Gerðir kirkjuþings - 1983, Blaðsíða 18
12
2. mál um sóknarkirkjur og kirkjubyggingar. 3. mál um sóknargjöld
og fl. 7. mál um veitingu prestakalla (endurflutt). 17. mál um
biskupa og biskupsdæmi islensku þjóðkirkjunnar (einnig endurflutt).
18. mál um breytingu á lögum um skipun prestakalla og prófasts-
dæma og um Kristnisjóð. 27. mál um breytingu á lögum um ibúðar-
húsnæði i eigu rikisins.
Öll þessi 7 löggjafarmál voru þegar að afloknu kirkjuþingi send
kirkjumálaráðherra til umfjöllunar og fyrirgreiðslu. Frekari
könnun á frumvarpinu um sóknargjöld var falin deildarstjóra i
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Þorleifi Pálssyni, i samráði við
fulltrúa leikmanna i Reykjavikurprófastsdæmi á kirkjuþingi. Þá
var og próföstum skrifað um málið til að fá álit þeirra og upp-
lýsingar er að gagni mættu koma varðandi hið breytta fyrirkomulag
á álagningu sóknargjalda. 17. mál um biskupa og biskupsdæmi
fellur inn i frumvarp til laga um stjórnsýslu og starfsmenn
islensku þjóðkirkjunnar, sem verður á dagskrá þessa kirkjuþings.
Varðandi 18. mál um lagaheimild til aö ráóa fleiri starfsmenn til
sérþjónustu, en gert er ráð fyrir i lögum nr. 35/1970 skal fram
tekið, að aukafjárveiting fékkst til þess að Margrét Jónsdóttir
héldi áfram starfi sínu á þessu ári sem forstöðukona á Löngumýri.
En menntamálaráðuneytið lagði niður skólastjóraembættið. Nauösyn-
legt er að staða forstöóukonu Löngumýrar verði tryggð áfram á
næsta ári og framvegis. Er hér frekar um breyti.ngu á starf sheiti
en nýja stöðu að ræða. Þá veittu bæði kirkju- og fjármálaráðherra
fyrri stjórnar leyfi til þess að gerð yrói könnum um sex mánaða
skeió á þörf fyrir prest í London til þjónustu fyrir íslendinga í
Bretlandi og fyrir sjúklinga, sem þangað leita sér lækninga.
Heimildarákvæði um slikan prest var i frumvarpi kirkjuþings.
Þegar er komió i ljós, að mikil þörf er fyrir þessa þjónustu, sem
séra Jón A. Baldvinsson prestur að Staðarfelli annast með leyfi
frá störfum i prestakalli sinu. Sendiherra Islands í London,
Einar Benediktsson, hefur skrifað stjórnvöldum bréf, þar sem þess
er vænst, að um framhald verði að ræða á þessu starfi.
Um framgang þessara 7 lagafrumvarpa i heild er þaö annars að
segja, að tvö þeirra verða flutt á Alþingi næstu daga, það eru
frumvörpin um kirkjusóknir, safnaðarfundi, sóknarnefndir og hér-
aðsfundi - ©g frumvarpió um sóknargjöld.