Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 21.–27. desember 2012 Jólablað „Félagið Hesteyri ehf. hef ég heyrt getið um, en hef engar upplýsingar um starfsemi þess. 367 milljóna arður til hluthafa Skinneyjar Ú tgerðarfélagið Skinney- Þinganes á Höfn í Hornafirði hagnaðist um rúmlega 2,2 milljarða króna í fyrra. Fé- lagið á eignir upp á tæplega 23,4 milljarða króna og nam eigið fé félagsins rúmum sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í ársreikn- ingi félagsins sem skilað var til ríkis- skattstjóra þann 15. nóvember 2012. Síðastliðin tvö ár hafa hluthafar fé- lagsins tekið 367 milljónir í arð út úr fyrirtækinu. Skinney-Þinganes er í eigu ná- inna ættingja Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi utanríkis- og forsætisráð- herra, og á hann sjálfur lítinn hlut í því – í kringum 1,3 prósent. Stærstu hlut- hafar Skinneyjar eru eignarhaldsfé- lagið Tvísker með tæplega 30 pró- senta hlut, félagið er meðal annars í eigu bróður hans Ingólfs og bróð- ursonar, Aðalsteins Ingólfssonar, og fjórir einstaka hluthafar eiga svo meira en tíu prósent í félaginu, meðal annars áðurnefndur Ingólfur. DV ræddi við Halldór um Skinn- ey-Þinganes í fyrra en þá sagðist hann enga aðkomu hafa að félaginu: „Ég erfði lítinn hlut hlutabréfa í fé- laginu [Skinney-Þinganesi innskot blaðamanns] eftir foreldra mína. Faðir minn lést 1996 og móðir mín sat í óskiptu búi þar til hún lést 2004. Þá kom í minn hlut 1/5 hluti af þeirra hlutafé, sem gefur mér hvorki möguleika né áhuga til afskipta eða áhrifa í félaginu.“ Rúmlega tíu milljarða tekjur Skinney-Þinganes er sterkt útgerðar- félag og námu tekjur þess 10,3 millj- örðum króna í fyrra. Kvóti félagsins er metinn á tæplega 11,4 milljarða króna. Eiginfjárstaða félagsins batnaði um rúma tvo milljarða króna á milli áranna 2010 og 2011, fór úr fjórum milljörðum og upp í rúmlega sex. Á móti eignum fyrirtækisins eru skuld- ir upp á rúmlega 17 milljarða króna. Félagið keypti kvóta fyrir rúmlega 330 milljónir króna í fyrra og greiddi nið- ur skuldir upp á ríflega 1.300 milljón- ir króna. Nú í september keypti félag- ið kvóta af Brimi fyrir um tvo milljarða. Hluthafar félagsins tóku 167 millj- óna króna arð út úr fyrirtækinu í fyrra og árið 2010 var greiddur út arður upp á 200 milljónir króna. Heildararð- greiðslurnar út úr fyrirtækinu síðast- liðin tvö ár nema því 367 milljónum króna. Hlutdeild Halldórs Ásgríms- sonar í þessum arðgreiðslum eru tæplega fimm milljónir króna miðað við hlutafjáreign hans. 5,6 milljarða eignir frá Fjörum Líkt og DV hefur greint frá runnu 5,6 milljarða króna eignir inn í Skinn- ey-Þinganes frá dótturfélaginu Fjör- um ehf. nú í sumar. Fjörur hagnaðist um 2,6 milljarða króna á viðskiptum með hlutabréf í Vátryggingafélagi Ís- lands á árunum 2002 til 2006. Þau hlutabréf höfðu áður verið í eigu rík- isbankans Landsbanka Íslands. Þau voru seld til Skinneyjar, Kaupfélags Skagfirðinga og tengdra félaga, áður en eignarhaldsfélagið Samson keypti Landsbankann í árslok 2002. Skinn- ey seldi þessi bréf svo til Exista árið 2006 í skiptum fyrir