Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Side 61
Fólk 61Jólablað 21.–27. desember 2012
Í
slendingar spyrja hvar María sé
og hvort ég geti breytt vatni í vín.
Ég fæ oft að heyra slíka brandara
en það er líka allt í lagi því þannig
læri ég meira um íslenskan húmor
og íslensk séreinkenni, segir Jesús
Manuel Loayza D‘Arrigo frá Perú
sem verður fertugur á aðfangadag.
Jesús hefur búið á Íslandi í sex
ár og er kvæntur íslenskri konu.
Hann er myndlistarmaður og
heldur þessa dagana sýningu í Há-
skóla Íslands í VR-3. Hann ætlar að
eyða jólunum hérna líkt og hann
hefur gert undanfarin ár.
„Mér finnst betra að vera hérna
á jólunum en í mínu heimalandi.
Þar eru allir svo stressaðir, vilja
eyða miklum peningum í gjaf-
ir og halda stórar veislur. Kannski
er það líka svoleiðis hjá Íslending-
um en ég finn ekki fyrir því. Ég nýt
jólanna með fjölskyldu minni og
við ætlum að vera hjá foreldrum
konunnar minnar í mat. Hér eru
jólin mjög notaleg. Ég nenni engu
stressi.“
Jesús segist þó ekki kunna að
meta þann íslenska sið að elda
skötu. „Tengdamamma eldar sköt-
una og ég reyni alltaf að borða
hana en get það ekki. Ég bið frekar
um gasgrímu,“ segir hann hlæjandi
og bætir við að í Perú sé jólahaldið
að líkjast því sem tíðkast í Banda-
ríkjunum.
„Í Perú eru allir farnir að apa
eftir Bandaríkjamönnum og vilja
borða kalkún á jólunum. Ég skil
það ekki. Við eigum okkar gömlu
menningu og okkar eigin mat. Ég
vil frekar halda í gömlu hefðirnar.“
Jesús verður fertug-
ur á aðfangadag
Oft spurður hvort hann geti breytt vatni í vín
S
æll Siggi Hall … ég heiti Guð-
rún, þú þekkir mig ekkert – en
ég varð bara að fá að hringja
í þig. Málið er að ég er með
heilan kalkún … hvernig er
best að eld‘ann? Fyrirgefðu að ég sé að
hringja í þig á Þorláksmessu.
Á þessum orðum hefst formáli
nýrrar matreiðslubókar Sigga Hall sem
nefnist Jólaréttir. Eins og nafnið gef-
ur til kynna þá inniheldur bókin upp-
skriftir að fjölbreyttum og gómsætum
réttum sem henta vel á veisluborðið
yfir hátíðarnar.
Aðspurður segist Siggi hafa fengið
óteljandi símtöl í þessum dúr í gegn-
um tíðina. Hann hefur þó ávallt gam-
an af þeim og er með svörin á reiðum
höndum. „Maður tekur bara vel í það,
maður verður að gera það. Ég gaf þjóð-
inni sjálfan mig á sínum tíma,“ segir
hann léttur í lund. Fólk hefur jafnvel
gengið svo langt að hringja í hann á
aðfangadag.
„Það er mér minnisstætt þegar það
hringdi í mig kona sem var í stresskasti
því endurnar voru ennþá frosnar. Hún
var að byrja að elda og fólkið að koma.
Hún sagðist hafa tekið þær út en þær
þiðnuðu ekki nógu vel.“
Jólaveislan eins og
fermingarveisla
Nú hefur Siggi hins vegar tekið saman
uppskriftabók þar sem húsmæður og
-feður landsins geta einfaldlega flett
svörunum upp í stað þess að hringja í
meistarakokkinn sjálfan á ögurstundu.
„Þetta eru svo margar spurningar og
bókin er í raun eitt stórt jólahlaðborð.
