Gerðir kirkjuþings - 01.01.1968, Blaðsíða 4

Gerðir kirkjuþings - 01.01.1968, Blaðsíða 4
6. KirkjuÞing 1. mál Frumvaro til laqa um biskupsdæmi hinnar íslenzku þjóðkirkju. Fyrir Kirkjuþingi 1966 lá frv. um biskupa hinnar íslenzku þjóðkirkju. Var það afgreitt á því þingi með svofelldri ályktun: "Kirkjuþing ályktar að vísa frumvarpinu um biskupa hinnar íslenzku þjóðkirkju til biskups og kirkjuráðs til frekari undirbúnings undir næsta Kirkjuþing". í samræmi við þessa ályktun lagði biskup f.h. kirkjuráðs fram það frumvarp, er hér fer á eftir. í gerðabók kirkjuráðs er tekið fram, að þótt ráðið hafi talið sór skylt að framkvæma þá endurskoðun á þessu frv., sem því var falin af síðasta Kirkjuþingi, telji einstakir kirkjuráðsmenn sig óbundna gagnvart frv. og einstökum greinum þess. Einn kirkjuráðsmaöur, Þórarinn Þórarinsson, lét bóka sérstaklega, að hann væri andvígur því ákvæði frumvarpsins, að biskupum sé fjölgað í þrjá og telji tvo nægja. Frumvarpið fer hér á eftir eins og kirkjuráð gekk frá því.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.