Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.09.2012, Page 20

Víkurfréttir - 20.09.2012, Page 20
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR20 Nú er komin skýringin á því hvers vegna sumir sam- f ylkingarmenn gengu á hælunum á Ljósanótt; Þeir ó t t u ð u s t s v o að orð mín um greiðslu skulda bæjarsjóðs væru s k i l i n s v o a ð bærinn væri orðinn „skuldlaus“. Þetta kom fram í áminningu odd- vita Samfylkingarinnar hér í síð- ustu Víkurfréttum. Í ávarpi mínu á Ljósanótt var ég að tilkynna þau ánægjulegu tíðindi að bæjarsjóði væri nú að takast að greiða upp allar bankaskuldir sínar, alla útistandandi reikninga og öll er- lend bankalán - rekstur bæjarsjóðs gengi vel og tækifærin framundan í atvinnumálum myndu styrkja stöðu íbúanna og allra landsmanna. Þá færði ég gestum þær góðu fréttir að efnisleg niðurstaða væri komin í samninga Norðuráls og HS Orku. Þessar staðreyndir settu auðvitað meirihluta manna upp á tærnar! Af orðum odvita Samfylkingar- innar í Víkurfréttum mátti skilja að þetta hafi fallið í „grýttan jarð- veg“ í hans félagsskap. Það er mér óskiljanlegt þegar þetta ætti að vera „öllum“ fagnaðarefni, nema þeim fáu sem vilja nærast á því að hér sé allt á vonarvöl vegna „skuldaklafa“. En þeir geta þá fært sig af hælunum yfir á iljarnar því það er ekki svo að bæjarsjóður sé orðinn „skuldlaus“. Þar munar mestu um að skuldbind- ingar okkar vegna lífeyrisgreiðslna og leiguskuldbindinga til 30 ára eru enn til staðar í reikningum. Þetta er ekki sett fram sem skuldir í venju- legum reikningsskilum fyrirtækja en nýjar reglur segja sveitarfélögum að skrá þetta inn. Þarna er verið að framreikna skuldbindingar um leigu til næstu 25 ára og allar líf- eyrisskuldbindingar bæjarins. Sé tillit til þeirra inn í skuldahliðina eru skuldir og skuldbindingar háar þótt eignirnar séu mun meiri á móti. Eignir bæjarsjóðs um næstu áramót verða um 29 milljarðar króna en samanlagðar skuldir og skuldbindingar verða um 19 millj- arðar kr. Ef teknar eru með skuldir og eignir hafnarinnar, HS Veitna o.fl. sem er í svokölluðum sam- stæðureikningi, eru eignirnar sam- tals um 46 milljarðar kr. en allar skuldbindingar og skuldir um 34,4 milljarðar kr. Árni Sigfússon, bæjarstjóri. Fyrir nokkrum dögum seldi Reykjanesbær skuldabréf sem bærinn fékk sem greiðslu á árinu 2009 við uppskiptingu Hitaveitu Suðurnesja í tvö fyrirtæki, HS Orku og HS Veitur. Staðfestir salan það sem forystumenn bæjarfélagsins hafa margoft sagt, - að eignastaðan sé sterk og þannig sé tækifæri til að losa um eignir í þeim tilgangi að greiða skuldir. Í umræðu undanfarna daga hafa komið upp spurningar um verðmæti bréfsins, sölu- verðið, ráðstöfun þess og fleira sem ég vil leitast við að svara í stuttu máli. Söluverðið Skuldabréfið, sem var upphaflega að verðmæti tæp- lega 6,3 milljarðar króna bar 3,5% fasta ársvexti sem greiddir hafa verið til okkar árlega auk vísitölu sem tengd var við hækkun álverðs. Bréfið átti að greiðast til Reykjanesbæjar í einu lagi á árinu 2016. Söluverð bréfsins nú er skráð 6,3 milljarðar króna eins og upphaflegt verðmæti þess er og greiðist þannig að 3,5 milljarðar komu í peningum strax, 500 milljónir í markaðsbréfum sem við