Fréttablaðið - 24.12.2014, Page 38
24. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 34
Óskar Ófeigur
Jónsson
ooj@frettabladid.is
KÖRFUBOLTI Tómas Heiðar Tóm-
asson, 23 ára leikmaður karla-
liðs Þórs úr Þorlákshöfn, og Berg-
þóra Holton Tómasdóttir, 20 ára
leikmaður kvennaliðs KR, eiga
fleira sameiginlegt en að hafa
nýtt þriggja stiga skotin sín best af
öllum leikmönnum Domino’s-deild-
anna fyrir jól. Þau eru nefnilega
systkini, börn Tómasar Holton og
Önnur Bjarkar Bjarnadóttur, sem
sjálf voru bæði A-landsliðsmenn á
sínum tíma.
Fréttablaðið hitti þessi hittnu
systkini sem eru uppalin hjá Fjölni
en skiptu bæði úr æskufélaginu
þegar Fjölnisliðin féllu vorið 2013.
Sumir með ákveðið forskot
„Ég held að mikið af því sem teng-
ist skothæfileikum sé eitthvað sem
maður finnur og síðan pínu fæðist
með. Það er alltaf hægt að bæta
skotið meira og meira með því
að æfa sig en sumir hafa kannski
ákveðið forskot,“ segir Tómas
Heiðar aðspurður hvort þetta sé í
genunum. En hverju þakkar Berg-
þóra þessa góðu nýtingu?
„Það fyrsta sem mér dettur í
hug eru góðar skotæfingar frá því
ég var lítil, hef alltaf verið með
nokkuð gott skot. Annars er þetta
bara æfing, skjóta nóg af þristum
á æfingum og/eða fyrir og eftir
æfingarnar,“ segir Bergþóra.
Tómas hefur skorað 24 þrista og
nýtt 50 prósent þriggja stiga skota
sinna en Bergþóra hefur skor-
að 22 þrista og nýtt 39,3 prósent
þriggja stiga skota sinna. „Þetta
er búið að vera mjög gott tíma-
bil fyrir mig. Ég hef tekið á mig
aðeins meiri ábyrgð sóknarlega
heldur en á síðasta tímabili eða
bara áður í úrvalsdeildinni. Ég hef
bara gaman af því,“ segir Tómas
og hann hrósar liðsfélögum sínum:
„Það skiptir miklu máli fyrir skot-
menn að fá góð skot og það gerist
bara þegar maður er með góða
menn í kringum sig,“ segir Tómas.
„Tímabilið byrjaði ekki alveg
nógu vel hjá okkur KR-stelpun-
um, en við höfum bætt okkur með
tímabilinu og verðum betri með
hverjum degi. Ég er bjartsýn fyrir
seinni hluta tímabilsins og mjög
spennt,“ segir Bergþóra.
Skemmtileg tilviljun
Bergþóra og Tómas gleðjast bæði
yfir góðu gengi hvort annars.
„Þetta er skemmtileg tilviljun en
svo er bara alltaf gaman þegar
Tómasi gengur vel. Hann er búinn
að eiga frábæra byrjun á tíma-
bilinu og ég er mjög spennt að sjá
hvað Þór kemst langt í deildinni
þetta árið,“ segir Bergþóra.
„Ég varð óvart góður skotmaður
fyrst,“ rifjar Tómas upp í léttum
tón. „Ég var alltaf langminnstur
í yngri flokkunum og oft var það
eina sem ég gat gert að skjóta til
þess að skora. Ef ég fór inn í, þá
var ég allt of lítill og allt of aumur
til að klára eitthvað. Það er ein af
ástæðunum fyrir því að ég varð
góður skotmaður og svo fann
maður það út þegar maður varð
eldri að það hefur þvílíka kosti að
vera góður skotmaður. Þá fór líka
mikið af mínum æfingatíma í það
að æfa skotið,“ segir Tómas.
Tómas er að spila sitt fimmta
tímabil í úrvalsdeildinni en hann
vantar enn 109 þrista til að skora
jafn margar þriggja stiga körfur
og pabbi hans sem skoraði 290 í
319 leikjum frá 1981 til 2000. Berg-
þóra er komin fram úr mömmu
sinni en hún hefur skorað samtals
78 þrista í 65 leikjum í úrvalsdeild.
En hversu líkir leikmenn eru þau
systkinin?
