Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.09.2012, Page 8

Víkurfréttir - 20.09.2012, Page 8
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR8 Tíu strigapokar á Hafnavegi Lögreglunni á Suður- nesjum var í liðinni viku gert viðvart um að all- margir úttroðnir pokar lægju á Hafnavegi, nærri Höfnum, og að af þeim gæti reynst slysahætta. Þegar lögregla kom á vettvang reyndist um að ræða tíu striga- poka sem voru fullir af skreið. Höfðu þeir fallið af vörubílspalli og var ökumaðurinn á leiðinni til baka að sækja skreiðina. Engin óhöpp hlutust af þessu atviki. Steig á bensín í stað bremsu Talsvert var um um-ferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni sem leið. Ökumaður sem var að aka inn á bifreiðastæði steig á bensíngjöf í stað þess að hemla, með þeim afleiðingum að bifreiðin fór yfir gang- stétt og utan í aðra bifreið á stæðinu. Þá skullu tveir bílar saman á Reykjanesbraut eftir að öðrum þeirra hafði verið ekið inn á veginn í veg fyrir hinn. Fjarlægja þurfti þá af staðnum með kranabíl. Þriðja óhappið varð á gatnamótum á Vatnsnesvegi, þegar tveir bílar rákust saman. Loks varð árekstur í Keflavík og fóru báðir ökumennirnir á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja, þar sem þeir kenndu eymsla. Ökutækin voru fjarlægð með tækjabifreiðum. Þetta var fyrir u.þ.b. 10 árum síðan. Ég var á námskeiði í Bandaríkjunum hjá alveg hreint frábærri konu sem vann við uppeldis- og fræðslumál og var mér mikilvæg fyrirmynd og men- tor. Hún hafði skrifað bækur sem ég hafði lesið af miklum áhuga þar sem henni var tíðrætt um hversu mikið sjálfstraust stýrir í lífi okkar. Á nám- skeiðinu voru konur bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum, vel menntaðar konur sem voru búnar að framkvæma ótrúlegustu hluti og mér fannst ég lítið peð í þessum hópi og sjálfstraustið ekki upp á marga fiska. Við borð- uðum alltaf saman í hádeginu og völdum á sameiginlegt borð, sögðum hvað okkur langaði í og síðan fór starfs- maður út og verslaði. Þegar við völdum okkur mat vildi ég ekki vera með neitt vesen og þegar mig langaði í sushi einn daginn og einhver setti upp svip og sagðist ekki borða hráan fisk, bakkaði ég fljótt og sagði: mér er alveg sama hvað ég borða. Það liðu þrír dagar og ég endaði yfirleitt á því að segja: mér er alveg sama ......... Á fjórða degi var ákveðið að búa til salat og við áttum að nefna hvað við vildum hafa í því. Þegar kom að mér sagði ég: furuhnetur ........og þegar einhver kvennanna setti upp vandlætingarsvip bakkaði ég strax og sagði: sleppum bara hnetunum. Þá stóð vinkona mín, men- torinn upp, barði í borðið og sagði: Anna Lóa, þú skalt fá þínar furuhnetur og hananú!! Mér krossbrá, horfði á konuna eins og hún væri búin að ,,missa“ það og sagði: já en þetta skiptir engu máli - ,,it’s only nuts“! Mentorinn minn sagði að þetta snerist alls ekki bara um hnetur, heldur hvernig við látum aðra stjórnast með líf okkar af því að við tökum ekki ákvarðanir á eigin forsendum. Stundum væri það vanabundin hegðun að segja: mér er alveg sama og þá gerir umhverfið ráð fyrir því að það þurfi ekki að bera virðingu fyrir óskum okkar eða löngunum. Sjálfstraust okkar ber skaða, því það er ekki gott að finna að skoðanir okkar skipta ekki máli og að fólk reikni jafnvel ekki með að við höfum skoðanir á hlutunum. Mentorinn minn hélt áfram: svo förum við bara í gegnum lífið eins og lauf í vindi, fjúkum til og frá eftir því hvað hentar öðrum og tökum ekki ákvarðanir um hvert við viljum stefna. Anna Lóa, þú segir allt of oft: mér er alveg sama! Ef þú getur ekki tekið ákvarðanir um hvað þú ætlar að borða í hádeginu þá skaltu byrja þar og skoða svo hvernig þú tekur ákvarðanir og velur líf þitt. Málamiðlanir eru eðlilegar í tengslum við ákveðna hluti en á heildina litið áttu að velja fyrir þig það sem þú telur vera gott eða henta inn í líf þitt þá stundina, út frá eigin smekk, gildismati, styrkleikum og draumum. Ætlar þú að fara í nám sem er vinsælt þá stundina án þess að það henti þér, enda í einhverju starfi þar sem styrkleikar þínir fá ekki notið sín, kaupa föt sem einhver sölumaðurinn telur þér trú um að fari þér afskaplega vel, taka næsta mann sem býðst af því þú vilt ekki vera ein og flytja með honum út í buskann af því að hann velur það? Svo vaknar þú upp einn daginn með menntun sem hentar ekki, í starfi sem þú ert óánægð í, með karli sem þú átt ekkert sameiginlegt með, búsett í Kasakstan og ofan á allt annað, í fötum sem fara þér