Gerðir kirkjuþings - 1983, Blaðsíða 76
68
1983
14. kirkjuþing
9. mál
T i 1 1 a 2 a
til þingsályktunar
gegn þvi, að aðrir
myndir, kort o.fl.
þeirra og munum.
um rétt kirkna og vernd
gefi út i ágóðaskyni,
af kirkjum, listaverkum
Flm. sr. Jón Einarsson.
Kirkjuþing ályktar að fela Kirkjuráði að láta fara fram lögfræðilega könnun á
því, hvernig koma megi í veg fyrir, að einstaklingar, félög, atvinnufyrirtæki
eða aðrir aðilar gefi út í ágóðaskyni, kort, myndir, líkön, platta eða annað
efni af kirkjum, listaverkum þeirra, gripum og munum. Telur þingið, að kirkjur
eigi að njóta réttar og vemdar í þessu efni og hafi einkarétt til slíkrar út-
gáfu. Jafnframt sé þeim heimilt að framselja þennan rétt gegn ákveðnu gjaldi
hverju sinni.
Ef rétt þykir og þörf krefur að dómi lögfróðra manna, skal Kirkjuráð láta
semja frumvarp til laga um þessi efni og leggja fyrir næsta kirkjuþing.
Hafa skal hliðsjón af og taka tillit til ákvæða höfundarlaga, er mál þetta
kunna að snerta.
Vísað til fjárhagsnefndar. Við fyrstu umræðu frá nefndinni var
lagt til aó málinu yrði visaó aftur til fjárhagsnefndar, er lagói
til, að tillagan væri samþykkt þannig: (frsm. sr. Hreinn Hjartars.)
Kirkjuþing ályktar að fela Kirkjuráði aó láta fara fram lögfræðilega
könnun á rétti kirkna og safnaóa, þegar einstaklingar, félög,
atvinnufyrirtæki eóa aðrir aóilar gefa út i ágóóaskyni, kort, myndir
likön, platta eða annaó efni af kirkjum, listaverkum þeirra, gripum
og munum. Telur þingið, að kirkjur eigi að njóta réttar og verndar
i þessu efni og hafi einkarétt til slikrar útgáfu. Jafnframt sé
þeim heimilt að framselja þennan rétt gegn ákveðnu gjaldi hverju
sinni.
Ef rétt þykir og þörf krefur að dómi lögfróðra manna, skal Kirkju-
ráð láta semja frumvarp til laga um þessi efni og leggja fyrir
næsta kirkjuþing.
Hafa skal hliðsjón af og taka tillit til ákvæða höfundarlaga, er
mál þetta kunna að snerta.
Samþykkt samhljóða.