Víkurfréttir - 20.09.2012, Qupperneq 14
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR14
ALLSHERJAR
ATKVÆÐAGREIÐSLA
Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör
fulltrúa á þing ASÍ sem haldið verður dagana
17. - 19. október nk. Kosið er um 4 fulltrúa og 4 til vara.
Framboðslistum sé skilað á skrifstofu Verslunarmanna-
félags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, eigi
síðar en kl. 12:00, föstudaginn 28. september nk.
Öðrum listum en lista stjórnar skulu fylgja meðmæli
50 fullgildra félagsmanna.
Kjörstjórn
Starfsmaður óskast til afgreiðslustarfa í verslun okkar
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu.
Æskilegt er að viðkomandi ha reynslu af afgreiðslu-
störfum.
Góðir samskiptahæleikar, sjálfstæði í vinnubrögðum,
sveigjanleiki, stundvísi og heiðarleiki eru mikils metnir
eiginleikar.
Áhugasamir ha samband við Maríu Ó. Sigurðardóttur í
síma 867 8453 eða maria@opticalstudio.is
fyrir 30. september.
ATVINNA
NÁMSKEIÐ
Spennandi námskeið:
Vélstjórnarnám – smáskip með vélarafli <750 kw
Tími: 1-12 okt. kl. 9.00-15:40 virka daga.
Einnig er í boði vélstjórnarnám sem byggt er upp sem kvöld
og helgarnámskeið.
Bóklegt og verklegt nám.
Skipstjórn smáskipa < 12m (pungapróf ).
Tími: Hefst 1. okt. og kennt í 5 vikur eftir hádegi virka daga.
Upplýsingar og skráning í síma 4125968 eða
tölvupósti nannabara@fiskt.is
Raunfærnimat er fyrir þá ein-staklinga sem hafa starfað á
ákveðnu sviði í nokkurn tíma og
vill annað hvort ná sér í menntun
á því sviði eða fá yfirlit yfir þekk-
ingu sína. Hægt er að nota matið í
atvinnuleit eða til að sýna vinnu-
veitanda fram á tiltekna þekk-
ingu. Raunfærnimatið getur líka
stytt þér leiðina kjósir þú að nota
það til að fara í nám á þessu sviði.
Hvaða störf er verið
að raunfærnimeta?
Ekki er verið að raunfærnimeta öll
störf – iðngreinarnar eru flestar
komnar undir raunfærnimat , sjá
www.idan.is. MSS mun bjóða
upp á tvenns konar raunfærnimat
haustið 2012, í skrifstofugreinum
og verslunarfagnámi.
Raunfærnimat í skrifstofugreinum
– Hefur þú starfað við skrifstofu-
störf?
Hér er verið að meta þekkingu í
skrifstofustörfum og er miðað
við námskrá Skrifstofuskólans I
hjá MK sem er 33 eininga nám.
MSS hefur í tvígang boðið upp á
raunfærnimat í skrifstofugreinum,
vorið 2011 og vorið 2012. Meðaltal
metinna eininga hjá þátttakendum
MSS í skrifstofugreinum í báðum
verkefnum var 17 einingar.
Þátttakendur verða að vera orðnir
23 ára gamlir og hafa starfað við
skrifstofustörf í a.m.k. 5 ár.
Mig langaði til að mennta mig
meira en vissi ekki hvar ég ætti að
byrja og hvort ég væri með nógu
góða undirstöðu til þess að hella mér
út í nám eftir svo langan tíma. Ég
var mjög stressuð til að byrja með en
róaðist fljótlega þar sem allir sem að
matinu komu voru indælis fólk sem
var mjög gott að tala við. Útkoman
úr raunfærnimatinu kom mér á
óvart, fékk fleiri einingar út úr því
en ég hafði látið mig dreyma um.
Ég er að hugsa um að skella mér á
Skrifstofubrautina hjá MK í haust.
Sé það núna að ég er ekkert búin
að gleyma öllu sem ég hef lært um
ævina og held að ég geti skellt mér út
í meira nám án þess að hika.
Elenóra Katrín Árnadóttir, skóla-
ritari í Myllubakkaskóla
Raunfærnimat í
verslunarfagnámi – Hefur þú
starfað við verslunarstörf?
Hér er metin þekking í verslunar-
störfum og þjónustu og er miðað
við námskrá Fræðslumiðstöðvar
atvinnulífsins, Verslunarfagnám,
sem er 51 eininga nám á fram-
haldsskólastigi. Þátttakendur verða
að vera orðnir 23 ára gamlir og hafa
starfað við verslunarstörf í a.m.k.
3 ár.