munum selja síðar á þessu ári og 2,3 milljarðar greiðast á árunum 2016-2017. Verði hækkun á verði áls fram til ársins 2016 mun sú hækkun skila sér í hærra verði á bréfinu til bæjarins þá, á sama hátt og hefði gerst í upphaflega bréfinu. Reykja- nesbær mun því ekki verða af neinum verðmætum eða tækifærum sem upphaflega bréfið gáfu. Ráðstöfun greiðslunnar Eðlilega hafa margir bæjarbúar velt fyrir sér hvernig söluandvirði bréfsins hafi verið ráðstafað. Í stórum dráttum hefur það verið með eftirfarandi hætti: • 870 milljónir fara til niðurgreiðslu á skuldum Reykja- neshafnar • 750 milljónir fóru í uppgreiðslu á eina erlenda láni bæjarsjóðs sem þar með er uppgreitt • 460 milljónir fóru til greiðslu á skammtímalánum í Landsbanka og Íslandsbanka • 740 milljónir fara í uppgjör við Fasteign vegna leigu og samkomulags um Hljómahöllina. Um leið lækka leigugreiðslur til framtíðar og skuldbindingar Reykjanes- bæjar lækka um rúmlega 3 milljarða króna. Reykjanes- bær mun standa fyrir íbúafundi á næstu vikum til að kynna betur niðurstöðu samninga við Eignarhalds- félagið Fasteign þegar þeir liggja fyrir • 455 milljónir fóru í greiðslu á afborgunum lána og greiðslu skammtímakrafna. Allar skammtímakröfur eru þar með uppgreiddar • 105 milljónir fóru í greiðslu á framkvæmdum við nýtt hjúkrunarheimili Öllu andvirði bréfsins hefur því verið varið til greiðslu skulda. Skuldastaða bæjarsjóðs eftir söluna Með þessu hefur skuldastaða bæjarsjóðs breyst veru- lega og skuldar bæjarsjóður nú um 4,5 milljarða króna hjá bönkum og lánastofnunum (50-60% skuldahlut- fall). Vangaveltur oddvita Samfylkingarinnar í síðasta blaði Víkurfrétta um hvort Reykjanesbær væri skuld- laus eru því ekki tímabærar enn um sinn þó vissulega hafi skuldir lækkað mikið. Nær allar skuldir bæjarsjóðs í dag eru þess eðlis að þær verða ekki greiddar meira niður nema í samræmi við lánasamninga. Uppgreiðsla þeirra er í mörgum tilfellum óheimil. Til viðbótar við lán bæjarins eru framtíðarleigu- greiðslur og lífeyrissjóðsgreiðslur bæjarins framreikn- aðar og skráðar sem skuldbindingar bæjarsjóðs. Þarna er ekki um venjulegar skuldir að ræða sem unnt væri að greiða upp heldur hluta af árlegum rekstrarkostn- aði bæjarins. Framreiknað til næstu áratuga er þessi rekstrarkostnaður áætlaður sem skuldbinding bæjar- ins að upphæð 14 milljarða króna. Með þessum fram- reikningi verður skuldahlutfall bæjarins um 240%. Næstu verkefni - Reykjaneshöfn Þó staða bæjarsjóðs sé komin í góð mál eru enn óleyst mál varðandi skuldastöðu Reykjaneshafnar. Höfnin skuldar eftir síðustu breytingar um 4,5 milljaða króna. Þær skuldir munu reynast þungbærar á meðan at- vinnuverkefni í Helguvík eru ekki komin í höfn svo sem álver og kísilver og á meðan ríkisvaldið neitar að greiða hlut sinn í framkvæmdum hafnarinnar eins og ríkið hefur gert í öllum öðrum stórskipahöfnum á landinu. Að þessu vinnur bæjarstjórn nú af krafti. Böðvar Jónsson Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og forseti bæjarstjórnar ›› Árni Sigfússon skrifar: ›› Böðvar Jónsson skrifar: Múkkinn / fýllinn hógvær-asti og tryggasti vinur fiskimannsins, hann er alltaf ná- lægur og gefur lífinu lit. Í huga minn kemur viðburðarík