Ef þú ætlar að gera voðalega grand og
flott jólahlaðborð þá byrjarðu bara á
byrjuninni og endar á síðustu blað-
síðunni. Þá ertu kominn með mjög
flott hlaðborð sem þú getur ver-
ið virkilega stoltur af og selt dýrum
dómi,“ segir hann hlæjandi.
Allir réttirnir í bókinni eru á
boðstólum hjá honum sjálfum ein-
hverja daga yfir jólin en það er hefð
hjá fjölskyldunni að borða hrein-
dýr og rjúpur á aðfangadagskvöld.
„Það eru svo margar jóla- og fjöl-
skylduveislurnar sem eru haldnar á
milli jóla og nýárs. Þetta er nú orðið
þannig að jólaveisla fjölskyldunn-
ar er orðin eins og fermingarveislan
var fyrir 15 árum, hún er svo marg-
menn.“
„Eiga bara nóg af mat“
Aðspurður hvort það lendi ekki alltaf
á honum að sjá um matseldina svar-
ar hann játandi, en segist þó fá góða
hjálp frá konunni, Svölu Ólafsdóttur,
sem aðstoðaði hann einnig við gerð
bókarinnar. „Ég svona þykist vilja
ráða þó ég geri það nú kannski ekki.“
En hvaða lykilráð getur meist-
arakokkurinn gefið lesendum DV
fyrir jólamatseldina? „Að vera búin
að undirbúa matinn vel og gera sér
þetta ekki of erfitt. Þá er um að gera
að prófa eitthvað aðeins nýtt en fylgja
þessu hefðbundna þó að mestu leyti
og ekki breyta of mikið til. Svo gef ég
það ráð að fólk eigi að vera sallarólegt
á jóladag og borða allan daginn, helst
í náttfötunum. Eiga bara nóg af mat,“
segir Siggi að lokum. n
n Siggi Hall gefur út matreiðslubók sem er í raun jólahlaðborð
Mælir með
afslöppun og
áti á jóladag
Borðar rjúpur og
hreindýr Siggi ætlar
að halda í þá hefð
að borða villibráð á
aðfangadagskvöld.
Jesús Jesús er
frá Perú en hefur
búið á Íslandi í
sex ár.
Friðarmáltíð Spessa
n Haldin í sextánda sinn
L
jósmyndarinn Spessi stendur
í ströngu þessa dagana við að
undirbúa friðarmáltíð Spessa
sem haldin verður á Gló í ár. Af
hverjum miða renna 1.000 krónur
til Konukots, sem er næturathvarf
fyrir heimilislausar konur.
Spessi, sem er grænmetisæta
til 30 ára, mun á þessu kvöldi elda
jólamat eins og heima hjá sér og
að þessu sinni ætlar Solla vinkona
hans og Elli, maður hennar, að
leggja honum lið. „Þetta byrjaði á
Á næstu grösum hjá Gunnhildi vin-
konu minni og seinna hjá Sæma og
Dóru sem keyptu Grösin af Gunn-
hildi. Og tvenn jól á Veitingastaðn-
um Písa í Lækjargötu þegar Magga
Rósa réði ríkjum þar. Á síðasta
ári var ég með Friðarmáltíðina á
Veitingastaðnum 2nd Street í litlum
bæ sem heitir Frankfort Kansas. Þá
fékk ég hjálp frá vini mínum Frið-
geiri Helgasyni sem ég sótti til New
Orleans,“ segir Spessi.
Hann leggur mikið upp úr góðri
tónlist á Friðarmáltíðinni og hefur
Óskar Guðjónsson saxófónleikari
séð um hana og fengið til liðs við sig
alla helstu djass-snillinga landsins.
Að þessu sinni ætlar hljómsveitin
ADHD að spila undir borðhaldi en
sveitina skipa þeir Óskar Guðjóns-
son, Davíð Þór Jónsson, Ómar Guð-
jónsson og Magnús Tryggvason El-
íassen.
Solla og Spessi Spessi fær
aðstoð frá Sollu vinkonu sinni
við eldamennskuna.
ÍTALSKT
JÓLABRAUÐ
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunudaga 8.00 -16.00