Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.09.2012, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 20.09.2012, Qupperneq 18
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR18 ›› Umdæmisþing Kiwanis í Reykjanesbæ: Nýjustu fréttir alla daga á vf.is Kiwanishreyfingin hélt sitt 42. umdæmisþing í Reykjanesbæ um nýliðna helgi en á þinginu voru gestir frá Færeyjum, Noregi og Bandaríkjunum. Styrktarsjóður Umdæmisins Ís- land-Færeyjar veitti nokkra styrki á þinginu. Fyrst má nefna styrk til átaksins „Á allra vörum“ sem var styrkt um 500.000 krónur. Þá styrkti sjóðurinn einnig vitundar- vakninguna Bláa naglann um 500.000 krónur. Að endingu þá gaf sjóðurinn sendi í sjúkrabíl Bruna- varna Suðurnesja. Sendir þessi tengist Landspítalanum og sendir upplýsingar um ástand sjúklinga sem fluttir eru með bílum BS. Kiwanisklúbburinn Keilir, sem var gestgjafi umdæmisþingsins, afhenti einnig gjafir við þetta tækifæri. Þannig fengu Brunavarnir Suður- nesja bangsa í sjúkrabílana. Undan- farin ár hefur Keilir gefið bangsana í sjúkrabílana en þá nota sjúkra- flutningamenn til að gefa yngstu sjúklingunum sem þeir flytja. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar fékk einnig gjafabréf að andvirði 200.000 kr. til hljóðfærakaupa. Kiwanis gefur góðar gjafir Það er löngu v i t a ð a ð regluleg hreyf- ing gefur okkur a u k n a h a m - ingju, heilbrigði og hraustan lík- ama. En okkur hefur eflaust ekki grunað að við myndum verða skýrari í koll- inum fyrir vikið! Vísindamenn í The Dartmouth College komust að því að hreyfing gerir mun meira fyrir okkur en að koma blóðflæðinu af stað. Þeir fundu út að regluleg hreyfing, helst daglega, eykur framleiðslu á efni sem kallast ´brain-derived neurotrophic factor´ eða BDNF, sem er talið skerpa á einbeitingu og auka námsgetu og minni. (http://www.ncbi.nlm.nih.gov/ pubmed/22554780). Það er lykilatriði að hreyfa sig reglu- lega og finna þá hreyfingu sem hentar hverjum og einum. Þetta ætti nú að vera ein af mörgum ástæðum til að koma okkur af stað og þessa dagana eru líkamsræktarstöðvar og nám- skeið tengd hreyfingu að byrja á fullum krafti og margt spenn- andi í boði. Skarpari hugsun, sterkari lungu og hjarta- og æðakerfi, aukin orka, bættara geð, allt er þetta ávinningur reglulegrar hreyfingar! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/ grasalaeknir.is www.facebook.com/grasalaeknir.is Hreyfum okkkur! Áttatíu ökumenn í góðu lagi Lögreglunni á Suðurnesjum var um miðnætti á sunnu- dagskvöld tilkynnt um grun þess efnis að ölvaður ökumaður væri að leggja af stað frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögreglumenn fóru þegar á vettvang og voru um áttatíu bifreiðir stöðvaðar, þar á meðal bifreið ökumannsins sem svaraði til lýsingarinnar í tilkynn- ingunni. Allir ökumennirnir reyndust vera í góðu lagi. Þrjár lendingar með veika farþega Þrjár flugvélar hafa lent á Kefla-víkurflugvelli á undanförnum dögum með veika farþega. Ein þeirra, sem var á leið frá Berlín til New York, lenti á mánudag með veika konu. Á sunnudag lenti önnur vél, á leið frá Abu Dabi til New York, vegna konu sem veikst hafði hastarlega um borð. Þriðja flugvélin kom frá Minneapolis á laugardag og um borð í henni var aldraður maður sem átti í öndunarerfiðleikum. Allir farþegarnir þrír voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og einn þaðan á Landspítalann. Grindvíkingar þurfa líka að skipta um gervigras Í gær var fjölnota íþróttahúsinu í Grindavík, Hóp- inu, lokað þar sem byrjað verður a ð s k i p t a u m gervigras í hús- inu vegna galla. Á meðan verða æfingar yngri flokkanna á sparkvöllum við báða grunnskólana. Hafa æfingarnar forgang á sparkvellina þangað til Hópið opnar að nýju um miðjan október. Þjálfarar einstakra flokka gefa upp- lýsingar um hvar æfingarnar verða hverju sinni. ›› FRÉTTIR ‹‹ Messa verður í Grindavíkur-kirkju sunnudaginn 23. september kl. 11:00 á 30 ára afmæli kirkjunnar. Biskup Ís- lands, Agnes M. Sigurðardóttir, predikar. Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista. Fermingarbörnin taka þátt í mess- unni m.a. munu Karólína Ívars- dóttir og Karlotta Sjöfn Sigurðar- dóttir syngja. Kaffiveitingar eftir messu. Grindavíkursókn fór í stefnumót- unarvinnu nú í vor undir hand- leiðslu Gylfa Dalmann mannauðs- stjóra við HÍ og verður sú vinna kynnt í kaffinu. Gamlar myndir verða til sýnis í safnaðarheimilinu m.a. myndir frá vígslu kirkjunnar. Helga Kristjánsdóttir sýnir olíu- málverk í fordyri kirkjunnar. Allir velkomnir! Séra Elínborg Gísladóttir - Biskup Íslands predikar 30 ára afmælishátíð í Grindavíkurkirkju ›› Grindavík: Nú standa yfir miklar um-breytingar í Reykjaneshöll en skipta á út gervigrasinu sem þekur gólf hennar. Grasið sem er fimm ára gamalt, reyndist gallað frá framleiðanda í Þýskalandi og því var ákveðið að skipta því út. Grasið verður að hluta nýtt áfram en m.a. verður það notað í göngustíga fyrir golfiðkendur við Hólmsvöll í Leiru. Framleiðendur taka á sig hluta af kostnaði á lagningu á nýju grasi sem verður það besta og nýjasta sem í boði er. Þegar blaðamaður kíkti í heimsókn í Reykjaneshöll þá blasti við heljar- innar hrúga af sandi fyrir utan höll- ina en búið er að sópa upp tæplega 300 tonnum af sandi úr gervigras- inu. Sá sandur verður hreinsaður og nýttur að miklu leyti aftur. Inni er svo byrjað að fletta upp grasinu en fyrirætlað er að verkinu verði lokið um næstu mánaðamót en það verður eflaust kærkomið fyrir knattspyrnuiðkendur enda vetur rétt handan við hornið. ›› Skipt um gras í Reykjaneshöllinni: 300 tonn af sandi

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.