Víkurfréttir - 20.09.2012, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 13
eru komnir heim til sín. Þá eru
þeir sjálfsagt óheyrilega svangir á
meðan við hjónin borðum alltaf
matarafganga í okkar nestispakka
í hádeginu en það finnst Norð-
mönnum skrítið.
Þetta er gott fólk og okkur finnst
þeir líkjast okkur á margan hátt.
Það er gott að vera Íslendingur í
Norge.
Hvernig var ferðin til Washing-
ton?
Hún var vægast sagt frábær! Ég
hef aldrei kynnst öðrum eins mót-
tökum, það var svo margt fólk sem
beið í röðinni eftir að fá bókina
mína ensku „Becoming Goddess“
áritaða, að starfsmenn bókaútgáf-
unnar urðu að vísa fólki frá vegna
bókaskorts. Konur voru hrifnar af
titlinum á bókinni minni og sögðust
spenntar að fá að lesa innihaldið.
Þeim fannst einnig spennandi að ég
væri frá Íslandi, Oh, I love Iceland!
sögðu þær. Ég held það hjálpi mér
að vera frá Íslandi því fólk er for-
vitið um land okkar og þjóð. Það
sést líka á facebook síðunni minni
sem ég opnaði eftir að hafa gefið út
bókina mína ensku.
Þeir hjá útgáfunni spurðu hvaða
nafn ég vildi nota sem höfundur
og ég ákvað að vera norræn með
nafnið mitt óbreytt með öllum
kommunum í Marta Eiríksdóttir.
Það var samþykkt en ég valdi
einnig að vera með markaðsnafnið
„The Dancing Eaglewoman from
Iceland“ en það er power nafnið
mitt, sem ég fékk hjá indjánakonu
í Arizona.
Hvað með að gefa út bók á ís-
lensku?
Jú veistu ég var að klára aðra bók
á íslensku í lok sumars og sú bók
mun væntanlega koma út fyrir jól
hér á Suðurnesjum en hún er óður
til gamla bæjar míns, Keflavíkur
og tileinkuð öllum Suðurnesja-
mönnum. Ég fer víða í þeirri bók
og rifja upp margt skemmtilegt,
sem ég veit að fólk kannast við frá
árum áður. Þetta er söguleg skáld-
saga í léttum dúr.
Við hjá Víkurfréttum bíðum spennt
eftir að fá að lesa og heyra meira frá
nýjustu skáldkonu okkar Íslend-
inga, henni Mörtu Eiríksdóttur í
framtíðinni.
Facebook síða:
Marta Eiríksdóttir – The Dancing
Eaglewoman from Iceland.
Becoming Goddess
– Embracing Your Power!
Bókin hennar Mörtu fæst
keypt á Amazon vefnum og í
verslun Betra Lífs Kringlunni.
siglt burt frá Noregi árið 874 vegna
ráðríki Haraldar, heldur einnig
vegna þessa kóngs, sem liggur
í grafhaugnum hér í þessum bæ,
Nordfjordeid. Það var margt sem
gekk á og margir smákóngar ríktu
um allan Noreg en við það vildi
Haraldur ekki una og lét drepa alla
kónga og drottningar ásamt upp-
reisnarmönnum í þeirra liði. Þetta
er í raun stórmerkileg saga, upp-
hafssaga okkar Íslendinga, sem for-
vitnilegt væri að grufla meira í. Það
er aldrei að vita hvað skáldsagan
mín fjórða fjallar nánar um en ég er
byrjuð á henni og hún er á ensku.
Bækurnar koma bara svona til mín,
annað hvort á íslensku eða ensku.
Eru Norðmenn heilsufrík?
Bæði já og nei. Þeir hreyfa sig ótrú-
lega mikið utandyra, fara í langar
gönguferðir eða upp á fjöll. Við
sjáum bæði fólk og hesta ganga
framhjá stofuglugganum okkar
en við búum nálægt skógarstígum
og fjallgönguleiðum. Við hjónin
njótum að sjálfsögðu líka náttúr-
unnar hérna eins og þeir.
Norðmenn eru mikið á skíðum og
í fimm mínútna akstursfjarlægð frá
bænum okkar er frábært skíðasvæði
sem fólk stundar vel á veturna. Það
er samt ekkert kaldara hérna en
heima en það kyngir niður snjó
og þá er lognið einnig mikið. Trén
verða eins og fallegt póstkort á að
líta á veturna.
Norðmenn hreyfa sig mikið en
eru samt ekki komnir eins langt
í heilsusamlegu mataræði og ég
þekki heima á Íslandi. Hérna er lítil
umræða um meira grænmeti á disk-
inn og minna brauð, því þeir borða
ógrynni af hveitibrauði allan dag-
inn en elda kvöldmatinn snemma,
svona á milli klukkan fjögur og
fimm á daginn, þegar langflestir
Löng röð myndaðist við
bás Mörtu þar sem hún
áritaði bókina sína.