Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.12.2012, Page 23

Víkurfréttir - 27.12.2012, Page 23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. desember 2012 23 Kristni Pálssyni, 15 ára gömlum leikmanni Njarðvíkinga í körfu- bolta var á dögunum boðið til æfinga hjá ítalska liðinu Stella Azzura en liðið er sérstök körfubolta-akademía yngri leikmanna í höfuðborginni Róm. Krist- inn dvaldi hjá liðinu á Ítalíu við æfingar í tvo daga en einnig ferðaðist hann með liðinu til Barcelona þar sem liðið lék á sterku móti. Kristinn lék vel með liðinu á Spáni og meðal annars jafnaði hann leikinn 8 sekúndum fyrir leikslok og varði svo skot á lokasekúndunni til að tryggja sínu liði framlengingu gegn Barcelona. Hann endaði þann leik með 16 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar, sem er ansi vel af sér vikið á svo sterku móti. Í mótinu léku auk Stella Azurra, heimalið Regal Barcelona, Vaerlose frá Danmörku og BC Hospitalet frá Spáni. Þarna voru lið skipuð 16 ára leik- mönnum og yngri en Kristinn varð 15 ára á meðan hann dvaldi ytra. Kristinn er einn af efnilegustu ungu leik- mönnum Íslands og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið þó nokkra leiki með yngri landsliðum þjóðarinnar. Hann stefnir hátt og leggur mikið á sig til þess að fá drauma sína uppfyllta. „Draumurinn minn hefur lengi verið að fara út í háskóla til Bandaríkjanna og leika körfubolta. Lengi vel var það Miami háskólinn sem var draumur hjá mér því við fjölskyldan förum til Miami reglulega í heimsókn til systur hans pabba. Eitt skiptið hittum við m.a. mann úr þjálfarateyminu þar og hann sýndi okkur aðstöðuna sem körfu- boltaliðið hjá þeim hefur til afnota. Það ýtti vissulega undir áhugann því þetta var mjög flott hjá þeim. Annars yrði það bara ævintýri og lífsreynsla að verða svo heppinn að komast að hvar sem er í há- skólaboltanum.“ Menn ekki sleipir í enskunni Körfuboltinn sem leikinn var á Ítalíu og Spáni var gríðarlega sterkur eins og Kristinn hafði búist við. Þjálfararnir voru góðir að hans sögn og leikmenn flestir mjög færir. Það sem kom Kristni mest á óvart var hve fáir töluðu ensku. „Þjálfar- arnir töluðu bara ítölsku og einn þjálfari sem talaði skástu enskuna túlkaði fyrir mig það sem aðalþjálfarinn var að segja okkur,“ segir Kristinn. Ítalirnir hafa áhuga á því að fá Kristin aftur út en hann vakti athygli fyrir vasklega framgöngu sína. „Þeir töluðu um að fá mig út í annað mót í febrúar ef ég mögulega get. Einnig sögðust þeir vera mjög ánægðir með hvernig gekk hjá mér og að þeir væru tilbúnir að taka mig inn í sitt kerfi á næsta tímabili sem myndi þá þýða að ég færi út og yrði þar í skóla. En það er bara eitthvað sem þarf að skoða vel. Ég er ennþá mjög ungur og geri mér grein fyrir því.“ Flestir þeir sem hafa náð að spila erlendis sem atvinnumenn tala um að aukaæfingin skili árangri. Kristinn er tíður gestur á morgunæfingum hjá yngri flokkum Njarð- víkur og auk þess er hann á sérstökum styrktaræfingum hjá Sævari Garðarssyni. „Þannig að það er óhætt að segja að ég reyni að taka aukaæfingar vegna þess að mig langar að ná lengra,“ segir Kristinn. Faðir Kristins er Páll Kristinsson sem á langan og farsælan körfuboltaferil að baki, bæði með Njarðvíkingum og Grind- víkingum. Páll kom og hitti son sinn á Spáni og fylgdi honum eftir. Ferðin var nýtt í ystu æsar og m.a. var farið á leik- vang knattspyrnuliðs Barcelona og á meistaradeildarleik hjá Regal Barcelona gegn CSKA Moskvu í körfuboltanum. Þeir feðgar heilsuðu svo upp á atvinnu- manninn Jón Arnór Stefánsson sem leikur í Zaragoza og horfðu á leik hjá kappanum. Þetta var því sannkölluð draumaferð fyrir ungan körfuboltamann sem vert verður að fylgjast með í framtíðinni. ÁRAMÓTABLAÐIÐ Það ríkti jólaandi í Ljóna-gryfjunni sl. föstudagskvöld þegar Njarðvíkingar slógu upp sannkallaðri körfuboltaveislu. Þar áttust við Njarðvíkurlið karla og sérstakt stjörnum prýtt lið fyrrum leikmanna Njarðvíkinga. Fyrst og fremst var gleðin í fyrirrúmi en þó fengu áhorfendur peninga sinnar virði því úr varð hörkuleikur. Svo fór að lokum að stjörnuliðið sigraði 116-122 og munaði þar mestu um stórleik Loga Gunnars- sonar og Jóhanns Árna Ólafssonar sem hreinlega fóru hamförum fyrir utan þriggja stiga línuna. Logi gerði 33 stig í leiknum og þar af 9 þriggja stiga körfur. Jóhann Árni skoraði öll sín stig fyrir utan en hann setti niður 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum, hreint ótrúleg hittni hjá stjörnunum sem voru með 57% nýtingu í langskotum. Teitur Örlygsson sparaði bomb- urnar þangað til í hálfleik þegar þriggja stiga keppni fór fram en kappinn gerði sér lítið fyrir og sigraði í keppninni. Sjálfur segist hann aldrei hafa tapað slíkri keppni og það gerði hann ekki heldur að þessu sinni. Allur aðgangseyrir og áheit runnu óskipt til Líknarsjóðs Njarðvíkurkirkna og söfnuðust um 700 þúsund krónur í kringum þennan skemmtilega viðburð sem líklega er kominn til þess að vera hjá Njarð- víkingum. Sérstaka athygli vöktu búningar sem voru gerðir sér- staklega fyrir leikinn en þar voru á ferðinni goðsagnar- kenndir Hagkaups- búningar sem voru notaðir árin 1987-88 hjá UMFN. Appelsínugulu búning- arnir voru sérstaklega glæsilegir. Kristinn og Jón Arnór Stefánsson en hann leikur í Zara- goza. Glæsilegur hópur hér á ferð. Fjölskyldutengsl. Hér eigast við feðgarnir Friðrik Ragnarsson og Elvar Már sonur hans sem er til varnar. Búningarnir vöktu sérstaka athygli. Brenton Birming- ham var þó að venju glæsilegur á velli. Logi Gunnarsson kunni vel við sig á gamla heimavell- inum og fór ham- förum í leiknum. Kristinn vakti athygli Ítalanna Frábær skemmtun í Ljónagryfjunni Kristni Pálssyni, 15 ára gömlum leik- manni Njarðvíkinga í körfubolta var á dögunum boðið til æfinga hjá ítalska liðinu Stella Azzura en liðið er sérstök körfubolta-akademía yngri leikmanna í höfuðborginni Róm. Sp ort ið

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.