Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Qupperneq 23
Börnin fá ekki
gjafir um jólin
Fréttir 23Jólablað 21.–27. desember 2012
Enn fátækari en áður
n Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar fá um 1.400 manns hjálp fyrir jólin
Þ
að er mjög erfið staða hjá
þeim sem voru fátækir fyrir,
þeir eru enn fátækari. Þetta
er meira en efnisleg fátækt
þannig þú eigir ekki fyrir mat. Þetta
er orðið félagslegt líka og þetta hef-
ur áhrif á allt þeirra líf. Þau geta ekki
tekið þátt í þessu samfélagi sem við
búum í, einangra sig og eru jafnvel
þunglynd,“ segir Vilborg Oddsdóttir
félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkj-
unnar. Um 1.400 manns þiggja að-
stoð hjá þeim fyrir jólin í formi inn-
eignakorta og fatagjafa. Ekki er langt
síðan inneignarkortin voru tekin til
notkunar en áður útdeildi stofnun-
in matargjöfum. „Ég myndi aldrei
vilja fara til baka. Kortin eru hluti
af breytingunni sem varð hjá okkur.
Við höfum verið að bjóða upp á fjár-
mála-, einstaklings- og fjölskyldu-
ráðgjöf. Einnig höfum við verið með
sjálfstyrkingarnámskeið, matreiðslu-
námskeið og svo ætlum við að vera
með saumanámskeið. Þetta er bara
algjör breyting á starfinu,“ segir Vil-
borg. „Kortin gera það að verkum
að fólk getur valið hvað það vill hafa
í matinn. Þú færð ekki eitthvað af-
hent í poka sem kannski enginn í
fjölskyldunni borðar. Maður held-
ur meiri virðingu fyrir sjálfum sér,“
segir hún og segir kortin hafa mælst
vel fyrir. Sumir fá kort allt árið og
upphæðin er mismunandi eftir því
hversu mikla hjálp fólk þarf. Vilborg
segir fleiri þurfa hjálp í ár heldur en
í fyrra og hópurinn sé fjölbreyttur.
Sumir koma allan ársins hring en
aðrir bara fyrir jólin.
„Evrópuumræðan
einstaklega vitlaus“
n Eiríkur Bergmann Einarsson telur að Ísland sé nánast jafn mikið inni í ESB og Bretland og Danmörk
upptöku samningsins um Evrópska
efnahagssvæðið árið 1994. „Viða-
mikil nýleg norsk fræðiskýrsla sýn-
ir svo kristalskýrt að enginn þarf að
velkjast í vafa um það að við erum
nú þegar að þremur fjórðu hlut-
um komin undir evrópskan rétt.
Við erum næstum því jafn sam-
þætt Evrópusambandinu og bæði
Danmörk og Bretland sem hafa
viðamiklar undanþágur frá reglu-
verki ESB. Samt snýst umræðan um
það hér á landi hvort við eigum að
ganga í ESB, líkt og við stæðum þar
fyrir utan,“ segir Eiríkur Bergmann.
Spurningin um hvort ganga eigi
í Evrópusambandið eða ekki sé því
ekki sérstaklega áhugaverð. „Málið
snýst um hvaða tengingu við ætl-
um að hafa. Mér þætti til að mynda
miklu áhugaverðara að ræða hvort
ekki sé kominn tími til að ganga út
af Evrópska efnahagsvæðinu – en
EES-samningurinn er einhver sá
ólýðræðislegasti sem nokkurt full-
valda ríki hefur sjálfviljugt undir-
gengist,“ segir hann að lokum. n
Náið samband við ESB
Að mati Eiríks Bergmanns
Einarssonar, dósents í
stjórnmálafræði, er Ísland
nánast jafn samþætt
Evrópusambandinu í dag
og Bretland og Danmörk.
Margir fá aðstoð Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar fá um 1.400 manns aðstoð fyrir jólin.
É
g kvíði því að segja þeim það
en við eigum bara ekki pening
fyrir gjöfum handa þeim fyrr
en eftir áramót. Ég veit ekkert
hvernig þau taka því, ég er að
reyna að geyma að segja þeim frá
því,“ segir þriggja barna faðir sem vill
ekki láta nafns síns getið en verður
hér kallaður Jón. Hann kvíðir jólun-
um en hann og eiginkona hans eru
bæði öryrkjar og vegna veikinda og
óvæntra áfalla á undanförnum árum
standa þau illa fjárhagslega. Svo illa
að þau hafa ekki efni á að gefa börn-
unum sínum jólagjafir.
Röð áfalla
„Það má ekkert koma upp á hjá okk-
ur, bæturnar eru svo lágar. Núna bil-
aði hjá okkur hitagrindin í húsinu og
yngsti sonur okkar þurfti að fara í að-
gerð og þessu fylgdi mikill kostnað-
ur. Í kjölfarið er þessi mánuður sem
átti að vera sá besti orðinn sá versti,“
segir hann. Hjónin voru þó búin að
kaupa í jólamatinn en þurfa að láta
staðar numið þar og flestar gjafirnar
þurfa að bíða betri tíma.