Hvernig fer raunfærnimat
fram?
Fyrsta skrefið er hafa samband við
Jónínu Magnúsdóttur, náms- og
starfsráðgjafa hjá MSS – jonina@
mss.is, sími 412 5958/421 7500 og
bóka viðtal. Einnig er hægt að hafa
samband við Evu Agötu Alexdóttur,
pólskumælandi ráðgjafa hjá MSS,
eva@mss.is, sími 412 5954/421
7500. Tekið skal fram að allt mat
fer þó fram á íslensku.
Í viðtalinu við námsráðgjafa er
ferlið kynnt, skoðað hvort þú eigir
erindi í raunfærnimatið og svo
þarftu að taka ákvörðun – viltu taka
þátt? Ef svarið er játandi fer náms-
ráðgjafinn yfir áframhaldandi ferli
með þér. Ferlið er ekki tímafrekt og
kostar einstaklinginn ekkert.
Ef þú hefur áhuga og vilt fá frekari
upplýsingar, ekki hika við að hafa
samband – að hika er sama og tapa.
Hlökkum til að heyra frá þér.Fyrri
þátttakendur hafa öðlast meiri trú á
eigin getu og eigin kunnátta komið
þeim á óvart, sjálfstraust hefur auk-
ist og flestir hafa farið í áframhald-
andi nám og styrkt þannig stöðu
sína á vinnumarkaði.
Jónína Magnúsdóttir,
náms- og starfsráðgjafi
– jonina@mss.is, sími 412 5958
Eva Agata Alexdóttir,
pólskumælandi ráðgjafi MSS
– eva@mss.is, sími 412 5954
Elenóra Katrín Árnadóttir, skólarit-
ari í Myllubakkaskóla er einn þeirra
einstaklinga sem tók þátt í raun-
færnimati í skrifstofugreinum í vor.
Raunfærnimat í skrifstofustörfum og verslunarstörfum:
Raunfærnimat – fyrir hvern og til hvers?
›› Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum kynnir:
›› Kirkukór Keflavíkurkirkju:
Kirkjukór Keflavíkurkirkju hefur starfað formlega í 70
ár og af því tilefni hefur kórinn
tekið upp geisladisk sem kom út
á dögunum undir heitinu „Vor
kirkja“. Tímamótunum verður
fagnað með hátíðartónleikum í
Stapa laugardaginn 22. septem-
ber nk. þar sem flutt verða lög
af diskinum við undirleik hljóm-
sveitar.
Kirkjukór Keflavíkurkirkju var
stofnaður formlega á sönglofti
kirkjunnar árið 1942. Áður hafði
verið vísir að söngstarfi í kirkjunni
þótt það hafi verið óformlegt.
Kvenfélagið Freyja gaf kirkjunni
harmóníum orgel þegar ný kirkja
var vígð 1915 og fyrsti organisti
Keflavíkurkirkju var Marta Val-
gerður Jónsdóttir.
Fyrstu stjórn kórs Keflavíkurkirkju
skipuðu: Þorsteinn Árnason for-
maður, Sesselja Magnúsdóttir
ritari, Vilhelm Ellefsen gjaldkeri.
Stofnfélagar voru Guðrún Berg-
mann, Sólrún Vilhjálmsdóttir,
Ingileif Ingimundardóttir, Sólveig
Sigurðardóttir, Ólöf Sigurðardóttir,
Þórunn Jónsdóttir, Jónína Jóns-
dóttir, Kamilla Jónsdóttir, Berg-
þóra Þorbjörnsdóttir, Hallbera
Pálsdóttir, Bergsteinn Sigurðsson,
Geir Þórarinsson, Björn Hallgríms-
son, Guðmundur Elísson, Bjarni J.
Gíslason og Böðvar J. Pálsson.
Organisti Keflavíkurkirkju er
Arnór Vilbergsson og stjórnar
hann kór kirkjunnar. Á diskinum
má finna úrval laga eftir ýmsa höf-
unda þ. á m. Arnór, Keflvíkinginn
Sigurð Sævarsson og texta eftir
sóknarprestinn sr. Skúla Ólafs-
son og kórfélagann Guðmund
Sigurðsson. Upptökur á diskinum
fóru fram í Stapanum í lok febrúar
2012. Upptökustjórn og hljóð-
blöndun var í höndum Sigurðar
Rúnars Jónssonar, betur þekktur
sem Diddi fiðla.
Tónleikarnir hefjast kl. 16:00,
miðaverð er kr. 2.500 og innifalið
er eintak af geisladisknum.
Hátíðartónleikar í tilefni
af 70 ára afmæli
-flutt verða lög af nýútkomnum geisladiski