bréf í Exista sem síðan voru seld. Halldór Ásgrímsson beitti sér fyrir því sem ráðherra árið 2002 að ríkis- bankinn Landsbankinn seldi 50 pró- senta hlut sinn í VÍS áður en gengið var frá sölunni á bankanum til Sam- son. Skinney-Þinganes var einn af þeim aðilum sem keypti þessi hluta- bréf í gegnum dótturfélag sitt Hest- eyri, sem það átti með Kaupfélagi Skagfirðinga. Þessi einkavæðing VÍS hefur verið umdeild þar sem talið er að aðilar tengdir Framsóknar- flokknum, S-hópurinn, hafi feng- ið að kaupa hlut Landsbankans í tryggingafélaginu svo þeir sættu sig við að aðilar sem þóttu þóknanlegir Sjálfstæðisflokknum, Samson, fengu að kaupa Landsbankann. Í viðtali við DV í fyrra sagð- ist Halldór aldrei hafa heyrt félag- ið Fjörur ehf. nefnt á nafn. „Félagið Fjörur ehf. hef ég aldrei heyrt nefnt og hef engar upplýsingar um. Fé- lagið Hesteyri ehf. hef ég heyrt getið um, en hef engar upplýsingar um starfsemi þess.“ Skinney-Þinganes stendur hins vegar eftir sem tals- vert sterkara félag eftir viðskipt- in með hlutabréfin í VÍS sem Hall- dór hlutaðist til um að yrðu seld frá Landsbankanum áður en hann var einkavæddur árið 2002. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Skinney-Þinganes hagnaðist um rúmlega tvo milljarða króna í fyrra Fjölskyldufyrirtæki Halldórs Skinney- Þinganes, fjölskyldufyrir- tæki Halldórs Ásgrímsson- ar, hagnaðist um rúmlega tvo milljarða króna í fyrra. 367 milljóna arður hefur runnið til hluthafanna síðastliðin tvö ár. Nemendurnir verðlaunaðir Um níutíu nemendur í grunn- skólum Reykjanesbæjar fengu viðurkenningu frá Árna Sigfús- syni, bæjarstjóra Reykjanesbæj- ar, fyrir góðan árangur í sam- ræmdum prófunum á haustönn 2012. Nemendurnir voru meðal þeirra tíu prósenta nemenda á öllu landinu sem stóðu sig best í prófunum. „Þetta gerist um leið og grunnskólanemar Reykjanes- bæjar náðu almennt mjög stór- stígum framförum á samræmd- um prófum í haust,“ segir í tilkynningu frá bænum vegna viðurkenningarinnar. Foreldrar, afar og ömmur og forsvarsmenn grunnskólanna voru viðstadd- ir afhendinguna. Samræmdu prófin eru þreyð af nemendum í fjórða, sjöunda og tíunda bekk grunnskóla. Prófin eru fram- kvæmd með sama hætti um allt land en um er að ræða þrjú próf, í íslensku, stærðfræði og ensku. Meirihluti þjóðarinnar sleppir skötunni Rúm fjörutíu prósent Íslendinga borða skötu á Þorláksmessunni þessi jólin, samkvæmt niður- stöðum könnunar MMR. Tæp sextíu prósent ætla hins vegar að láta það ógert. Niðurstöð- urnar benda til þess að meira en 84 þúsund Íslendingar ætli að gæða sér á skötu. Skötuátið eykst með hækkandi aldri sam- kvæmt niðurstöðunum og er aldurshópurinn 50–67 ára sá eini þar sem meirihlutinn ætlar að fá sér skötu. Niðurstöðurnar eru einnig greindar eftir stuðn- ingi við stjórnmálaflokka. Athygli vekur að stuðningsmenn Bjartrar framtíðar eru líklegri til að fá sér skötu en stuðningsmenn hinna flokkanna. Framsóknarmenn koma þar næst á eftir en stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins eru ólíklegastir til þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.