Röð áfalla hefur dunið yfir fjöl-
skylduna undanfarin ár og lífið ekki
verið auðvelt. Jón þurfti að hætta
að vinna vegna bakveiki og mikillar
gigtar og konan hans er einnig ör-
yrki. Fyrir nokkrum árum missti fjöl-
skyldan hús sitt í bruna. „Við misst-
um allt í bruna árið 2007. Við vorum
nýkomin úr ferðalagi og strákarnir
fóru upp í rúm að sofa. Aldrei þessu
vant sofnuðum við inni í stofu, ég
rumskaði og það var allt fullt af reyk.
Ég tók konuna og strákana og henti
þeim út. Við sluppum með fötin sem
við vorum í og tvær sængur. Við vor-
um ekki tryggð og þurftum að byrja
alveg upp á nýtt. Bjuggum í sumar-
bústað fyrst um sinn og keyrðum
börnin í skólann. Síðan fengum við
íbúð til leigu hér í bænum sem við
búum í núna,“ segir Jón.
Mikil veikindi
Þá fór aðeins að birta til hjá fjöl-
skyldunni og rétt fyrir hrun, árið
2008, keyptu þau sér sitt eigið hús-
næði. „Við náðum að kaupa og vor-
um ánægð með það. Síðan kom
hrunið og lánin hækkuðu upp úr
öllu valdi, samt eru þetta ekki erlend
lán. Lánin hækkuðu og allt annað
líka nema bæturnar sem duga engan
veginn fyrir öllu. Númer eitt, tvö og
þrjú er alltaf hjá manni að borga
skuldir og þá er ekkert eftir“ segir
hann.
Elsta barn þeirra hjóna er með-
al annars greint með einhverfu,
þroskaröskun og ADHD, miðbarnið
er með kvíðaröskun og þunglyndi og
það yngsta, sem er þriggja ára, hef-
ur verið mikið veikt frá fæðingu. Auk
þessa er Jón, eins og áður sagði, sjálf-
ur mikið bakveikur og með gigt og
konan hans hefur einnig verið mik-
ið veik, meðal annars þunglynd. „Ég
get ekkert unnið. Ég er 100 prósent
öryrki og er bara misslæmur. Ef það
er til dæmis kalt í veðri þá get ég ekki
farið út og þegar ég er sem verstur
verð ég bara að liggja fyrir.“ Annað
áfall dundi svo yfir fjölskylduna í síð-
ustu viku þegar Jón fékk fyrir hjartað.
„Ofan á þetta allt fékk ég fyrir hjart-
að og það þurfti að flytja mig á spít-
ala fyrir helgi,“ segir hann og greina
má brest í röddinni.
Erfiðasti tíminn
Veikindum þeirra fylgir einnig tölu-
verður lyfjakostnaður en þau hafa
reynt að skera niður öll útgjöld eins
mikið og þau geta. „Við þurfum samt
að reka bíl því við þurfum að geta
komist til lækna,“ segir hann en fjöl-
skyldan þarf að leita læknisaðstoð-
ar út fyrir sinn heimabæ. Hann segir
þau oft brotna saman en séu þó, eins
sorglegt og það er, farin að verða vön
áföllum og reyni að standa saman
sem fjölskylda og vona það besta. Að
það fari að birta til. „Maður fær kvíða-
hnút í magann þegar síminn hringir,
maður býst alltaf við því versta. Mað-
ur brotnar náttúrulega niður stund-
um, en það er bara þannig að þegar
annað okkar er niðri þá reynir hitt
að styrkja það. Þannig höldum við
okkur gangandi. En þetta er erfiðasti
tíminn; jól og nýár,“ segir hann.
Fordómar gagnvart öryrkjum
Jón segir þau hjónin reyna gera það
besta úr hlutunum þó að vissulega
kvíði þau jólunum og þau verði ekki
tilkomumikil í ár. „Við gerum ekki
mikið,“ segir hann og tekur fram að
verst sé þó að þetta bitni á börnum
þeirra. Þau fengu ekki hjálp frá hjálp-
arsamtökum fyrir jólin. „Við höfum
stundum fengið aðstoð en það kostar
líka sitt að keyra í bæinn til þess að fá
aðstoðina. Síðan er líka alltaf þetta
að af því að við erum gift þá höfum
við rétt á miklu minna en margir
aðrir. Við erum fjölskylda og látum
hlutina ganga upp sem fjölskylda og
þá er manni bara refsað fyrir það.“
Hann segir ættingja þeirra ekki vera
í stöðu til að létta undir með þeim og
þar að auki séu þau ekki mikið fyrir
það að vera að barma sér yfir stöðu
sinni. „Það eru alltaf þessir blessuðu
fordómar gagnvart öryrkjum. Að
maður sé bara í ársáskrift að launum
og geri ekki neitt. Svo er það líka bara
þannig að það er erfitt hjá öllum og
því erfitt að hjálpa til,“ segir hann. n
n Þriggja barna faðir kvíðir jólunum n Röð áfalla hefur dunið yfir fjölskylduna
Hjartaáfall og bruni
Fjölskyldan missti húsið
sitt í bruna skömmu eftir
að það var keypt.
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
„Ég fæ kvíðahnút í
magann þegar sím-
inn hringir, maður býst
alltaf við því versta