Víkurfréttir - 27.12.2012, Page 24
Fimmtudagurinn 27. desember 2012 • 51. tölublað • 33. árgangur
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001
Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00
Tímapantanir í síma 426 8540
Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00
Frjáls mæting
Puttar
í púðri
Blysin voru af öllum stærðum og gerðum. Rakettur í öllum regn-
b ogans l i tum.
Jókerinn fannst
mér f lottastur.
Við strákarnir
vorum á kafi í
þessu. Gleymdum
okkur í nýju jóla-
peysunum, sem
komu upp ú r
jólapökkunum
dagana á undan. Ýmist í þeirri
rauðu frá ömmu eða þeirri köflóttu
frá Soffu frænku. Ullin alltaf hlý og
góð. Áttum að passa okkur á því að
fá ekki neista úr stjörnublysunum
á okkur. Rokeldspýturnar gátu
líka verið hættulegar. Hugfangnir
gleymdum við okkur stundum. Eitt
og eitt gat kom á peysurnar í öllum
æsingnum. Reyndum að fela þau
sem best við gátum.
Björgunarsveitin Stakkur hélt úti sölu hér og þar um bæinn. Við
flökkuðum á milli staða og keyptum
eina og eina í einu. Drýgðum aurinn
og teygðum á deginum. Söfnuð-
umst saman í skrúðgarðinum eða
á Félagsbíóplaninu og skutum upp
með viðhöfn. Öllum fannst sín vera
flottust. Eða háværust. Sumir áttu
bara til fyrir ýlum. Þær voru þó
yfirleitt margar í pakka, þannig að
ýlukóngarnir voru lengur að skjóta
heldur en þeir sem keyptu stóra rak-
ettu eða jókerblys. Svo var líka hægt
að halda á ýlunum og skjóta þeim
úr höndunum. Stranglega bannað
en við vorum með góða vettlinga.
Stundum svolítið svartir af sóti í
lok dags. Nudduðum og þvoðum
þá upp úr blautum snjónum svo að
mömmurnar yrðu ekki brjálaðar.
Sprengjusérfræðingar götunnar komust á snoðir um nýja teg-
und skotelda, sem hægt var að
brjóta upp og eiga þannig fleiri
sprengjur í vasanum yfir daginn.
Litlir hólkar á stærð við þumal
litu dagsins ljós í uppskurðinum.
Púður á milli þeirra sem hægt var
að safna saman í krukku og eiga
til betri tíma. Langbest að kaupa
svarta þéttilímrúllu og vefja henni
utan um hólkinn til þess að magna
kraftinn. Ofan á var afklippt rok-
eldspýta notuð sem kveikiþráður.
Vafinn þétt og kyrfilega að endingu.
Vopnabúrið í nýjum víddum. Há-
vaðinn svakalegur. Féll um sjálft
sig þegar einn okkar var ekki nógu
fljótur að kasta sprengjunni frá sér.
Puttunum fækkaði í hópnum og
heyrnin skánaði í kjölfarið.
Urðum að finna upp nýja og öruggari leið. Áttum mikið
af þéttilímrúllum. Við lögðumst
yfir málið. Sprengjan mátti aldrei
vera þannig útbúin að hætta væri
á að hún springi í höndunum. Eld-
spýtnastokkur, fullur af afklipptum
eldspýtum og brennisteinsblaðinu
utan af honum snúið inn á við,
þéttilímið vafið utan um og nún-
ingurinn við höggið sá um afgang-
inn, þegar kastað var í vegg. For-
vörn Tuma þumals svínvirkaði.
VALUR KETILSSON SKRIFAR
FIMMTUDAGSVALS
Nýtt strætisvagnakerfi tekur gildi í Reykjanesbæ 4. janúar
nk. Kerfið byggir á fjórum vagna-
leiðum, 30 mínútna biðtíma við
hverja stöð. Leið vagnanna hefur
öll sömu miðju sem er við Kross-
móa. Ekið verður lengur á dag-
inn og um helgar. Áfram verður
ókeypis í strætó í Reykjanesbæ.