hræðilega illa!! Þetta snýst um að velja sjálfur en ekki að verða valin, eða láta aðra velja fyrir sig. Trúðu mér, þú vilt ekki líta til baka og segja: af hverju valdi ég ekki líf mitt betur! It’s not only about nuts!! Eftir vikudvöl í Bandaríkjunum var komið að heimferð. Þegar ég var spurð hvort ég væri með séróskir varðandi sætaval í flugvélinni breyttist ég á einu augabragði í Sally (When Harry met Sally) og svaraði: ég vil gjarnan sitja við gang og helst í sætaröð 9-18. Ef ekkert er laust þar þá vil ég frekar vera aftar í vélinni en alls ekki aftast því þar er ekki hægt að halla sætunum. Ég vil ekki vera beint fyrir aftan neyðarútganginn og ef það eru bíós- kermar í loftinu þá vil ég alls ekki vera of langt frá einum slíkum. Síðast en ekki síst vil ég fá sæti með heilum glugga - alls ekki svona hálfum sem gluggasætis- farþeginn einokar. You see, I know how to choose my nuts in life!! Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Fylgstu með mér http://www.facebook.com/Hamingjuhornid Þú skalt fá þínar furuhnetur! „Að þessu sögðu er nokkuð ljóst að það er langsamlega farsælast að vera með litla snyrtibuddu í töskunni og sleppa öllum snyrtivöruokurlánum“. FÉLAG SMÁBÁTAEIGENDA Á SUÐURNESJUM FUNDARBOÐ Aðalfundur Reykjaness verður haldinn í Salthúsinu, Grindavík laugardaginn 29. september 2012. Fundurinn hefst kl. 17:00 Dagskrá : • Venjuleg aðalfundarstörf • Kjarasamningar Landssambands smábátaeigenda: Umræður og atkvæðagreiðsla. • Stækkunarmál Smábáta: Umræður og atkvæðagreiðsla • Tillögur til 28. aðalfundar LS. • Önnur mál Gestir fundarins: Arthur Bogason, formaður LS. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS. Pétur Sigurðsson, formaður samninganefndar LS. Kvöldmatur í boði félagsins í fundarhléi. Smábátaeigendur fjölmennið. Stjórn Reykjaness Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? LAMPAÚRVAL Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Ryco LCB-T5003 T5 lampi 13W með 1,8 m snúru 59 cm 2.590Ryco LDL-MD418A lampi m.grind 4x18W T8 62x60x8 cm án peru 7.990 Ryco LDL-MD236A lampi m.grind 2x36w T8 122x30x7,5cm án peru 6.990 Ryco LCL-M1036 T8/G13 lampi 36W 122 cm 2.490m/peru Ryco lampi án peru hvítur spegill 2x36W 4.690 Ryco LCL-M2 T8 lampi 2x36W 113 cm IP30 7.990 ATVINNA TANNLÆKNASTOFA -FRAMTÍÐARSTARF. Starfskraftur óskast á tannlæknastofuna Tjarnargötu 2 Reykjanesbæ. Æskilegur aldur 35+. Þarf að geta hað störf eigi síðar en 1. nóv. nk. Starð felst bæði í afgreiðslu og aðstoð á klinik. Umsóknir sendist á póstfang jonbjorn@jonborn.is eða benni@mitt.is fyrir 27. sept. nk. Fr a m þ r ó u n í í s l e n s k u m sjávarútvegi er mikil þessi misserin og þar leggja grindvísk sjávarútvegsfyrirtæki sitt af mörkum. Íslenski sjávarklasinn hófst sem verkefni innan Háskóla Íslands árið 2010 en er nú orðið að fullstarfandi fyrirtæki sem stuðlar að tækifærum og styrkir tengslanet milli fyrirtækja í haf- tengdri starfsemi á Íslandi og um allan heim. Samstarfsaðilar klas- ans eru stjórnendur í fyrirtækjum sem eru í fremstu röð á sínu sviði í haftengdri starfsemi og öðrum greinum. Eitt af verkefnum klasans er stofnun Codland sem er fullvinnslufyrir- tæki með það að leiðarljósi að efla ímynd og hámarka fullnýtingu á fisktengdum afurðum. Erla Péturs- dóttir verkefnisstjóri hjá Vísi hf. í Grindavík á sæti í stjórn Codlands. „Codland er fullvinnslufyrirtæki með það að leiðarljósi að efla ímynd og hámarka fullnýtingu á þorski í Norður-Atlantshafi. Á Reykjanesi er verið að reisa heilsuvöruverk- smiðju sem nýtir slóg. Verksmiðjan er við hliðina á þurrverksmiðjunni Haustaki sem sérhæfir sig í þurrkun á fiskhausum og beingörðum. Haustak er jafnframt aðilinn á bak við Codland. Í verksmiðjunni verður unnið mjöl og lýsi en einnig vinnur Codland að þróun frekari fullvinnslu,“ sagði Erla í samtali við heimasíðu Grindavíkurbæjar. „Íslenski sjávarklasinn hefur leitt þessa þróunarvinnu en það eru gríðarleg tækifæri í fullvinnslu um allt Norður-Atlantshaf. Stefna Codland er einnig að reisa auð- lindahús í Grindavík þar sem væri góð aðstaða fyrir fyrirtæki og sér- fræðinga í fullvinnslu. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga fyrir þessu verkefni og samstarfsvilja hjá fyrirtækjum á svæðinu um að nýta betur hráefnið og skapa verðmæti og störf,“ sagði Erla ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni á grindavík.is. Codland reisir heilsu- vöruverksmiðju Alltaf eitthvað nýtt á vf.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.