Gerðir kirkjuþings - 1983, Blaðsíða 88
80
1983
14. kirkjuþing
19. mál
T i _1 1 a £ a
til þingsályktunar, að horfið verði aftur að alda-
gamalli islenskri hefð um fallbeygingu á nafni
Jesú Krists, og hún notuó við endurútgáfu Bibliu,
sálmabókar og handbókar íslensku kirkjunnar.
Flm. sr. Halldór Gunnarsson.
14. kirkjuþing ályktar að nafn Jesú skuli fallbeygjast þannig:
N f. : Jesús. Áv f. : Jesú. Þf. : Jesúm. Þgf.: Jesú. Ef.: Jesú.
Kirkjuþing beinir eindregnum tilmælum sínum til Hins íslenska
biblíufélags, að við næstu útgáfu Biblíunnar og Nyjatestamentisins
verði ofangreind fallbeyging notuð, og felur Kirkjuráði að gera
slíkar breytingar við endurútgáfu sálmabókar og handbókar íslensku
kirkj unnar.
Greinargerð.
Þegar nýja sálmabókin kom út árið 1972, var tekin upp nýstárleg fall-
beyging á nafni Jesú Krists. Eflaust hefur sú einföldun átt að auð-
velda einhverjum að fallbeygja nafn Frelsarans nokkurn veginn lýta-
laust. Svo varó þó ekki. Siðan eru liðin ellefu ár. Er skemmst
frá þvi aó segja, að áður nefnd fallbeyging hefur aldrei náö hylli
þjóðarinnar, en vakið sársauka og hryggð, - ekki aðeins þeirra,
sem unna islensku máli og trúarbókmenntum þjóðarinnar, heldur einnig
þeirra,sem elska nafn Jesú Krists.
Umræöan um nafn Jesú hefur á undanförnum mánuðum birst i fjölmiðlum,
og hafa tveir prestar ásamt menntaskólakennara fært sterk rök fyrir
því, að ekki skuli horfiö frá hinni hefðbundnu beygingu, auk þess sem
óleyfilegt sé að breyta hugverkum látinna góðskálda. Andmælendur
þessa telja ávarpsfall ekki til í islensku. Þó hefur þaó verió notað
og kennt i bréfaskriftum fram á þessa öld. (Sjá ennfremur: íslensk
sendibréf. Bókfellsútgáfan 1966. Geir biskup góði (Vidalin) 1761-1823).
Ekkert er athugavert vió þaö, þó að hiö helga nafn Jesú Krists
hafi aöra beygingu, en önnur íslensk mannanöfn, þvi að i hugum krist-
inna manna hefur hann algjöra sérstöðu.