hvala- skoðunarferð sem farin var með útlendingum. Í lok ferðar mátti hver sem vildi, veiða einn eða tvo fiska. Veiðin gekk vel og kom að því að slægja fiskinn sem vakti mikla forvitni útlendinganna. Mergð múkka flögraði í kringum bátinn, þeir vissu að koma myndi að þeim. Þegar fyrsta slóginu var fleygt fyrir borð var múkkinn við- búinn sendingunni og upphófst mikið sjónarspil sem uppskar hlátur mikinn og upphróp. Ekki var undrun fólksins minni þegar slóginu var haldið út frá síðu bátsins og fólk og múkki nánast í einni kös. Þessi uppákoma held ég að hafi verið, af mörgum góðum, hápunktum ferðarinnar. Við hjónin búum í fjölbýlishúsi með bílaplani. Eitt sinn þurftum við að bregða okkur af bæ og þar sem við komum út er illa gangfær fugl að brjótast um á planinu, ég sé að þar er kominn múkki. Múkk- inn er þeirrar náttúru að sjái hann ekki sjóinn missir hann flugið og er algörlega ósjálfbjarga. Eitt sinn vorum við að fara til Reykjavíkur og á Strandaheiðinni sjáum við hvar múkki er nærri vegakantinum og skammt þar frá mávar sem vissu að hann var þeim auðfengin bráð. Við námum staðar og tókum vin- inn og settum hann út hjá Straumi. Nú þurfti að bjarga múkkanum á bílaplaninu, sóttur var plastpoki því múkkinn á það til að spúa daun- illum grút. Það gerði hann ekki, þessi hegðan hans gæti verið til að verja varpið. Auðvelt var að fanga múkkann og keyra niður í Gróf, velja honum stað þar sem hann sá sjóinn og gat hlaupið nokkur skref til að ná flugi og svífa eins og honum einum er lagið. S.B. Full ástæða til að vera áfram bjartsýn! Betri staða bæjarsjóðs Dagana 1. - 7. október næstkomandi verður haldin heilsu- og forvarnarvika í Reykja- nesbæ. Þetta er í fimmta skiptið sem heilsu- og forvarnarvikan er haldin undir kjörorðinu Sam- vinna-Þátttaka-Árangur. Markmiðið með heilsu- og forvarnarvikunni er að draga úr þeim áhættu- þáttum sem einstaklingurinn getur staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa og því er leitað til ykkar. Vonumst við til að fyrirtæki og stofnanir í bænum taki virkan þátt í verkefninu með því að bjóða bæj- arbúum upp á eitthvað heilsutengt þessa vikuna. Markmiðið er að heilsu- og forvarnarvikan sé fjöl- breytt og höfði til sem flestra. Allar stofnanir Reykjanesbæjar taka þátt í verkefninu og er það von okkar að sem flest fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og íþrótta- og tómstundafélög í Reykja- nesbæ sjái hag sinn í þátttöku verkefnisins. Ætlunin er að útbúa viðburðadagatal yfir þau tilboð og verkefni sem verða í gangi í heilsu- og forvarnar- vikunni og verða ýmsar leiðir nýttar við að auglýsa verkefnið sjálft. Áhugasamir vinsamlega hafi samband við starfsþró- unarstjóra Reykjanesbæjar sem hefur yfirumsjón með verkefninu í síma 421-6700 eða gudrun.thor- steinsdottir@reykjanesbaer.is eða á netfangið heilsu- vika@reykjanesbaer.is Virðingarfyllst, Guðrún Þorsteinsdóttir, starfsþró- unarstjóri Reykjanesbæjar Sigríður Daníelsdóttir, forstöðu- maður ráðgjafadeildar Hafþór B. Birgisson, tómstunda- og félagsmálafræðingur Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ 2012 Að missa flugið Mynd: Vísindavefur HÍ

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.