Með svipaða takta
„Ég myndi segja að við séum
með svipaða takta inn á milli, en
ólík á sinn hátt. Tómas er miklu
betri varnarmaður og hefur alltaf
verið en við erum greinilega bæði
ágætar skyttur,“ segir Bergþóra í
léttum tón og Tómas tekur undir
þetta.
„Ég held að við séum að mörgu
leyti nokkuð svipaðir leikmenn.
Ég treysti aðeins meira á skot-
ið heldur en hún. Hún er á móti
með aðeins betri boltatækni en
ég, jafnhentari og getur því klár-
að meira með báðum höndum,“
segir Tómas. Bergþóra hrósar
líka bróður sínum fyrir yfirveg-
un á vellinum. „Hann er yfirleitt
mjög rólegur og yfirvegaður. Ekk-
ert mikið fyrir að röfla í dómur-
um né öðrum leikmönnum,“ segir
Bergþóra kímin.
Kemur oft við eftir æfingar
Þau segjast vera mjög samrýnd og
tala heilmikið saman um körfu-
boltann. „Við tölum mjög mikið
saman. Ég á heima í Vesturbænum
núna og Bergþóra kemur oft við
hjá mér eftir æfingar. Við höfum
oft rætt málin og þá erum við oft
mikið að fara yfir andlegu hliðina,
hvernig maður undirbýr sig fyrir
leiki og hvernig hugsunarþáttur-
inn þurfi að vera,“ segir Tómas.
Foreldrar þeirra styðja líka vel
við bakið á þeim. „Ég þarf ekki að
leita langt til að fá ráðleggingar,“
segir Tómas og Bergþóra tekur
undir það. „Foreldrar okkar eru
mjög dugleg að mæta á leiki. Frá
því að ég byrjaði í körfu þá held ég
að ég hafi nánast alltaf haft annað
hvort þeirra á leik hjá mér. Þau eru
einnig mjög hjálpsöm eftir erfið
töp og samgleðjast í sigurleikjum,“
segir Bergþóra.
En hvort þeirra er betri skot-
maður? „Ég, ég er rétthent. Nei,
ég held að Tómas sé orðinn stöð-
ugri skotmaður en ég, enda á ég
þrjú ár til góða,“ segir Bergþóra
létt að lokum.
Samrýnd og hittin systkini
Systkinin Tómas Heiðar Tómasson og Bergþóra Holton Tómasdóttir eru bestu þriggja stiga skytturnar í
Dominos-deildunum í körfubolta en engir leikmenn hafa hitt betur úr langskotunum í fyrri hlutanum.
TALA MIKIÐ SAMAN Tómas Heiðar Tómasson
og Bergþóra Holton Tómasdóttir bregða á leik á
dögunum.
BESTU 3JA STIGA SKYTTUR
FYRRI HLUTANS
DOMINOS-DEILD KARLA
1. Tómas Heiðar Tómasson, Þór Þ. 50,0%
2. Austin Magnus Bracey, Snæfell 49,4%
3. Nemanja Sovic, Þór Þ. 48,6%
4. Pavel Ermolinskij, KR 47,1%
5. Helgi Már Magnússon, KR 44,6%
6. Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Snæfell 43,6%
DOMINOS-DEILD KVENNA
1. Bergþóra Holton Tómasdóttir , KR 39,3%
2. Sólrún Inga Gísladóttir, Haukum 36,7%
3. Berglind Karen Ingvarsd., Breiðabli. 36,2%
4. Guðbjörg Sverrisdóttir, Val 35,7%
5. Carmen Tyson-Thomas, Keflavík 33,3%
6. Björg Guðrún Einarsdóttir, KR 32,3%
FÓTBOLTI Áhugamenn um ensku
úrvalsdeildina í fótbolta fara ekki
í jólaköttinn í ár frekar en fyrri
daginn, en eins og alltaf verður
boðið upp á heila umferð á öðrum
degi jóla.
Veislan hefst skömmu fyrir
eitt þegar topplið Chelsea tekur
á móti West Ham á Stamford
Bridge. West Ham hefur komið
liða mest á óvart í deildinni og er
með 31 stig eftir sautján umferðir.
Á síðustu leiktíð náði Stóri Sam
markalausu jafntefli á Brúnni með
West Ham-liðið og fékk skömm
í hattinn frá José Mourinho fyrir
leiðinlega og varnarsinnaða knatt-
spyrnu. Allardyce hló að Portúgal-
anum og mun sækja stig í eintölu
eða fleirtölu að þessu sinni með
ráðum og dáð.
