til að endurspegla þá margbreytni sem ríkir í ljóðaútgáfunni. Haustlaufin yfir mér Víst væri gott að geta safnað saman völdum ævistundum og örfáum fölskum minn- ingum líkt og haustlaufum sem leikskólabörn tína úti á túni. Þurrkað þær og slétt límt á stór pappaspjöld hengt á vegg horft á þær með öðru auganu eða báðum meðan skammdegið umvefur bæinn og fyrir löngu orðið leiði- gjarnt að laumast með Face- book-veggjum. Þórdís Gísladóttir, Velúr Faðmlag Bara eitt faðmlag, það er nóg en í staðinn er búið að gera allt segja allt, ræða málin allt til dauða sofa hjá í svörtum nælon- sokkum reyra korselettið gera við allt húsið mig langar bara í eitt faðmlag eitt faðmlag og hvíla þar styrkjast þar finna fyrir þér að þú getur eitthvað lítið. Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Enginn dans við Ufsaklett Drápa (brot) Stjörnur hafa fallið úr festingunni sáldrast yfir götur Brotin stingast eins og hnífsoddar upp úr mjöllinni Flugvél brýst út úr skýjunum strýkst við marglit þökin í miðbænum Í Reykjavík fellur nóttin með hvini eins og öxi Gerður Kristný, Drápa KOK (brot): við söfnum míniatúrum úr gleri hreyfum okkur eftir kerfi rífumst sjaldnar en flestir en þegar það gerist þegar það gerist það gerist gerist agnarsmáum dýrum úr gleri hendurnar úr gleri kynfærin úr gleri fötin úr gleri áform okkar úr gleri loforðin draumarnir gæludýrin úr gleri ásjóna hvors annars úr speglagleri og við blásum litlar lygar út í gleri litlar tilgangslausar lygar út í gleri Kristín Eiríksdóttir, KOK Gleðilegt ár Árið kemur í frakka með spæl sem mér virðist löngu úr móð setur upp hanska úr fórum Harry Klein, ég segi: hættu nú alveg ‚Spennan, kona, spenn- an,’ hvíslar árið um hæl og stingur hnífi og þjóðsöng í vasann Torvelt að vita upp á hverju það tekur næst enginn hefur áður tekið viðlíka tilhlaup Sigurbjörg Þrastardóttir, Kátt skinn (og gloría) erindi enn koma farfuglarnir á hverju vori um langan veg kvikir eins og kompásnál með lífsins þyt í vængjaslætti komnir til að skapa himin í höfði þínu jörð í brjósti þínu ljós í hjarta þínu einu sinni enn Guðrún Hannesdóttir, Slitur úr orðabók fugla „Það er nú ekki alveg rétt að ég hafi þýtt þess- ar þrjár bækur á árinu,“ segir Friðrik Rafns- son þýðandi sem sendi frá sér þýðingar á þrem- ur bókum árið 2014; Sannleikur um mál Harrys Quebert eftir Joël Dicker, Ævintýraferð fakírs- ins sem festist inni í IKEA skáp eftir Romain Puértolas og Hátíð merkingarleysunnar eftir Milan Kundera. „Sannleikurinn um mál Harrys Quebert var fullþýdd um síðustu áramót og kom út í febrúar.“ Fyrir þá þýðingu hlaut Friðrik Ísnálina fyrir best þýddu glæpasöguna á Iceland Noir-hátíð- inni í nóvember. „Þetta eru mjög ólíkar bækur; spennubók, ekta gamansaga og sú þriðja, Kund- era, er sambland af gamni og alvöru. Allar þessar bækur standa undir nafni sem fagurbókmenntir, mjög vel skrifaðar og vandasamt að þýða þær, hverja á sinn hátt.“ Þú hefur þýtt allar bækur Milans Kundera, sit- urðu við á aðfangadagskvöld og stúderar hann? „Ég hef þýtt hann allan, já, nema hálft ritgerða- safn sem ég geymi mér eins og konfekt á jólun- um,“ segir Friðrik og hlær. „En, nei, ég tek mér frí á aðfangadagskvöld og borða gæsalifur og rjúpu.“ Hver af þessum bókum var mesta glíman fyrir þýðandann? „Það var nú kannski Fakírinn vegna þess að húmor er svo vandmeðfarið fyrirbæri og huglægt. Það var bæði ofsalega gaman og vanda- samt að ná öllum húmornum og orðaleikjunum hjá Puértolas. Sú glíma var mesta ögrunin fyrir mig sem þýðanda.“ Ég veit það er ekki hægt að gera upp á milli barnanna sinna, en er einhver þessara bóka í meira uppáhaldi hjá þér en önnur? „Mér fannst mjög gaman að glíma við þær allar, enda mjög góðar bækur. en ég get sagt að ég hafði mest gaman af að vinna við Fakírinn, ef það er ein- hver mælikvarði. Ég hef ekki áður þýtt gaman- sögu þar sem maður fær að leika sér svona mikið með tungumálið, en ég get alls ekki gert upp á milli þessara bóka.“ Allar bækurnar eru til þess að gera glænýjar, Sannleikurinn um mál Harrys Quebert kom út haustið 2012 og hinar tvær á árunum 2013 og 2014 og Friðrik segir það vera til mikillar fyrir- myndar hversu fljótir íslenskir útgefendur eru að bregðast við því sem hæst ber erlendis. Spurður hvaða bók verði jólalesningin hjá þýðandanum upplýsir hann að það verði nýjasta bók Michels Houellebecq, Undirgefni, sem ekki kemur út í Frakklandi fyrr en 7. janúar 2015. Það kallast að hafa puttann á púlsinum. Er þig ekki farið að dreyma á frönsku eftir allan þennan lestur á frönskum bókmenntum? „Nei, það verður að passa sig að halda sig rétt- um megin í tungumálinu. Ég reyni alltaf að lesa talsvert mikið af íslenskum bókum til þess að stæla og næra eigin málvitund. Maður má ekki hverfa inn í frummálið og mín reynsla er sú að ég læri alltaf heilmikið í íslensku þegar ég þýði nýtt verk. Þýðingar eru mjög skemmtileg aðferð til að dýpka málvitund sína í eigin tungumáli.“ fridrikab@frettabladid.is Heldur sig réttu megin í tungumálinu Friðrik Rafnsson er einn afk astamesti þýðandi landsins, ekki færri en þrjár bækur í hans þýðingu komu út á árinu og sú fj órða kemur fl jótlega eft ir áramótin. Er hann ekki farið að dreyma á frönsku? FRIÐRIK RAFNSSON „Mín reynsla er sú að ég læri alltaf heilmikið í íslensku þegar ég þýði nýtt verk.“ FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MENNING

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.