Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Side 39
S
lökkviliðið fundar á stóra
sviði Þjóðleikhússins þegar
blaðamaður kemur til fund-
ar við leikstjórann ástralska
Benedict Andrews. Verið er
að skera úr um hvort leikmyndin
uppfylli öryggiskröfur. Leikmynda-
hönnuðurinn, Börkur Jónsson,
fylgist með og ræðir við slökkvi-
liðsmenn. Leikmyndin er í anda
naumhyggju. Allt sviðið er klætt
ljósum birkikrossviði – gólf, loft og
veggir. Á einum veggnum er stál-
vaskur. Í fyrsta sinn sem leikmyndin
– birkikrossviður og ál – var tekin
niður og Dýrin í Hálsaskógi sett
upp þá tók það átta menn tíu tíma
að skipta um leikmynd. Vegna þess
hversu stór og fyrirferðarmikil leik-
myndin er verður sýningafjöldi tak-
markaður. Í lok janúar þarf að rýma
fyrir nýrri sýningu og því verður að-
eins sýnt út janúar.
Leikmunadeildin í hagnýtri
blóðframleiðslu
Macbeth er eitt magnaðasta leikrit
heimsbókmenntanna, harmleikur
sem jafnan er talinn meðal blóðug-
ustu og áhrifaríkustu verka Williams
Shakespeare. Það er því strax ljóst að
gerviblóðið fær að fossa á jólafrum-
sýningu Þjóðleikhússins í ár. Kynn-
ingarstýra Þjóðleikhússins, Sigur-
laug Þorsteinsdóttir, hefur gaman af
að segja blaðamanni frá því að leik-
munadeild hússins framleiði allt það
blóð sem þarf að nota í sýninguna
og í hverja sýningu fara að minnsta
kosti 30 lítrar og að minnsta kosti
tveir tímar fara alltaf í að þrífa blóð
af leikmyndinni eftir hverja sýningu.
„Blóðið þarf að vera hægt að
þvo auðveldlega úr fötum, líta út
eins og blóð og helst vera ætt,“ segir
Sigurlaug frá. „Sviðsblóð sem hægt
er kaupa erlendis frá sem býr yfir
þessum eiginleikum kostar á milli
5 og 10 þúsund krónur lítrinn og
var því ekki möguleiki að notast við
slíkt. En leikmunadeildin fann upp
uppskrift sem uppfyllir öll skilyrðin
og kostar aðeins brot af því sem
„alvöru“ sviðsblóð kostar.“
Fræið sem varð lafði Macbeth
Benedict sest með blaðamanni
í notalegan sófa undir málverki
af Helgu Thorberg. Það er nota-
leg kyrrð í leikhúsinu þegar það er
mannlaust, ekkert bólar á meintri
bölvun sem sögð er hvíla á leik-
húsinu vegna uppsetningarinn-
ar. Kannski er þetta lognið á und-
an storminum? Benedict fær sér
kaffisopa og segir svolítið frá sjálf-
um sér. Hann hefur verið á miklu
flandri starfs síns vegna og óskar sér
að festa rætur. Hann og eigin kona
hans, Margrét Bjarnadóttir dansari,
leita sér að fallegu húsnæði á Ís-
landi. Hann kann vel við sig hér en
þau hjón hafa um skamma hríð haft
aðsetur í Vesturbænum.
„Ég hef eiginlega búið í ferða-
tösku í langan tíma,“ segir hann og
brosir hæglátlega. „En ég vil það í
raun ekki. Ég vil festa rætur einhvers
staðar og helst hér.“
Benedict leikstýrði Lé konungi
á síðasta ári og hitti þá leikkonuna
Margréti Vilhjálmsdóttur. „Macbeth
er eitt af best skrifuðu leikritum
heims og mig hefur lengi langað til
að setja það upp. Ég hef líka unun
af því að vinna með góðum leikur-
um og ég vildi halda áfram að vinna
með íslenskum leikurum á íslenskri
tungu, og þá var Macbeth, að mér
fannst, rökrétt framhald. Persónu
Gunnhildar hef ég alltaf séð eins og
fræið sem seinna varð lafði Macbeth.
Þessi leikrit eru tengd.
Eitt sinn þegar við vorum að æfa
eitt atriðið úr Lé konungi og Mar-
grét var í hlutverki Gunnhildar,
þá sá ég þetta skýrt. Hún er fædd í
hlutverk lafði Macbeth. Ég man að
ég renndi yfir sviðið til hennar við
þessa uppljómun og spurði hana
hvort hún hefði einhvern tímann
farið með hlutverk lafði Macbeth.