Manchester United tekur á
móti Newcastle og reynir að
halda í við efstu liðin, en City-
menn eiga útileik gegn West
Bromwich Albion. Arsenal fær
QPR í heimsókn í síðdegisleiknum
og Liverpool heimsækir Burnley.
Brendan Rodgers og lærisveina
hans er farið að þyrsta í sigur eftir
fjóra úrvalsdeildarleiki án þess að
fá þrjú stig. - tom
Fær Stóri Sam síðbúna jólagjöf á Brúnni?
STÓRI SAM Allardyce á erfiðan leik fyrir hönd-
um gegn toppliði Chelsea. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FÓTBOLTI Óskar Örn Hauksson, framherji KR, er að ná
samningum við kanadíska liðið Edmonton FC sem leikur
í NASL [North American Soccer League ], næstefstu
deild Bandaríkjanna, samkvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins.
Edmonton FC var stofnað fyrir fjórum árum, en liðið
hafnaði í níunda sæti af ellefu liðum á fyrri hluta síðustu
leiktíðar, en þriðja sæti um haustið. Óskar Örn mun
því spila í sömu deild og spænska goðsögnin Raúl sem
samdi fyrr í vetur við New York Cosmos.
Óskar Örn kom til KR frá Grindavík árið 2006 og hefur
spilað átta síðustu tímabil með Vesturbæjarliðinu. Hann
á að baki 148 leiki í efstu deild með KR og 30 mörk.
Þetta er mikið áfall fyrir KR sem hefur einnig misst
fyrirliða sinn, Baldur Sigurðsson, í atvinnumennsku, en
þeir hafa verið bestu menn liðsins undanfarin ár. - tom
Óskar frá KR til Kanada
KÖRFUBOLTI Að venju er dag-
skrá NBA-deildarinnar á jóladag
glæsileg en tvær af viðureignun-
um fimm verða í beinni útsend-
ingu á Stöð 2 Sport. Þar ber einna
hæst endurkomu LeBron James
til Miami eftir að hann sneri
aftur til Cleveland í sumar.
James fór með Miami fjórum
sinnum í lokaúrslitin og vann
titilinn tvívegis. Dwayne Wade,
fyrrverandi liðsfélagi hans hjá
Miami, hvatti stuðningsmenn
til að taka honum vel, þó hann
viti vel að viðbrögð þeirra verði
blendin.
„Miðað við það sem hann gerði
fyrir félagið ættu stuðningsmenn
okkar að taka honum afar vel,
að minnsta kosti í upphafi leiks,“
sagði Wade. „Svo þegar út í leik-
inn er komið gera þeir það sem
þá lystir.“
Leikurinn hefst klukkan 22.00
en klukkan 19.00 verður viður-
eign meistara San Antonio Spurs
og Oklahoma City Thunder. - esá
Kóngurinn
snýr aft ur
HANS HÁTIGN LeBron James er ekki
kallaður kóngurinn að ástæðulausu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
LEIKIR UM HÁTÍÐARNAR
JÓLADAGUR
19.00 San Antonio - Oklahoma Sport HD
22.00 Miami - Cleveland Sport HD
ANNAR Í JÓLUM
12.45 Chelsea - West Ham Sport 2 HD
15.00 Burnley - Liverpool Sport HD
15.00 Man. Utd. - Newcastle Sport 2 HD
15.00 WBA - Man. City Sport 3
15.00 Swansea - Aston Villa Sport 4
15.00 Leicester - Tottenham Sport 5
15.00 Crystal P. - Southampton Sport 6
15.00 Everton - Stoke Stöð 3
15.00 Sunderland - Hull Bravó
17.30 Arsenal - QPR Sport 2 HD
ÍÞRÓTTIR Lesendakosning Vísis á
íþróttamanni ársins hófst í gær
og stendur yfir hátíðarnar. Tekið
var við tilnefningum í tölvu-
pósti og er nú hægt að velja á
milli þeirra tíu sem flest atkvæði
fengu á íþróttavef Vísis.
Tilnefndir eru Dagný Brynj-
arsdóttir, Eygló Ósk Gústafs-
dóttir, Fanney Hauksdóttir, Guð-
jón Valur Sigurðsson, Gunnar
Nelson, Gylfi Þór Sigurðsson,
Jón Arnór Stefánsson, Jón Mar-
geir Sverrisson, Norma Dögg
Róbertsdóttir og Sif Pálsdóttir.
Lesendur velja
íþróttamann
ársins á Vísi
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/PJETU
R
SPORT