Nýju upplýsingakerfi um staðsetn-
ingu vagnanna hefur verið komið
upp sem tengt er við farsíma og
tölvur, auk þess sem menn geta
hringt í síma 420 6000.
Með nýja upplýsingakerfinu geta
notendur farið í símann sinn eða
tölvu og séð hvar hver strætisvagn
er á rauntíma. Þetta styttir biðtím-
ann á stoppistöð, hægt að ljúka við
verkefnin heima áður en rölt er út á
stoppistöð og vagninn tekinn. Það
skiptir ekki máli hvort síminn er af
gerðinni iPhone eða með Android-
stýrikerfi.
Allir geta sótt sér
Strætó-appið
Meðal nýjunga í kerfinu er sérstök
þjónusta við íbúa í Höfnum. Í stað
hefðbundins strætós sem þó kemur
alltaf á morgnana fyrir skólabörnin
og síðdegis eftir skóla, er boðið að
íbúar geti kallað eftir leigubíl sem
kemur þá á sama tíma og aksturs-
leiðakerfið segir til um og fer sömu
leið. Íbúar þar þurfa að láta vita um
ósk sína með klukkustundar fyrir-
vara og þá kemur bíllinn í Hafnir.
Samið hefur verið við leiðgubíla-
stöðina Aðalstöðina í Reykjanesbæ
um þessa þjónustu. Árni Sigfússon
bæjarstjóri segir að undirbúningur
að þessu kerfi hafi staðið yfir allt
síðasta ár, Umhverfis- og skipu-
lagssvið hefur haft veg og vanda að
undirbúningi með Guðlaug Sigur-
jónsson í forsvari.
„Við teljum það mikilvægt að gera
kerfið aðgengilegt öllum íbúum
og gestum – og vagnaleiðirnar
miða nú að því að fólk geti farið
tiltölulega fljótt á milli hverfa og
þjónustukjarna í bæjarfélaginu.
Þetta mun að mínu mati stórbæta
búsetuskilyrði í öllum hverfum
bæjarins, og skapa betri þjónustu
við þá fram á kvöld. Ég legg áherslu
á að það verður áfram ókeypis í
strætó, þannig að ég hvet alla til
að nýta sér þennan góða ferða-
kost,“ sagði Guðlaugur. Að sögn
Guðlaugs hefur víða verið leitað
fanga, góð aðstoð frá undirbún-
ingshópi vegna útboðs Flugrútu
og vagnaleiðar milli Reykjavíkur
og Suðurnesja, þar sem Ásmundur
Friðriksson hefur stjórnað undir-
búningsvinnu. Þá hefur tekist ein-
staklega gott samstarf við Stætó
BS í Reykjavík. Þaðan kemur upp-
lýsingakerfið og samstarf um það,
sem veitir upplýsingar um raun-
tíma og staðsetningu vagnanna og
ýmis ráðgjafarvinna.
Guðlaugur segir að áætlaður kostn-
aður við kerfið sé um 70 milljónir
kr. á ári. Það teljist einstaklega hag-
stæðir samningar miðað við það
umfangsmikla kerfi sem nú er tekið
upp.
n Tekur gildi 4. janúar n Ekið lengur á daginn og um helgar n Áfram ókeypis í strætó
Nýtt öflugt strætó-
kerfi í Reykjanesbæ
Guðlaugur og Árni bæjarstjóri í strætóskýli í Njarðvíkunum. VF-mynd: Páll Ketilsson
HVAÐ ER ÞINN FLUGELDASALI
TILBÚINN AÐ LEGGJA
Á SIG FYRIR ÞIG?
Sölustaður okkar er í
Björgunarsveitarhúsinu
við Holtsgötu 51
Strætó