Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.12.2012, Side 20

Víkurfréttir - 27.12.2012, Side 20
fimmtudagurinn 27. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR20 Kristófer Sigurðs-son er einn af efnilegri sundmönnum landsins um þessar mundir en hann er liðsmaður ÍRB. Eins og gefur að skilja á sund hug hans allan en hann stefnir í framtíðinni á háskólanám í Banda- ríkjunum. Kristófer er 17 ára gamall Keflvík- ingur og stundar hann nám á náttúrufræðibraut í FS. Nýverið náði Kristófer góðum árangri á Norðurlandamóti unglinga í sundi og það verður forvitnilegt að fylgjast með honum í framtíðinni. Kristófer er FS-ingur vikunnar hjá Víkurfréttum þessa vikuna. Af hverju valdir þú FS? Aðallega vegna þess að ég er að æfa sund hérna í Reykjanesbæ og ef ég hefði farið í bæinn þá hefði ég þurft að hætta. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er mjög fínt. Áhugamál? Æfa sund og vera með vinum. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Fara til Bandaríkjanna í háskóla. Ertu að vinna með skóla? Nei. Hver er best klæddur í FS? Ekki hugmynd. Hvað er skemmtilegast við skólann? Félagslífið. Hvar hangirðu í eyðum og frímínútum? Annað hvort inni í matsal eða heima hjá mér. Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tómstundum? Já, ég æfi sund. Hvað borðar þú í morgunmat? Beikon og egg, annars fæ ég mér cheerios ef það er ekki til. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Sennilega Samúel Kári fyrir sudda- lega hæfileika í fótbolta. Hvað fær þig til að hlæja? Góðir brandarar. Hvað er heitasta parið í skólanum? Aron Ívar og Helena Ósk eru frekar heit. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Matnum. Eftirlætis: Sjónvarpsþættir: Chuck og How I Met Your Mother Vefsíður: Facebook er mest notað. Flík: Rauðu Converse skórnir mínir. Skyndibiti: Búllan Kennari: Guðjón sögukennari er meistari, en hann er því miður hættur. Fag: Stærðfræði Tónlistin: Wiz Khalifa, Kid Cudi, Kid Ink, Frank Ocean, Coldplay og fleiri. Hvað tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Give me love með Ed Sheeran. FS-INGUR VIKUNNAR EFTIRLÆTIS... Bandaríkin, beikon og egg Yfir 90 nemendur úr Reykjanesbæ eru á meðal þeirra 10% nemenda á öllu landinu sem hlutu hæstu einkunnir á samræmdum prófum á haustönn 2012. Þetta gerist um leið og grunn- skólanemar Reykjanesbæjar náðu al- mennt mjög stórstígum framförum á samræmdum prófum í haust. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, veitti hópnum viðurkenningarskjöl í tilefni þessa frábæra námsárangurs í Víkingaheimum miðviku- daginn 19. desember að viðstöddum for- eldrum, öfum og ömmum og forsvars- mönnum grunnskólanna. Það voru nem- endur í 4., 7. og 10. bekk grunnskólanna í Reykjanesbæ sem þreyttu samræmd próf sl. haust, alls 614 nemendur. Prófin eru fram- kvæmd með sama hætti um allt land og fara fram í íslensku, stærðfræði og ensku. Í ávarpi Árna bæjarstjóra lagði hann áherslu á mikilvægi þess að viðurkenna hinn frábæra árangur sem þessir nem- endur væru að sýna og væru þannig umhverfi sínu og samfélaginu til sóma og mikil hvatning fyrir aðra nemendur. Í þessum hópi væru jafnan sterkir for- ystumenn til framtíðar jafnt á sviði lista, íþrótta, vísinda og félagslegrar þátttöku. Árni gat þess einnig að aðgerðir til að mæla árangur í skólastarfi væru langt frá því bundnar við mælingar á samræmdum prófum í íslensku, stærðfræði eða ensku. Margir nemendur hefðu t.d. sýnt frábæran árangur á tónlistarsviðinu, og mikið af ungu tónlistarfólki væri nú að láta að sér kveða í þjóðlífinu eftir að grunnur var lagður í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. „Við eigum tónlistarmenn í fjölmörgum tónsveitum sem eru að gera garðinn frægan um þessar mundir“, sagði Árni. Þá nefndi hann að það væru hvorki meira né minna en 240 Íslandsmeistarar á þessu ári á íþróttasviðinu frá Reykja- nesbæ. Ekki síst væru miklir afreksmenn í grunnskólum Reykjanesbæjar sem m.a. kæmi fram í frábærum árangri í Hreysti- keppni grunnskóla, þar sem grunnskólar úr Reykjanesbæ væru í fremstu röð. Þá mætti minna á að margir nemendur væru frábærir verkmenn og þannig mætti áfram telja. Með samræmdu prófunum er þó skýr mæling sem væri með sama hætti um allt land og því hentugur mælikvarði. n Grunnskólar Reykjanesbæjar og samræmdu prófin: Aldrei betri árangur Bæ j a r s t j ó r n Sv e i t a r f é l a g s i n s Garðs ákvað á dögunum að veita viðurkenningu fyrir jólaljósaskreytingu ársins. Bæjarráði var falið í samvinnu við formann Lista- og menningarfélags Garðs að velja húsið og upplýsa val sitt á bæjarráðsfundi þann 20. desember sl. Verkið var óvenju vandasamt þar sem margar glæsilegar jólaskreytingar sáust á mörgum fallegum húsum í Garðinum og úr vöndu að ráða. En eftir ítarlega skoðun tókst bæjarráði að komast að samkomulagi. Jólahús Garðs 2012 1. Lyngbraut 4, eigendur Árni Guðna- son og Hólmfríður Magnúsdóttir. 2. Hraunholt 4, eigendur Ingimundur Þ Guðnason og Drífa Björnsdóttir. 3. Skagabraut 16, eigendur Sverrir Karlsson og Guðlaug Jónsdóttir. Skreytingar í Garði verðlaunaðar Lyngbraut 4 Eigendur Árni guðnason og Hólmfríður Magnúsdóttir. HraunHoLt 4 Eigendur Ingimundur Þ guðnason og Drífa björnsdóttir. Skagabraut 16 Eigendur Sverrir karlsson og guðlaug Jónsdóttir. Í þessum hópi væru jafnan sterkir forystu- menn til framtíðar jafnt á sviði lista, íþrótta, vísinda og félagslegrar þátttöku. ÁRAMÓTABLAÐIÐ Skó lar

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.