Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Qupperneq 28
Sandkorn M ikil og vaxandi fátækt er á Ís- landi. Þetta fullyrðir fólk sem stundar sjálfboðastarf við að hjálpa þeim sem ekki eiga til hnífs og skeiðar. Aldrei hafa fleiri leitað aðstoðar en í ár. Það eru þung spor fyrir fólk að biðja um matar- gjöf til að bjarga sér og sínum um lífs- viðurværi. Fjöldi fólks sem alla sína ævi hefur verið harðduglegt og séð vel fyrir sér og sínum er skyndilega komið í þá stöðu að lifa á bónbjörgum. Íslenskt samfélag hlýtur að beina sjónum sínum að fátæktarvandanum og leita skýringa. Það er ekkert mikilvægara í samfélaginu en að gefa sem flestum tækifæri til þess að lifa með reisn. Í því felst að einstak- lingar þurfi ekki að leita eftir ölmusum. Formaður Mæðrastyrksnefndar hefur bent á ábyrgð stjórnvalda á því hvernig fátækum hefur fjölgað á undan- förnum árum. Þúsundir leita hjálpar sjálfboðaliða vegna þess að samfélagið bregst þeim. Og það hefur verið upplýst að opinberir aðilar vísa fólki í nauð á biðraðirnar eftir brauðinu. Það er auð- vitað dapurlegt að ríkisstjórn sem kenn- ir sig við jöfnuð og velferð skuli ekki hafa náð að stjórna málum betur en raun ber vitni. Eftir fjögurra ára valdatíð eru æpandi vísbendingar um fjölgun í hópi bláfátækra. Jafnframt er ljóst að stór hópur fólks lyfir í vellystingum á himin- háum launum. Himinn og haf skilur að fátæka og ríka. Gjáin á milli fátækra og sjálfbjarga breikkar stöðugt. Lítið dæmi um hug velferðarstjórnarinnar birtist í því að gerður var sértækur samningur við forstjóra ríkisspítalans um að hækka laun hans um 500 þúsund á mánuði og koma honum vel upp fyrir tvær milljón- ir króna á mánuði. Af því að samfélagið fór allt á annan endan vegna ósvífninn- ar bakkaði ráðherra velferðarstjórnar- innar með ákvörðunina. Fólkið í röðinni hjá Mæðrastyrksnefnd og Fjölskyldu- hjálp Íslands veit með hverjum hjörtu stjórnarherranna slá. Það er á ábyrgð stjórnvalda að stöðugt fleiri verða ósjálfbjarga og festast í fátæktargildru. Vandinn stækkar því lengur sem hann er látinn óhreyfður. Og leiðin til baka verður sífellt erfiðari. Það ætti að vera verkefni næstu vikna að skilgreina fátæktarvandann og leita úrlausna. Þjóðin ætti að gefa sjálfri sér þá jólagjöf að heita því að raðir hinna þurfandi styttist á næsta ári. Gerum sem flestum kleift að lifa með reisn. Það ætti helst enginn að þurfa að standa í biðröð til að fá lifibrauð. Þjóðin er alltof rík til þess að láta slíka niðurlægingu ganga yfir að óþörfu. Þetta er spurning um mannréttindi og manngæsku. Jón í ónáð n Jón Bjarnason á ekki upp á pallborðið hjá forystu VG eftir að hann myndaði meirihluta með Sjálfstæðis- flokki og Framsóknarflokki í utanríkisnefnd um tillögu þess efnis að hlé verði gert á viðræðum um aðild að ESB og þjóðin látin greiða at- kvæði um framhaldið. Lík- legt er að Steingrímsarmur VG muni beita sér af hörku gegn því að Jón verði áfram leiðtogi í Norðvesturkjör- dæmi þar sem kosið verður í janúar. Þórólfur vill Samkaup n Þórólfur Gíslason, kaupfé- lagsstjóri á Sauðárkróki, er einn valdamesti maður við- skiptalífsins. Kvittur er uppi um þreifingar þess eðlis að Kaupfélagið kaupi Sam- kaupsverslanakeðjuna sem Suðurnesjamenn hafa rekið með myndarbrag um langt skeið. Þótt rekstur fyrirtækis Þórólfs hafi gengið vel á það ekki við um verslunarein- inguna. Útgerðin hefur aftur á móti gengið vel. Samkaup þykja þess vegna vel til þess fallin að styrkja veikar stoð- ir. Óljóst er með framvindu málsins. Jóhannes í sóknarhug n Jóhannes Jónsson, kaup- maður í Iceland, er í miklum sóknarhug þótt hann berjist við krabba- mein. Önn- ur verslun Iceland opn- aði á Granda í Reykjavík fyrir nokkru. Þá hefur Jó- hannes verið að leita að hús- næði í Mosfellsbæ og víðar. Það má því búast við hörð- um slag á smásölumarkaði á næstu mánuðum. Ekki liggja fyrir ákvarðanir en ljóst má vera að verslunum Iceland á eftir að fjölga á næstunni. Hættur á kúrnum n Á aðventunni var efnt til stjórnarandstöðugleði heima hjá Illuga Gunnarssyni, þingflokks- formanni Sjálfstæð- isflokksins. Þar komu saman Fram- sóknarmenn og Sjálfstæð- ismenn til að brýna vopnin fyrir komandi tíð þegar rík- isstjórnin