Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.12.2012, Síða 22

Víkurfréttir - 27.12.2012, Síða 22
fimmtudagurinn 27. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR22 Árangur nemenda í Grunnskóla Sandgerðis í samræmdum prófum nú í haust var með miklum ágætum og sá besti sem náðst hefur sl. átta ár. Þessi þróun gefur góðar vísbendingar og sýnir að árangur nemenda skólans í íslensku og stærðfræði stefnir örugglega upp á við. Nemendur í 10. bekk bættu sig að meðaltali um 30% í stærðfræði og 38% í íslensku frá samræmdum prófum þeirra í 7. bekk árið 2009. Niðurstöður samræmdra prófa nemenda í 4. bekk eru þær bestu sem náðst hafa í fjórða bekk í Grunnskól- anum í Sandgerði. Hvað skýrir aukinn árangur? Auk efnilegs hóps nemenda hefur Grunnskóli Sand- gerðis á að skipa metnaðarfullu og dugmiklu starfsliði. Í skólanum hefur ríkt stöðugleiki í starfsmannahaldi og allir kennarar skólans eru með tilskilin próf til kennslu á grunnskólastigi. Faglegir kennsluhættir og metnaður eru einkennandi í skólastarfinu og markvisst eru gerðar áætlanir um hvernig gera má gott betra. Um nokkurra ára skeið hefur verið við lýði uppeldis- stefnan „uppeldi til ábyrgðar – uppbygging sjálfsaga“. Stefnan byggir á aðferðum til að kenna nemendum og leiðbeina þeim við að tileinka sér sjálfsaga og sjálfsstjórn, og læra að þekkja eigin tilfinningar og þarfir. Rannsóknir hafa farið fram vestan hafs á upp- eldisstefnunni og þeim aðferðum sem hún byggir á. Sýnt hefur verið fram á að í skólum sem styðjast við stefnuna hafi árangur í námi aukist, agi aukist, mæting batnað og almennt mælist meiri ánægja meðal nemenda, foreldra, kennara og starfsfólks skólanna. Við teljum líka að sjá megi árangur stefnunnar þó inn- leiðing hennar hafi ekki verið rannsökuð vísindalega og teljum að árangurinn endurspeglist í niðurstöðum í samræmdum prófum, í skoðanakönnunum meðal nemenda, kennara og foreldra, og einnig í niður- stöðum rannsókna sem framkvæmdar hafa verið af Rannsóknum og greiningu á högum og líðan grunn- skólanemenda. Í könnunum Rannsókna og greiningu kemur fram að almennt líður nemendur vel í skól- anum, þeir eru sáttir við skólastarfið og allir 10. bekk- ingar stefna á framhaldsnám að loknum grunnskóla og all margir stefna að námi í háskóla. Frá haustinu 2008 hefur skólinn fylgt ákveðinni lestrar- stefnu sem hefur það að markmiði að efla lestrarfærni nemenda, faglega þekkingu starfsmanna á kennsluað- ferðum í lestri, samræma vinnubrögð í lestri og auka samstarf við heimilin. Lestrarstefnan var endurskoðuð skólaárið 2011-2012 og hefur fest sig í sessi. Sett hefur verið á laggirnar lestrarteymi sem m.a. hefur það hlut- verk að fylgja stefnunni eftir og hefur það sinnt hlut- verki sínu af mikilli kostgæfni. Þegar litið er á framfarir nemenda 10. bekkjar nú er eðlilegt að draga þá ályktun að lestrarstefnan hafi skilað skýrum árangri og sanni að lestur og lestrarkennsla sé undirstaða alls náms. Almenn lestrargeta nemendanna er með því besta sem gerist og framfarir hafa verið mjög miklar. Kennsluhættir, markmiðasetning fyrir skólann og markmiðssetning nemendanna sjálfra skipta sköpum ef árangur á að nást. Ljóst er að sú vinna og áhersla sem lögð hefur