Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.12.2012, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 27.12.2012, Qupperneq 8
fimmtudagurinn 27. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR8 Í fjárhagsáætlun Reykjanes-bæjar fyrir árið 2013 er m.a. gert ráð fyrir stórbættum al- menningssamgöngum með 30 mínútna leiðarkerfi, styttri tíma á milli kjarna í Reykjanesbæ og Taxibus í Hafnir! Þjónustutími verður lengdur. Áfram verður ókeypis í strætó í Reykjanesbæ. Í nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir að áfram takist að skila rekstrarafgangi hjá bæjarsjóði. „Þetta tekst þrátt fyrir að verulega sé aukinn stuðningur við þau verkefni sem sveitarfélagið hefur lagt áherslu á undanfarin ár, þ.e. forvarnir í þágu barna og unglinga, menntun, íþróttir, sam- göngur og umhverfisbætur auk fjölbreytts menningarstarfs", segir í bókun sjálfstæðismanna. Þar segir ennfremur m.a. að í baráttu Reykjanesbæjar undan- farin ár hafi þrautseigja verið mikilvægasti efniviðurinn. „Þrátt fyrir að atvinnuverkefni hafi dregist langt umfram vænt- ingar heimamanna hefur tekist í miðri kreppu að reka bæjarsjóð með rekstrarafgangi undan- farin tvö ár en verja þjónustu við barnafjölskyldur og auka árangur grunnmenntunar.“ Fjöldi dæma úr fjárhagsáætlun eru nefnd í bókun sjálfstæðis- manna. Þar má nefna: n Nýstofnað Ungmennaráð Reykjanesbæjar lagði fram hug- myndir um úrbætur sem snúa að unglingum í lok ársins 2012. Umfangsmestu tillögurnar varða bættar almenningssamgöngur. Miklar umbætur munu eiga sér stað á því sviði strax í janúar 2013. n Almenningssamgöngur verða því stórbættar á nýju ári, 30 mínútna leiðarkerfi, styttri tími á milli kjarna í Reykjanesbæ og Taxibus í Hafnir! Þjónustutími verður lengdur. Áfram verður ókeypis í strætó í Reykjanesbæ. n Umönnunargreiðslur til for- eldra hækka úr 25 þús kr. í 35 þús kr. á mánuði, sem eins og áður eru greiddar til for- eldra eða dagforeldra frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barnið byrjar í leikskóla. n Áfram verður áhersla á að bæta skólastarfið og styrkja inn- viði menntunar. Lögð verður áhersla á að bæta kennslubúnað í skólum og starfshlutfall tölvuumsjónarmanna í grunn- skólum verður aukið. n Reykjanesbær mun ljúka við byggingu 60 rúma hjúkrunar- heimilis að Nesvöllum, sem er fyrsta sérbyggða hjúkrunar- heimilið í Reykjanesbæ. n Rekstrarsamningar við knattspyrnudeildir Kefla- víkur og UMFN verða settir aftur í fyrra horf eftir 17% skerðingu síðustu 3 ár. n Tómstundasjóður verður efldur til að geta gert samninga á ný við tómstundafélög. n Framlög til Íþróttasjóðs verða nær tvöfölduð en þar skiptir mestu um 50% hækkun á þjálfara- styrk sem ætlað er að tryggja vel menntaða þjálfara í þágu barna- og unglingastarfs íþróttafélaganna. n Til viðbótar við aðra beina styrki til íþrótta- og tómstundafé- laga, er stefnt á að taka upp hvata- greiðslur að nýju næsta haust. Þar gefst börnum og unglingum færi á að nýta ákveðna upphæð til niðurgreiðslu á íþrótta-, list- eða tómstundagrein að eigin vali. Að- staða fyrir bardagaíþróttir hefur verið bætt, (júdó og taekwondo) sem munu á næsta ári geta æft við viðunandi aðstæður og eflt um leið félagsstarf deildanna. n Áfram verður unnið að um- hverfisverkefnum í bænum, aðkomur í bæinn gerðar fallegri, heilsustígar tengdir um bæinn og átaki í gróðurrækt haldið áfram. n Framlög til atvinnuátaksverk- efna verða aukin – í gegnum garð- yrkjudeild, félagsþjónustu, verk- efnið Virkni-vinna og sérstakan atvinnuátakslykil. Með verkefninu Vinna og virkni 2013, mun Reykjanesbær ábyrgjast störf fyrir allt að 60 einstaklinga, sem nú eru að missa atvinnubótarétt sinn. n Í bókuninni segir enn fremur: Mestu skiptir að koma öflugum atvinnutækifærum áfram. Verk- efni í Helguvík á næsta ári tengjast vinnu við framþróun álvers, kísilvers, græns efnagarðs, vatnsútflutnings o.fl. sem unnið hefur verið að. Gert er ráð fyrir að a.m.k. tvö þessara verkefna kalli eftir störfum við framkvæmdir á næsta ári. Á Ásbrú er áfram unnið að þróun svæðisins sem samfélags frumkvöðla, fræða og atvinnulífs með skólafélagið Keili