verður slegin af. Heiðursgestur samkvæm- isins var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sem var með höfðingjabrag. Sig- mundur drakk aðeins bjór og upplýsti aðstoðarkona hans aðspurð að hann væri hættur á Íslenska kúrnum. Það var endalaus straumur Hann er mjög rólegur Ólafur Arnarson hagfræðingur aðstoðaði við jólaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands. – DV Ættingjar strokufangans urðu hissa þegar hann reyndi að myrða sambýliskonu föður síns. – DV Biðröð eftir brauði„Himinn og haf skilur að fátæka og ríka Í ræðu sinni um endurskoðun stjórn- arskrárinnar á fundi landsmálafé- lagsins Varðar í janúar 1953 lýsti Bjarni Benediktsson, síðar forsætis- ráðherra, starfi stjórnarskrárnefnd- ar (Land og lýðveldi, I., bls. 177– 202). Bjarni segir: „Nú um nokkurt árabil hefur verið starfandi stjórnar- skrárnefnd, sem ég er formaður í og skipuð er fulltrúum allra flokka lands- ins. Nefndin hefur að vonum orðið fyr- ir gagnrýni vegna þess, að verkið hefur sótzt seint … Hvort tveggja er, að verk- ið sjálft er vandasamt … sem og hitt, að þrátt fyrir almennt tal um þörf á endurskoðun stjórnarskrárinnar, hafa a.m.k. stjórnmálaflokkarnir og for- ystumenn þeirra undantekningarlaust verið mjög tregir til að gera í þessu efni ákveðnar heildartillögur.“ Bjarni segir: „Það eru einkum tvö atriði, sem valda munu sérstökum ágreiningi við setningu nýrrar stjórnar- skrár. Annars vegar er meðferð æðsta framkvæmdarvaldsins og hins vegar kjördæmaskipanin.“ Hann skýrir þing- ræðisskipanina, sem Íslendingar kusu sér frá öndverðu, með þessum orðum: „Íslendingar hafa ætíð verið andsnún- ir að fá einum manni of mikil völd í hendur … Á Íslandi blessast aldrei til lengdar, að einn maður hafi að staðaldri ráð annarra í hendi sér eða of mikil völd. Íslendingar vilja enga ofjarla, heldur samráð margra.“ Góðar tillögur Bjarni rekur í ritgerð sinni ýmsar breytingartillögur sjálfstæðismanna í stjórnarskrárnefnd, en þeir voru, auk Bjarna, Gunnar Thoroddsen og Jó- hann Hafstein. Vert er að vekja athygli á, að flestar þessar gömlu breytingar- tillögur sjálfstæðismanna er að finna í frumvarpi því til nýrrar stjórnarskrár, sem bíður nú lokaafgreiðslu á Alþingi. Stiklum á stóru. n Sjálfstæðismenn lögðu til, að „ef ekkert forsetaefni fær hreinan meirihluta við þjóðkjör, skuli kjósa að nýju milli þeirra tveggja, sem flest fengu atkvæði.“ Vandinn er leystur í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, en þar segir: „Kjósendur skulu raða frambjóð- endum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð. Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í lögum, er rétt kjörinn for- seti.“ n Þá lögðu sjálfstæðismenn til, að „annað hvort forseti hæstaréttar eða forseti Sameinaðs þings verði varafor- seti.“ Í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá segir: „Geti forseti Íslands ekki gegnt störfum um sinn vegna heilsufars eða af öðrum ástæðum fer forseti Alþingis með forsetavald á meðan.“ n Sjálfstæðismenn lögðu til, að „ hæstiréttur dæmi í stað landsdóms um þau mál, er Alþingi höfðar gegn ráð- herrum fyrir embættisrekstur þeirra.“ Í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá er meðferð ráðherraábyrgðarmála færð frá landsdómi til almennra dómstóla. n Sjálfstæðismenn lögðu til, að „for- setinn skipi ráðherra og veiti þeim lausn í samráði við meirihluta Alþing- is.“ Í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá segir: „Alþingi kýs forsætisráðherra … Forseti Íslands skipar forsætisráðherra í embætti. Forseti veitir forsætisráð- herra lausn frá embætti eftir alþing- iskosningar, ef vantraust er samþykkt á hann á Alþingi, eða ef ráðherrann óskar þess. Forsætisráðherra skipar aðra ráðherra og veitir þeim lausn.“ n Þá lögðu sjálfstæðismenn til, að „niður falli það ákvæði, að lagafrum- varp fái í bili lagagildi, þrátt fyrir synj- un forseta á staðfestingu frumvarps- ins.“ Hér afréð stjórnlagaráð að halda í óbreytta skipan og láta samþykkt lög taka gildi þrátt fyrir málskot forseta og láta þau falla þá fyrst úr gildi, ef þjóðin fellir þau í almennri atkvæðagreiðslu. n Ein breytingartillaga sjálfstæð- ismanna var, að „ekkert gjald megi greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum, eða ef öll ríkisstjórn- in verði sammála um, að brýn nauðsyn sé til greiðslu, og skal þá eftir á afla heimildarinnar með fjáraukalögum, eins og nú.