verið í endurskoðun kennsluhátta, fram- kvæmd kennslunnar, setningu markmiða og undir- búning nemenda undanfarin ár hefur skilað árangri og ber vitni um framsækni og metnað. Nú er unnið að gerð skólastefnu fyrir Sandgerðisbæ. Sú vinna fer m.a. fram í samvinnu við Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar og þá skóla sem njóta þjónustu skrif- stofunnar. Öll skólastigin koma að þeirri vinnu, leik- skólinn, grunnskólinn og tónlistarskólinn. Samkvæmt samningi sem gerður var við skólaskrifstofuna á síðasta ári hefur verið lögð aukin áhersla á samstarf skólanna á svæðinu. Í því samstarfi er haft að leiðarjósi að stefna markvisst að því að bæta námsárangur nemenda í grunnskólunum. Lögð er sérstök áhersla á lestrar- og stærðfræðikennslu frá skólabyrjun, þ.e. frá leikskóla og í gegnum allan grunnskólann. Árangur starfsins er metinn með stöðluðum prófum, lestrarprófum, samræmdum prófum, og unnið út frá niðurstöðum þeirra. Jafnframt miðar samvinnan að því að efla þátt foreldra í námi barna sinna. Það er einstaklega gleðilegt að fylgjast með góðu starfi skólans, finna og sjá þann kraft og metnað sem þar ríkir. Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði PÓSTKASSINN n sigrún árnadóttir bæjarstjóri í sandgerði skrifar: Markvissar áætlanir í skólastarfi skila árangri vf@vf.is - góður árangur í samræmdum prófum Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir formaður Rauða krossins á Suður-nesjum og Stefanía Hákonardóttir framkvæmdastjóri, afhentu Hjördísi Kristinsdóttur fulltrúa Velferðarsjóðsins kr. 600.000.- styrk í Velferðarsjóð Suðurnesja í Keflavíkurkirkju á síðustu dögum fyrir jól. VF-mynd: Eyþór Sæmundsson 600.000 kr. frá rauða krossinuM á suðurnesjuM kórar gáfu 355.000 kr. í velferðarsjóð suðurnesja Sigurður Rúnar Símonarson, Valgerður Valtýsdóttir, Jóhann Sævar Símonarson, Herdís Ósk Herjólfsdóttir, Þórdís Símonardóttir, Hlöðver Kristinsson, Lovísa Símonardóttir, Ormar Jónsson, Grétar Ingi Símonarson, Valgerður Tómasdóttir, Magnea Sigrún Símonardóttir, Einar Guðnason, Lilja Guðjónsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og vinur, Símon Kristjánsson, frá Neðri-Brunnastöðum, lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, mánudaginn 17. desember. Jarðsungið verður frá Kálfatjarnarkirkju, miðvikudaginn 2. janúar 2013 kl. 14:00. Stórir tónleikar sem nokkrir kórar héldu á dögunum í Stapa gáfu af sér 355 þúsund krónur sem runnu í Velferðar- sjóð Suðurnesja. Kórarnir sem héldu tónleikana voru Kvennakór Suðurnesja, Karlakór Keflavíkur, Söngsveitin Víkingar, Eldey - kór eldri borgara á Suðurnesjum og Kór Keflavíkurkirkju. áraMóTaBlaðið Ekki amalegur bekkur hér á ferðinni. Bræðurnir Ólafur Helgi og Guðmundur Jónssynir í baráttu. Valur Ingimundarson skorar fyrstu körfu leiksins. Hann var einn af þjálfurum liðsins en gerði sér lítið fyrir og stökk inn á völlinn og skoraði góðan þrist. Jóhann Árni Ólafs- son var sjóðandi heitur í leiknum. Sennilega var það búningurinn sem gerði útslagið. Marcus Van lét finna fyrir sér í teignum. Fyrrum bakvörður UMFN, Jón Júlíus Árna- son borgaði fúlgu til þess að fá að vera með í skotkeppninni.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.