Gerðir kirkjuþings - 1983, Blaðsíða 108
100
5) Framleiðsla og notkun kjarnorkuvopna er ósamrýmanleg kristnum
sjónarmiðum.
6) Afvopnun á aó vera liður í nýskipan efnahagsmála i heiminum og
auka réttlætið i samskiptum þjóða, þá getur jöröin brauófætt
þrefaldan þann fjölda, sem nú byggir hana.
Kirkjuþing hvetur alla þá, sem vilja láta friðarmál sig einhverju
varða til að kynna sér boðskap heimsþingsins „Lxf og friður"og
vill jafnframt taka áskorun þess alvarlega með því að taka undir
boðskap þess.
í boðskap heimsþingsins segir m.a.:
„Veraldarvaldið, er eins og við sjálf, háð dómi Guðs ..... Guó
dæmir núverandi skipulag heimsins, sem orsakar ómælda þjáningu
og viðheldur henni, en eykur á öryggisleysið .... þar sem auðæfum
heimsins er varið til vígbúnaðar, deyja milljónir manna, ekki aóeins
i hernaðarátökum, heldur vegna þess að þeir fá ekki það sem þarf til
að lifa. Vió höfum ekki boðið vígbúnaðarkeppninni byrginn á virkan
hátt, en hún elur á ótta og tortryggni.
Ekki höfum við heldur spornað gegn þeim fáránleika, að þjóðir
leitist við að skapa öryggi með herstyrk, en auka þannig öryggis-
leysi og hindra þannig sættir manna....
Kjarnorkuvopnabúnaður i varnarskyni er beinlínis mannskemmandi, með
því að hann eykur ótta og hatur og gerir ráð fyrir átökum milli
„óvinarins og okkar."
Flest okkar telja því að tilvist þessara vopna sé andstæð vilja
Guós. Hlýðni við þann vilja krefst af okkur öllum markviss átaks
að útrýma kjarnorkuvopnabúnaði innan ákveðins tima.
Öryggi einnar þjóðar verður ekki tryggt með þvi að stofna öörum i
hættu eöa með þvi að leita eftir Rernaðarlegum yfirburöum.
Aðeins sameiginlegt öryggi tryggir okkur öll.
Við fyrri umræðu flutti biskupinn hr. Pétur Sigurgeirsson, dagskrár-
tillögu á þessa leið: „Með skirskotun til þess, aö fjöldi mála á
dagskrá þessa fundar biður meðferðar og löng umræða hefur farið
fram um mál nr. 33 og aó mál nr. 34 og 35 eru þvi náskyld, þá
samþykkir þingið að visa málum nr. 33, 34 og 35 til nefndar og
tekur fyrir næsta mál á dagskrá."