“ Þarna var lagt til, að hverj- um einstökum ráðherra væri fært neitunarvald varðandi fjáraukalög. Þar þótti stjórnlagaráði of langt gengið, svo að í frumvarpi þess segir heldur: „Enga greiðslu má inna af hendi nema heim- ild sé til þess í fjárlögum. Að fengnu sam þykki fjárlaganefndar Alþingis get- ur fjármálaráðherra þó innt greiðslu af hendi án slíkrar heimildar, til að mæta greiðsluskyldu ríkisins vegna ófyrir- séðra atvika eða ef almannahagsmunir krefjast þess. Leita skal heimildar fyrir slíkum greiðslum í fjáraukalögum.“ n Sjálfstæðismenn lögðu til, að „Al- þingi geti ekki átt frumkvæði að hækk- un fjárlaga, heldur verði tillögur um það að koma frá ríkisstjórninni.“ Frum- varp að nýrri stjórnarskrá tekur und- ir þetta sjónarmið eins og lýst var að framan. n Sjálfstæðismenn lögðu til, að í stjórnarskrána „verði bætt þeim mann- réttindaákvæðum, sem eru í mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna og samningi Evrópuráðsins um mannréttindi og frelsi.“ Þetta var gert, fyrst 1995 og aftur nú með miklu myndarlegri hætti. n Sjálfstæðismenn lögðu til, að „sagt sé, að rétti héraða og sveitarfélaga til að ráða sjálf málefnum sínum með umsjón stjórnarinnar skuli skipað með lögum, enda sé að því stefnt, að þau fái sem víðtækasta sjálfstjórn í þeim mál- um, er þau sjálf standa fjárhagslegan straum af.“ Þetta er gert í sérstökum nýjum kafla um sveitarfélög í frum- varpi að nýrri stjórnarskrá. Hagsmunir fjöldans Skoðun sinni á kjördæmaskipaninni lýsir Bjarni Benediktsson svo: „ … ekki dugir að láta strjálbýlið bera fjöldann í þéttbýlinu slíku ofurliði, að hagsmunir fjöldans séu fyrir borð bornir.“ n Bjarni segir um breytingartillögu sjálfstæðismanna um kosningalög- in: „Kosningaréttur sé svo jafn sem þjóðarhagir og staðhættir leyfa. Enginn landshluti hafi færri þingmenn en hann nú hefur, en þingmönnum verði fjölgað á hinum fjölmennari stöðum eftir því sem samkomulag getur fengizt um við heildarlausn málsins …“ Þarna afhjúpar Bjarni gallann á, að stjórn- málamenn skipti sér af endurskoðun stjórnarskrárinnar, enda segir hann skömmu áður í sömu ritgerð: „ … allir sjá, hversu fráleitt það er, að þrjú svo fámenn kjördæmi sem Seyðisfjörður, Austur-Skaftafellssýsla og Dalir skuli nú raunverulega hafa 2 þingmenn hvert.“ n Loks lýsir Bjarni tillögu sjálfstæðis- manna um, að „athugað verði, hvort þá aðferð eigi að hafa við stjórnar- skrárbreytingar, að á eftir samþykkt tveggja þinga með kosningum á milli verði frumvarpið lagt undir þjóðarat- kvæði.“ Stjórnarskrárfrumvarpið, sem nú bíður afgreiðslu Alþingis, fer sömu leið að öðru leyti en því, að Alþingi þarf ekki að samþykkja stjórnarskrár- breytingu nema einu sinni, áður en þjóðin samþykkir hana endanlega í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sameiningar- og sáttafrumvarp Þessum stutta samanburði á tillögum sjálfstæðismanna í stjórnarskrármál- inu 1953 og frumvarpi stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár er ætlað að sýna, að tillögur sjálfstæðismanna náðu flestar fram að ganga. Frumvarpið, sem er sprottið af þjóðfundinum 2010, er sameiningar- og sáttafrumvarp. Því er ætlað að efla þingræðisskipulagið með því að treysta valdmörk og mótvægi til að girða fyrir ofríki framkvæmdar- valdsins, efla Alþingi, styrkja sjálfstæði dómstólanna, tryggja jafnt vægi at- kvæða alls staðar á landinu og forræði þjóðarinnar yfir auðlindum sínum. Frumvarpið hefði varla fengið stuðning 67 prósenta kjósenda í þjóðaratkvæða- greiðslunni 20. október nema vegna þess, að mikill fjöldi stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði með frumvarpinu. Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Kjallari Þorvaldur Gylfason Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 28 21.–27. desember 2012 Jólablað „Þarna afhjúp- ar Bjarni gall- ann á, að stjórnmála- menn skipti sér af endurskoðun stjórn- arskrárinnar. Sjálfstæðismenn og stjórnarskrá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.