Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Síða 8
8 Fréttir 21.–27. desember 2012 Jólablað
„Félagið Hesteyri
ehf. hef ég heyrt
getið um, en hef engar
upplýsingar um starfsemi
þess.
367 milljóna arður til
hluthafa Skinneyjar
Ú
tgerðarfélagið Skinney-
Þinganes á Höfn í Hornafirði
hagnaðist um rúmlega 2,2
milljarða króna í fyrra. Fé-
lagið á eignir upp á tæplega
23,4 milljarða króna og nam eigið
fé félagsins rúmum sex milljörðum
króna. Þetta kemur fram í ársreikn-
ingi félagsins sem skilað var til ríkis-
skattstjóra þann 15. nóvember 2012.
Síðastliðin tvö ár hafa hluthafar fé-
lagsins tekið 367 milljónir í arð út úr
fyrirtækinu.
Skinney-Þinganes er í eigu ná-
inna ættingja Halldórs Ásgrímssonar,
fyrrverandi utanríkis- og forsætisráð-
herra, og á hann sjálfur lítinn hlut í því
– í kringum 1,3 prósent. Stærstu hlut-
hafar Skinneyjar eru eignarhaldsfé-
lagið Tvísker með tæplega 30 pró-
senta hlut, félagið er meðal annars
í eigu bróður hans Ingólfs og bróð-
ursonar, Aðalsteins Ingólfssonar,
og fjórir einstaka hluthafar eiga svo
meira en tíu prósent í félaginu, meðal
annars áðurnefndur Ingólfur.
DV ræddi við Halldór um Skinn-
ey-Þinganes í fyrra en þá sagðist
hann enga aðkomu hafa að félaginu:
„Ég erfði lítinn hlut hlutabréfa í fé-
laginu [Skinney-Þinganesi innskot
blaðamanns] eftir foreldra mína.
Faðir minn lést 1996 og móðir mín
sat í óskiptu búi þar til hún lést
2004. Þá kom í minn hlut 1/5 hluti af
þeirra hlutafé, sem gefur mér hvorki
möguleika né áhuga til afskipta eða
áhrifa í félaginu.“
Rúmlega tíu milljarða tekjur
Skinney-Þinganes er sterkt útgerðar-
félag og námu tekjur þess 10,3 millj-
örðum króna í fyrra. Kvóti félagsins
er metinn á tæplega 11,4 milljarða
króna. Eiginfjárstaða félagsins batnaði
um rúma tvo milljarða króna á milli
áranna 2010 og 2011, fór úr fjórum
milljörðum og upp í rúmlega sex. Á
móti eignum fyrirtækisins eru skuld-
ir upp á rúmlega 17 milljarða króna.
Félagið keypti kvóta fyrir rúmlega 330
milljónir króna í fyrra og greiddi nið-
ur skuldir upp á ríflega 1.300 milljón-
ir króna. Nú í september keypti félag-
ið kvóta af Brimi fyrir um tvo milljarða.
Hluthafar félagsins tóku 167 millj-
óna króna arð út úr fyrirtækinu í fyrra
og árið 2010 var greiddur út arður upp
á 200 milljónir króna. Heildararð-
greiðslurnar út úr fyrirtækinu síðast-
liðin tvö ár nema því 367 milljónum
króna. Hlutdeild Halldórs Ásgríms-
sonar í þessum arðgreiðslum eru
tæplega fimm milljónir króna miðað
við hlutafjáreign hans.
5,6 milljarða eignir frá Fjörum
Líkt og DV hefur greint frá runnu 5,6
milljarða króna eignir inn í Skinn-
ey-Þinganes frá dótturfélaginu Fjör-
um ehf. nú í sumar. Fjörur hagnaðist
um 2,6 milljarða króna á viðskiptum
með hlutabréf í Vátryggingafélagi Ís-
lands á árunum 2002 til 2006. Þau
hlutabréf höfðu áður verið í eigu rík-
isbankans Landsbanka Íslands. Þau
voru seld til Skinneyjar, Kaupfélags
Skagfirðinga og tengdra félaga, áður
en eignarhaldsfélagið Samson keypti
Landsbankann í árslok 2002. Skinn-
ey seldi þessi bréf svo til Exista árið
2006 í skiptum fyrir bréf í Exista sem
síðan voru seld.