Ég vildi sjá hvað Magga gæti gert
í hlutverki lafði Macbeth, það var
hún sem vakti áhuga minn á því
að setja upp verkið. Hún er frábær
leikkona. Hvar sem er í veröldinni
væri hún stjarna. Hún hefur greið-
an aðgang að tilfinningum sínum,
erfiðum tilfinningum en líka gleði
og býr yfir kynngimögnuðum krafti
og kynorku. Allt þetta er nauðsyn-
legt í hlutverk lafði Macbeth. Svo
þar byrjaði vegferðin,“ segir Bene-
dict. „Björn Thors er líka algjörlega
frábær í sínu hlutverki og samspil
hans og Margrétar er magnað. Þetta
er frábært tækifæri fyrir hann. Hann
hefur ekki leikið stórt Shakespeare-
hlutverk áður og ég hef fulla trú á
honum í hlutverkið.“
Nauðsynleg rannsókn á ofbeldi
Benedict er hugleikið að skoða myrka
þætti mannlegrar tilveru. Hvern-
ig mannssálin höndlar völd og illsku.
„Stór hluti af vinnu minni með verk
Shakespeare, er að horfa á tengsl
mannsins við völd og hverju hann
kostar til til þess að komast yfir þau.
Macbeth er greining á því hvað gerist
þegar glæpur er framinn. Rannsókn á
ofbeldi. Það er farið djúpt í sálina og
undirmeðvitundina, þar til komið er
að því hulda sem ekki er ekki hægt að
bæla. Við erum að bæla svo mikið nið-
ur sem síðan vill ryðja sér leið. Stund-
um í draumum okkar eða martröðum.
Í leikhúsið förum við til að dreyma
með augun galopin. Það er örugg-
ur staður þar sem við getum kannað
mannlega tilveru.“
Benedict segir nauðsynlegt að
kanna myrkar hliðar tilverunnar til
þess að skilja tilvistina betur. „Já, ég
held að hrifning okkar í bókmenntum
og kvikmyndum á hinu illa sé sprottin
af nauðsyn. Hið fagra – ástin, vináttan
og fjölskyldutengsl – er hluti mann-
legrar tilveru en það eru líka morð og
ofbeldi. Þetta er raunveruleikinn.“
Umrædd er bölvunin sem sögð er
fylgja leikritinu. Benedict segir um-
fjöllunarefni leikritsins fela í sér sátt-
mála við hið illa. „Þú horfir á þessa
sýkingu breiðast út og niðurbrot
manns í dýr og siðblindingja. Að takast
á við efni eins og þetta er dimm veg-
ferð, leikritið hefur sáttmála við hið
illa. Þetta er leikrit sem í sjálfu sér er
bölvun.“
Svolítið um óhöpp í húsinu
Benedict kveður og enn rík-
ir kyrrð í húsinu. Sem verður rof-
in brátt þegar leikhúsgestir fá að
dreyma með augun opin og ferðast
að mörkum mannlegrar tilveru.
Frumsýning er á annan dag jóla
eins og vant er í Þjóðleikhúsinu.
Sigurlaug kynningarstýra
verður fyrir svörum hvað varð-
ar meinta bölvun og óhöpp inn-
an veggja Þjóðleikhússins. Þarf að
grípa til þess ráðs að blessa húsið?
„Það hefur nú ekki komið til tals
að bregðast sérstaklega við þeirri
bölvun sem sögð er fylgja verkinu
– en það hefur samt verið svolítið
um óhöpp í húsinu undanfarið.
Sem sumir tengja bölvuninni –
en þau óhöpp hefðu nú alveg get-
að átt sér stað við æfingar á öðru
verki.“ n
30 lítrar af blóði
Stuð milli stríða Björn Thors, Margrét Vilhjálmsdóttir og Benedict Andrews taka
Macbeth alvarlega upp að vissu marki fyrir æfingu. Nógu dimm er vegferðin.
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Viðtal
Menning 39Jólablað 21.–27. desember 2012
„Ég hef
eiginlega
búið í ferðatösku
í langan tíma
Hrifinn af aðalleikurunum
„Hvar sem er í veröldinni væri
hún stjarna,“ segir Benedict um
Margréti og segist enn fremur
hafa fulla trú á Birni Thors í
krefjandi hlutverki Macbeths.
n „Illskan er smitandi drápsvírus“ n Hagnýt blóðframleiðsla í Þjóðleikhúsinu
Í Jólafrumsýning Þjóðleik-
hússins í ár er Macbeth
eftir Shakespeare í leik-
stjórn hins margverðlaun-
aða leikstjóra Benedicts
Andrews sem leikstýrir
Birni Thors í hlutverki
Macbeths og Margréti
Vilhjálmsdóttur í hlut-
verki lafðinnar grimmu.
Verkið er eitt hið allra
blóðugasta í leikverka-
sögunni og á hverri sýn-
ingu verða notaðir 30
lítrar af blóði.