Gerðir kirkjuþings - 01.01.1968, Blaðsíða 7

Gerðir kirkjuþings - 01.01.1968, Blaðsíða 7
6. Kirkjuþinq 1. mál prófastsdæmi hverrar dómkirkju nefnist dómprófastur og er hann fulltrói biskups og varamaður hans í forföllum eða þegar biskup kveður hann til. Skálholtsbiskup hefur ásamt Kirkjuráði forræði Skálholts- staðar í umboði þjóðkirkju íslinds. 8. gr. Prestastefna skal haldin árlega fyrir allt landið og skulu biskupar sitt árið hver undirbúa hana og stýra eftir þeirri röö, sem þeir ákveða. Prestastefnur skulu haldnar í hver.iu biskups- dæmi eftir þörfum. 9. gr. Biskupar taka laun úr ríkissjóði og hafa ókeypis embættis- bústað. Þeim skal veitt hæfilegt fé til skrifstofuhalds, feróa- kostnaðar og risnu. 10. gr. Isiúverandi vígslubiskupsembætti skulu lögð niður, þegar skip- aðir eru biskupar samkvæmt þessum lögum. 11. gr. Meö lögum þessum er úr gildi numin 3. gr. laga nr. 47 frá 6. nóvember 1907 um laum prófasta, lög nr. 38 frá 30. júlx 1909 um vígslubiskupa, lög nr. 21 frá 27. júní 1921 um biskupskosningar svo og önnur ákvæði, er fara í bága við lög þessi. Ákvæði til bráðabirgða. Núverandi biskup íslands á rótt á að setjast í hvert biskups- dæmið, sem hann kýs. Lög um Kirkjuþing og kirkjuráð breytist til samræmis við frv. þetta.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.