Halldór Ásgrímsson beitti sér fyrir
því sem ráðherra árið 2002 að ríkis-
bankinn Landsbankinn seldi 50 pró-
senta hlut sinn í VÍS áður en gengið
var frá sölunni á bankanum til Sam-
son. Skinney-Þinganes var einn af
þeim aðilum sem keypti þessi hluta-
bréf í gegnum dótturfélag sitt Hest-
eyri, sem það átti með Kaupfélagi
Skagfirðinga. Þessi einkavæðing VÍS
hefur verið umdeild þar sem talið
er að aðilar tengdir Framsóknar-
flokknum, S-hópurinn, hafi feng-
ið að kaupa hlut Landsbankans í
tryggingafélaginu svo þeir sættu sig
við að aðilar sem þóttu þóknanlegir
Sjálfstæðisflokknum, Samson, fengu
að kaupa Landsbankann.
Í viðtali við DV í fyrra sagð-
ist Halldór aldrei hafa heyrt félag-
ið Fjörur ehf. nefnt á nafn. „Félagið
Fjörur ehf. hef ég aldrei heyrt nefnt
og hef engar upplýsingar um. Fé-
lagið Hesteyri ehf. hef ég heyrt getið
um, en hef engar upplýsingar um
starfsemi þess.“ Skinney-Þinganes
stendur hins vegar eftir sem tals-
vert sterkara félag eftir viðskipt-
in með hlutabréfin í VÍS sem Hall-
dór hlutaðist til um að yrðu seld frá
Landsbankanum áður en hann var
einkavæddur árið 2002. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
n Skinney-Þinganes hagnaðist um rúmlega tvo milljarða króna í fyrra
Fjölskyldufyrirtæki
Halldórs Skinney-
Þinganes, fjölskyldufyrir-
tæki Halldórs Ásgrímsson-
ar, hagnaðist um rúmlega
tvo milljarða króna í fyrra.
367 milljóna arður hefur
runnið til hluthafanna
síðastliðin tvö ár.
Nemendurnir
verðlaunaðir
Um níutíu nemendur í grunn-
skólum Reykjanesbæjar fengu
viðurkenningu frá Árna Sigfús-
syni, bæjarstjóra Reykjanesbæj-
ar, fyrir góðan árangur í sam-
ræmdum prófunum á haustönn
2012. Nemendurnir voru meðal
þeirra tíu prósenta nemenda á
öllu landinu sem stóðu sig best í
prófunum. „Þetta gerist um leið
og grunnskólanemar Reykjanes-
bæjar náðu almennt mjög stór-
stígum framförum á samræmd-
um prófum í haust,“ segir í
tilkynningu frá bænum vegna
viðurkenningarinnar. Foreldrar,
afar og ömmur og forsvarsmenn
grunnskólanna voru viðstadd-
ir afhendinguna. Samræmdu
prófin eru þreyð af nemendum
í fjórða, sjöunda og tíunda bekk
grunnskóla. Prófin eru fram-
kvæmd með sama hætti um allt
land en um er að ræða þrjú próf,
í íslensku, stærðfræði og ensku.
Meirihluti
þjóðarinnar
sleppir skötunni
Rúm fjörutíu prósent Íslendinga
borða skötu á Þorláksmessunni
þessi jólin, samkvæmt niður-
stöðum könnunar MMR. Tæp
sextíu prósent ætla hins vegar
að láta það ógert. Niðurstöð-
urnar benda til þess að meira
en 84 þúsund Íslendingar ætli
að gæða sér á skötu. Skötuátið
eykst með hækkandi aldri sam-
kvæmt niðurstöðunum og er
aldurshópurinn 50–67 ára sá
eini þar sem meirihlutinn ætlar
að fá sér skötu. Niðurstöðurnar
eru einnig greindar eftir stuðn-
ingi við stjórnmálaflokka. Athygli
vekur að stuðningsmenn Bjartrar
framtíðar eru líklegri til að fá sér
skötu en stuðningsmenn hinna
flokkanna. Framsóknarmenn
koma þar næst á eftir en stuðn-
ingsmenn Sjálfstæðisflokksins
eru ólíklegastir til þess.