í miðpunkti. Þar er áhersla lögð á háskólabrú, flugtengda starfsemi, heilsu- verkefni og tæknitengt nám. Á Reykjanesi er verið að stækka orkuverið, byggja upp stóra fisk- eldisstöð og aðstöðu til fullvinnslu sjávarafurða, tengt grænni orku. Unnar verða vinnumarkaðsrann- sóknir m.a. til að styðja frekar tengsl atvinnulífs og menntunar. n Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Reykjanesbæjar skilar rekstrarafgangi þriðja árið í röð: n Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar: Stórbættar almenningssamgöngur Einkennist af óvissuþáttum Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrið árið 2012 bar með sér að skuldavandi sveitarfélagsins var orðinn það mikill að meirihluti sjálfstæðismanna stefndi í nýjar hæðir í sölu eigna Reykjanesbæjar á árinu. Fjárhagsáætlun sjálfstæðismanna fyrir árið 2012 einkenndist af tvennu, sölu eigna fyrir um tæpa 8 milljarða og yfirtöku eigna Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. Eins og oft áður þá gengu áætlanir sjálfstæðismanna ekki eftir. Fjárhagsáætlun sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ 2013 ein- kennist enn eitt árið af sömu óvissuþáttunum er lúta að eignasölu og yfirfærslu eigna. Það er algjörlega óásættanlegt að fjármagnsliðir skuli enn og aftur vera í talsverðri óvissu. Ef áætlunin skyldi aldrei þessu vant ganga að fullu eftir má gera ráð fyrir að skuldir bæjarsjóðs verði um 20 milljarðar að eignasölu meirihlutans lokinni en það dugar samt ekki til þess að daglegur rekstur sveitarfélagsins nái jafnvægi. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2013 ber keim af erfiðleikum og þröngri stöðu í fjármálum sveitarfélagsins. Lítið svig- rúm er til framkvæmda, á flestum sviðum er komið að ystu brún og enn þrengir að. Skuldir sveitarfélagsins hafa lækkað nokkuð en ekki nægjanlega til að koma skuldahlutfalli niður fyrir 230%. Rekstur bæjarsjóðs er enn þungur og verður svo næstu árin. Áætlunin gerir ráð fyrir að afkoma fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 7% árið 2013 sem er ekki nægjanlegt til að standa undir fjárskuldbindingum bæjarins. Fjárhagsáætlunin gerir heldur ekki ráð fyrir lækkun skulda samrekinna fyrirtækja eins og hjá DS, BS og Kölku né heldur væntanlegum framkvæmdum við nýtt tjaldstæði bæjar- félagsins. Rekstur B-hluta fyrirtækja er þó sínu verri og hallarekstur verð viðvarandi áfram. Staða Reykjaneshafnar er sérstaklega erfið og ljóst að þar mun Reykjanesbær þurfa að leggja til fé jafnvel á næsta ári ef áætlanir um álver standast. Fasteignir Reykjanesbæjar eru í slæmri stöðu og það er ljóst að fjármagna þarf hallarekstur fyrri ára en ekki er gert ráð fyrir því í þessari fjárhagsáætlun fyrir árið 2013. Samfylkingin hefur undanfarin ár gagnrýnt harðlega fjár- málastjórn meirihluta sjálfstæðismanna. Varað við þeim afleiðingum er slík óstjórn kynni að hafa um leið og lagðar hafa verið fram tillögur er afstýrt hefði mögum þeirra vanda- mála er hvað þyngst hvíla á rekstri bæjarsjóðs nú. Nægir þar að nefna málefni Reykjaneshafna, sölu bæjarins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja og gengdarlausar fasteignabyggingar í skjóli Fasteignar ehf. sem nú er komin að fótum fram. Meirihlutar sjálfstæðismanna hafa valið að fara sínu fram og hlusta ekki. Niðurstaðan er öllum ljós í fjárhagsáætlun þeirri er hér er lögð fram. Það mun taka íbúa Reykjanesbæjar áratugi að greiða niður þær skuldir er sjálfstæðismenn hafa stofnað til. Sú ábyrgð er mikil að hafa tekið stefnu flokksins fram yfir hagsmuni bæjarbúa. Annað árið í röð leggja bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögur að breytingum á einstökum liðum fjárhags- áætlunar þar sem lagt er m.a. til að Reykjanesbær lækki styrki til stjórnmálaflokka og minnki framlag til kynningar- mála, auki framlag til atvinnuátaks og að auknu fé verði varið til barna- og ungmennastarfs – einnig að fé verði veitt til stefnumótunar í ferðaþjónustu – ört vaxandi atvinnugrein á Suðurnesjum. Friðjón Einarsson Eysteinn Eyjólfsson Hjörtur M Guðbjartsson ÁRAMÓTABLAÐIÐ

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.